Viðskipti innlent

Íslenska hagkerfið í 5. sæti

MYND/Vísir
Ísland er í fimmta sæti ríkja heimsins í samkeppnishæfni í viðskiptum samkvæmt athugun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Bandaríkin eru í efsta sæti, Singapore í öðru, Kanada í þriðja og Ástralía í fjórða sæti. Íslenska hagkerfið þykir þar með hið samkeppnishæfasta í Evrópu. Alls voru 60 hagkerfi skoðuð með tilliti til 323 mismunandi atriða í viðskiptum. Í fyrra var Ísland í áttunda sæti og hefur því færst upp um þrjú sæti. Sjá nánar um athugun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á http://www.invest.is.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×