Netnotkun eykst 29. júní 2004 00:01 Netnotendum fjölgar ekki á Íslandi. Fækkar ekki heldur - og Íslendingar státa líkast til enn af heimsmeti í Netnotkun þrátt fyrir að hún standi í stað þriðja árið í röð. Fjórir af hverjum fimm Íslendingum nota Netið. Þett akemur fram á vef Tæknivals, taeknival.isÁ hinum Norðurlöndunum er ívið minni Netnotkun, 77% í Danmörku, 75% í Noregi, 71% í Danmörku og 66% í Svíþjóð. En þótt Netnotendum fjölgi ekki eykst dagleg Netnotkun og fer úr 63% í 75%. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu nota Netið meira en landsbyggðarfólk. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum nýbirtrar könnunar Hagstofu Íslands á notkun heimila og einstaklinga á tækjabúnaði og Netinu. Lítill kynjamunurEf litið er á niðurstöður könnunarinnar varðandi Netnotkun kemur í ljós að yngra fólk er eins og vænta mátti líklegra til að nota Netið en þeir sem eldri eru. Allt frá 89-97% einstaklinga yngri en 45 ára nota Netið, 80% á aldrinum 45-54 ára, 62% á aldrinum 55-64 ára, og hjá elstu kynslóðinni fellur þetta hlutfall niður í 33%. Könnunin leiðir í ljós að enginn merkjanlegur munur er á Netnotkun kynjanna nema hjá þeim sem eru eldri en 54 ára, þá höfðu 60% karla og 44% kvenna notað Netið á þriggja mánaða tímabili fyrir framkvæmd könnunarinnar. Enginn munur reyndist milli kynja þegar tíðni Netnotkunar var skoðuð en yngra fólkið notar Netið tíðar en þeir eldri. Á Norðurlöndum og í löndum Evrópusambandsins eykst Netnotkun samhliða aukinni skólagöngu einstaklinganna, minnst er notkunin meðal þeirra sem hafa minnstu skólagöngu að baki en mest hjá háskólamenntuðum. Könnun Hagstofunnar leiðir í ljós að minni munur er að þessu leyti á Íslandi en í samanburðarlöndunum. Rúmlega helmingur heimila tengist Netinu með háhraðatengingum sem er nokkur fjölgun frá árinu 2003 þegar 40% heimila notuðu slíkar tengingar. Hefðbundin símamótöld er að finna á ríflega þriðjungi heimila en aðrar gerðir tenginga eru sjaldgæfar. Algengarar er að heimili á höfuðborgarsvæðinu noti háhraðatengingar en heimili á landsbyggðinni, 62% á móti 48%. Að sama skapi eru hefðbundin símamótöld algengari á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Athylgi vekur að á þriðjungi heimila er farsími með Nettengingu. Samskipti og upplýsingaleitHagstofan kannaði einnig helsta tilgang Netnotkunar. Líkt og fyrri ár er Netið helst notað til samskipta og upplýsingaleitar. Níu af hverjum tíu nota Netið til að skiptast á tölvupósti, 87% leita upplýsinga um vörur og þjónustu, þrír af hverjum fjórum lesa vefútgáfur dagblaða og tímarita og tveir þriðju nota Netið til bankaviðskipta í heimabanka. Þá kemur í ljós að tæplega tveir af hverjum þremur nota Netið í ferðatengdum tilgangi og helmingur aðspurðra leita upplýsinga um heilsu og heilbrigðismál. Könnunin sýnir einnig að fleiri nota nú spjallrásir en í fyrra, 41% á móti 36%. Sama má segja um þá sem léku eða náðu í leiki, tónlist eða myndir af Netinu, en hlutfall þeirra fór einnig úr 36% í 41%. Könnunin leiðir í jós að tæplega 70% Netnotenda höfðu á þriggja mánaða tímabili fyrir framkvæmd hennar skoðað vefsíður opinberra stofnana í leit að upplýsingum, 36% nýttu sér Netið til að nálgast opinber eyðublöð og 25% fyllti slík eyðublöð út og sendi inn til viðkomandi stofnunar á Netinu. Þá hafði fimmtungur nýtt sér Netið til að leita að atvinnu eða senda inn atvinnuumsókn, fjórði hver hlutaði á útvarp eða horfði á sjónvarp á Netinu, 14% höfðu stundað fjarnám eða sótt endurmenntunarnámskeið á Netinu og 10% höfðu notað Netið fyrir símtöl eða fjarfundi. Ferðatengdar vörur vinsælastar í NetviðskiptumNýja könnunin sýnir að 30% íslenskra Netnotenda hafa pantað eða keypt vöru og þjónustu á Netinu sem er hærra hlutfall en árið 2003 þegar 25% höfðu reynslu af rafrænum viðskiptum. Algengast er að panta eða kaupa ferðatengdar vörur eða þjónustu, svo sem farmiða eða gistingu. 64% þeira sem höfðu nýtt sér rafræn viðskipti höfðu pantað eða keypt slíkt efni. Næstalgengasti vöruflokkurinn tengist bókum, tímaritum og fjarkennsluefni en þriðjungur hafði pantað slíkt efni á Netinu. 25% höfðu pantað tónlist eða kvikmyndir og 20% föt, skó eða íþróttavörur. Þá höfðu 18% pantað hugbúnað eða leiki fyrir tölvur og 8% höfðu pantað tölvuvélbúnað, prentara, raftæki eða myndvélar. Sjaldgæfast er að fólk panti mat eða hreinlætisvörur á Netinu, aðeins 2% höfðu gert slíkt. Loks má nefna að fjórir af hverjum fimm höfðu fengið ruslpóst og 27% höfðu fengið veiru í tölvuna. Helmingur hafði sett upp veiruvarnarforrit þrjá mánuði fyrir framkvæmd könnunarinnar og á sama tímabili höfðu 62% uppfært slík forrit og 64% höfðu notað lykilorð, leyninúmer eða rafræna undirskrift til að tryggja öryggi á Netinu. Þá höfðu rúmlega 25% sett upp eldvegg. Fréttir Tækni Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Netnotendum fjölgar ekki á Íslandi. Fækkar ekki heldur - og Íslendingar státa líkast til enn af heimsmeti í Netnotkun þrátt fyrir að hún standi í stað þriðja árið í röð. Fjórir af hverjum fimm Íslendingum nota Netið. Þett akemur fram á vef Tæknivals, taeknival.isÁ hinum Norðurlöndunum er ívið minni Netnotkun, 77% í Danmörku, 75% í Noregi, 71% í Danmörku og 66% í Svíþjóð. En þótt Netnotendum fjölgi ekki eykst dagleg Netnotkun og fer úr 63% í 75%. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu nota Netið meira en landsbyggðarfólk. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum nýbirtrar könnunar Hagstofu Íslands á notkun heimila og einstaklinga á tækjabúnaði og Netinu. Lítill kynjamunurEf litið er á niðurstöður könnunarinnar varðandi Netnotkun kemur í ljós að yngra fólk er eins og vænta mátti líklegra til að nota Netið en þeir sem eldri eru. Allt frá 89-97% einstaklinga yngri en 45 ára nota Netið, 80% á aldrinum 45-54 ára, 62% á aldrinum 55-64 ára, og hjá elstu kynslóðinni fellur þetta hlutfall niður í 33%. Könnunin leiðir í ljós að enginn merkjanlegur munur er á Netnotkun kynjanna nema hjá þeim sem eru eldri en 54 ára, þá höfðu 60% karla og 44% kvenna notað Netið á þriggja mánaða tímabili fyrir framkvæmd könnunarinnar. Enginn munur reyndist milli kynja þegar tíðni Netnotkunar var skoðuð en yngra fólkið notar Netið tíðar en þeir eldri. Á Norðurlöndum og í löndum Evrópusambandsins eykst Netnotkun samhliða aukinni skólagöngu einstaklinganna, minnst er notkunin meðal þeirra sem hafa minnstu skólagöngu að baki en mest hjá háskólamenntuðum. Könnun Hagstofunnar leiðir í ljós að minni munur er að þessu leyti á Íslandi en í samanburðarlöndunum. Rúmlega helmingur heimila tengist Netinu með háhraðatengingum sem er nokkur fjölgun frá árinu 2003 þegar 40% heimila notuðu slíkar tengingar. Hefðbundin símamótöld er að finna á ríflega þriðjungi heimila en aðrar gerðir tenginga eru sjaldgæfar. Algengarar er að heimili á höfuðborgarsvæðinu noti háhraðatengingar en heimili á landsbyggðinni, 62% á móti 48%. Að sama skapi eru hefðbundin símamótöld algengari á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Athylgi vekur að á þriðjungi heimila er farsími með Nettengingu. Samskipti og upplýsingaleitHagstofan kannaði einnig helsta tilgang Netnotkunar. Líkt og fyrri ár er Netið helst notað til samskipta og upplýsingaleitar. Níu af hverjum tíu nota Netið til að skiptast á tölvupósti, 87% leita upplýsinga um vörur og þjónustu, þrír af hverjum fjórum lesa vefútgáfur dagblaða og tímarita og tveir þriðju nota Netið til bankaviðskipta í heimabanka. Þá kemur í ljós að tæplega tveir af hverjum þremur nota Netið í ferðatengdum tilgangi og helmingur aðspurðra leita upplýsinga um heilsu og heilbrigðismál. Könnunin sýnir einnig að fleiri nota nú spjallrásir en í fyrra, 41% á móti 36%. Sama má segja um þá sem léku eða náðu í leiki, tónlist eða myndir af Netinu, en hlutfall þeirra fór einnig úr 36% í 41%. Könnunin leiðir í jós að tæplega 70% Netnotenda höfðu á þriggja mánaða tímabili fyrir framkvæmd hennar skoðað vefsíður opinberra stofnana í leit að upplýsingum, 36% nýttu sér Netið til að nálgast opinber eyðublöð og 25% fyllti slík eyðublöð út og sendi inn til viðkomandi stofnunar á Netinu. Þá hafði fimmtungur nýtt sér Netið til að leita að atvinnu eða senda inn atvinnuumsókn, fjórði hver hlutaði á útvarp eða horfði á sjónvarp á Netinu, 14% höfðu stundað fjarnám eða sótt endurmenntunarnámskeið á Netinu og 10% höfðu notað Netið fyrir símtöl eða fjarfundi. Ferðatengdar vörur vinsælastar í NetviðskiptumNýja könnunin sýnir að 30% íslenskra Netnotenda hafa pantað eða keypt vöru og þjónustu á Netinu sem er hærra hlutfall en árið 2003 þegar 25% höfðu reynslu af rafrænum viðskiptum. Algengast er að panta eða kaupa ferðatengdar vörur eða þjónustu, svo sem farmiða eða gistingu. 64% þeira sem höfðu nýtt sér rafræn viðskipti höfðu pantað eða keypt slíkt efni. Næstalgengasti vöruflokkurinn tengist bókum, tímaritum og fjarkennsluefni en þriðjungur hafði pantað slíkt efni á Netinu. 25% höfðu pantað tónlist eða kvikmyndir og 20% föt, skó eða íþróttavörur. Þá höfðu 18% pantað hugbúnað eða leiki fyrir tölvur og 8% höfðu pantað tölvuvélbúnað, prentara, raftæki eða myndvélar. Sjaldgæfast er að fólk panti mat eða hreinlætisvörur á Netinu, aðeins 2% höfðu gert slíkt. Loks má nefna að fjórir af hverjum fimm höfðu fengið ruslpóst og 27% höfðu fengið veiru í tölvuna. Helmingur hafði sett upp veiruvarnarforrit þrjá mánuði fyrir framkvæmd könnunarinnar og á sama tímabili höfðu 62% uppfært slík forrit og 64% höfðu notað lykilorð, leyninúmer eða rafræna undirskrift til að tryggja öryggi á Netinu. Þá höfðu rúmlega 25% sett upp eldvegg.
Fréttir Tækni Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira