Atorka á óvæntum sviðum 30. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson. Þó að árangurinn eigi eftir að koma í ljós er ástæða til að fagna því að Eddu skuli hafa tekist að selja útgáfurétt á bókum Arnaldar Indriðasonar til bandarísks útgáfufyrirtækis. Hver hefði séð þetta fyrir; að íslenskur rithöfundur gæti selt Bandaríkjamönnum reyfara? Er það ekki svipað afrek og ef Bandaríkjamanni tækist að selja fisk til Íslands? Það mætti vera góð sölumennska eða frábær fiskur. Og hvort sem réði meiru um bandaríska útgáfusamninginn -- gæði bókanna hans Arnaldar eða dugnaður og útsjónarsemi starfsmanna Eddu -- má það einu gilda. Þessi samningur sýnir að okkur Íslendingum eru í raun engar dyr lokaðar.Við eigum sömu möguleika að láta drauma okkar rætast og aðrir. Þótt við séum af smárri þjóð þá erum við engin smámenni -- ekki fremur en allir þeir sem eru af stórþjóðum komnir séu stórmenni. Og draumar okkar þurfa ekki að falla að fyrirframgefnum hugmyndum okkar um getu þjóðarinnar. Það voru sjálfsagt fáir sem hvöttu Arnald til að skrifa reyfara inn í íslenskan raunveruleika á sínum tíma. En það hafa án efa margir verið tilbúnir til þess að gefa honum þau ráð að gleyma þessu sem fyrst og haft fyrir því fjölþætt rök. En með því að halda fast í drauminn hefur Arnaldi ekki aðeins tekist að laga líf sitt að honum heldur gefið okkur hinum kjark til að fóstra með okkur drauma og til að brýna vilja okkar til að hrinda þeim í framkvæmd.Arnaldur er líkur mörgum öðrum Íslendingum sem hafa náð góðum árangri á erlendum vettvangi. Þessir landar okkar hafa náð árangri á sviðum sem fyrirfram mætti ekki gera ráð fyrir að Íslendingar hefðu mikið fram að færa. Við höfum vissulega haslað okkur völl í sjávarútvegi víða um heim og selt sértæk tæki til fiskveiða og -vinnslu. Íslensk fyrirtæki og fræðimenn hafa líka komið að verkefnum tengdum jarðhita víða um lönd. En það er samt algengast að Íslendingar nái langt á sviðum sem tilteknir einstaklingar hafa haft áhuga á fremur en að þjóðin sem heild hafi eitthvað að færa veröldinni. Ástæðan er auðvitað sú að það eru einstaklingarnir sem eru drifkraftar allra verka. Þjóðir eru aðeins heiti sem við gefum hópum einstaklinga og þjóðir eiga sér hvorki drauma né þrár og búa ekki yfir vilja né framsýni.Það er því ekkert skrítið við það að Íslendingar skuli selja fleiri reyfara erlendis en sögur byggðar á sagnaarfi okkar -- hver svo sem hann er. Það er heldur ekki skrítið að Íslendingar geri sig gildandi í bankarekstri í Norður-Evrópu og nái þar skjótari og eftirtektarverðari árangri en í fiskveiðiútgerð, að íslenskir popparar selji plötur í massavís í Evrópu, íslenskir kaupmenn séu orðnir þekkt stærð í Bretlandi eða að íslensk fyrirtæki sé leiðandi í framleiðslu og þróun gervilima eða í svefnrannsóknum. Það væri mun undarlegra ef einstaklingar á Íslandi hefðu allir áhuga á því sama og fóstruðu allir sömu draumana.Og einmitt af þessu sökum -- að einstaklingarnir eru verðmætari en þjóðirnar -- skulum við fara varlega í því að setja eina mælistiku á samfélagið eða reyna um of að beina atorku einstaklinganna í fyrirfram ákveðinn farveg, Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson. Þó að árangurinn eigi eftir að koma í ljós er ástæða til að fagna því að Eddu skuli hafa tekist að selja útgáfurétt á bókum Arnaldar Indriðasonar til bandarísks útgáfufyrirtækis. Hver hefði séð þetta fyrir; að íslenskur rithöfundur gæti selt Bandaríkjamönnum reyfara? Er það ekki svipað afrek og ef Bandaríkjamanni tækist að selja fisk til Íslands? Það mætti vera góð sölumennska eða frábær fiskur. Og hvort sem réði meiru um bandaríska útgáfusamninginn -- gæði bókanna hans Arnaldar eða dugnaður og útsjónarsemi starfsmanna Eddu -- má það einu gilda. Þessi samningur sýnir að okkur Íslendingum eru í raun engar dyr lokaðar.Við eigum sömu möguleika að láta drauma okkar rætast og aðrir. Þótt við séum af smárri þjóð þá erum við engin smámenni -- ekki fremur en allir þeir sem eru af stórþjóðum komnir séu stórmenni. Og draumar okkar þurfa ekki að falla að fyrirframgefnum hugmyndum okkar um getu þjóðarinnar. Það voru sjálfsagt fáir sem hvöttu Arnald til að skrifa reyfara inn í íslenskan raunveruleika á sínum tíma. En það hafa án efa margir verið tilbúnir til þess að gefa honum þau ráð að gleyma þessu sem fyrst og haft fyrir því fjölþætt rök. En með því að halda fast í drauminn hefur Arnaldi ekki aðeins tekist að laga líf sitt að honum heldur gefið okkur hinum kjark til að fóstra með okkur drauma og til að brýna vilja okkar til að hrinda þeim í framkvæmd.Arnaldur er líkur mörgum öðrum Íslendingum sem hafa náð góðum árangri á erlendum vettvangi. Þessir landar okkar hafa náð árangri á sviðum sem fyrirfram mætti ekki gera ráð fyrir að Íslendingar hefðu mikið fram að færa. Við höfum vissulega haslað okkur völl í sjávarútvegi víða um heim og selt sértæk tæki til fiskveiða og -vinnslu. Íslensk fyrirtæki og fræðimenn hafa líka komið að verkefnum tengdum jarðhita víða um lönd. En það er samt algengast að Íslendingar nái langt á sviðum sem tilteknir einstaklingar hafa haft áhuga á fremur en að þjóðin sem heild hafi eitthvað að færa veröldinni. Ástæðan er auðvitað sú að það eru einstaklingarnir sem eru drifkraftar allra verka. Þjóðir eru aðeins heiti sem við gefum hópum einstaklinga og þjóðir eiga sér hvorki drauma né þrár og búa ekki yfir vilja né framsýni.Það er því ekkert skrítið við það að Íslendingar skuli selja fleiri reyfara erlendis en sögur byggðar á sagnaarfi okkar -- hver svo sem hann er. Það er heldur ekki skrítið að Íslendingar geri sig gildandi í bankarekstri í Norður-Evrópu og nái þar skjótari og eftirtektarverðari árangri en í fiskveiðiútgerð, að íslenskir popparar selji plötur í massavís í Evrópu, íslenskir kaupmenn séu orðnir þekkt stærð í Bretlandi eða að íslensk fyrirtæki sé leiðandi í framleiðslu og þróun gervilima eða í svefnrannsóknum. Það væri mun undarlegra ef einstaklingar á Íslandi hefðu allir áhuga á því sama og fóstruðu allir sömu draumana.Og einmitt af þessu sökum -- að einstaklingarnir eru verðmætari en þjóðirnar -- skulum við fara varlega í því að setja eina mælistiku á samfélagið eða reyna um of að beina atorku einstaklinganna í fyrirfram ákveðinn farveg,
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun