Frelsið nýtir tækifærin Hafliði Helgason skrifar 25. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Hafliði Helgason Þegar samfélagið breytist hratt verða gjarnan til tveir hópar. Annar aðlagar sig breytingunum og reynir að leggja sitt af mörkum til þess að þær megi verða til mestrar farsældar. Hinn leggst á grúfu og grætur liðna tíð. Þessara hópa hefur beggja gætt í umræðum um breytingar á íslenskum fjármálamarkaði. Hrundar og hálfhrundar stoðir kerfis sem var gengið sér til húðar streittust á móti. Vissulega getur verið erfitt að aðlagast nýjum tímum. Fjölbreytni er ógn einfaldrar heimsmyndar. Íslenskur almenningur er hins vegar jafnan fljótur að átta sig á nýjungum og margt sem menn horfðu á í forundran fyrir örfáum árum er hluti af daglegu lífi fólks í dag. Undanfarin misseri hefur verið mikið breytingarskeið í íslensku fjármálalífi. Einkavæðing bankakerfisins hleypti nýju lífi í fjármálakerfið. Kraftur og frumkvæði tók við af pólitísku skömmtunarkerfi. Afleiðingarnar eru byrjaðar að líta dagsins ljós. Hörð samkeppni bankanna birtist neytendum í nýjum lánum KB banka sem bera lægri vexti en menn hefði getað dreymt um fyrir örfáum mánuðum. Aðrar fjármálastofnanir svara fullum hálsi og munu bjóða svipuð kjör. Það er eðli samkeppninnar. Sá sem svarar ekki lifir ekki af. Þess vegna er ástæða til þess að hafa áhyggjur af sparisjóðunum sem einangraðir voru frá almennri þróun með lagasetningu Alþingis. Sú aðgerð var vanhugsuð og mótaðist af öðru en framsýni og skynsemi. Útspil KB banka er ánægjulegt. Ekki síst vegna þess að til skamms tíma var af ákveðnum öflum samfélagsins litið á forystumenn bankans sem holdgervinga hinnar ófyrirleitnu nýju kynslóðar íslenskra fjármálamanna. Kynslóðar sem lét lönd og leið gömul bandalög blóðtengsla og flokkshollustu. Andi þessarar kynslóðar svífur nú yfir vötnum alls fjármálakerfisins og ræður ákvörðunum í öllum bönkunum. Fylgifiskarnir eru minni rekstrarkostnaður og batnandi kjör fólksins í landinu. Stjórnendur íslenskra fjármálafyrirtækja komast ekki upp með annað en að beita allri þekkingu sinni og hugkvæmni til þess að skapa meiri verðmæti með vinnu sinni. Þessi kynslóð hefur að undanförnu tekið til í útlánum bankanna eftir áralöng afskipti stjórnmálamanna af ákvörðunum ríkisbankanna. Afskipti sem héldu áfram fram á síðasta dag í eigu ríkisins og jafnvel nokkru lengur. Viðskipti ganga út á að taka yfirvegaða áhættu. Yfirvegunin dregur úr áhættunni en eyðir henni ekki. Viðskiptalífið mun þurfa að takast á við erfiða tíma og rangar ákvarðanir. Það liggur í eðli viðskipta. Mistökin munu þó verða minni og færri en þekkt er af opinberum viðskiptaævintýrum. Óhætt er að fullyrða að miðstýrt fjármálakerfi hefði aldrei nýtt sér þau tækifæri sem bankarnir hafa séð til hagræðingar og útrásar undanfarin misseri. Tækifæri sem með beinum hætti eru farin að bæta lífskjör venjulegra Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Þegar samfélagið breytist hratt verða gjarnan til tveir hópar. Annar aðlagar sig breytingunum og reynir að leggja sitt af mörkum til þess að þær megi verða til mestrar farsældar. Hinn leggst á grúfu og grætur liðna tíð. Þessara hópa hefur beggja gætt í umræðum um breytingar á íslenskum fjármálamarkaði. Hrundar og hálfhrundar stoðir kerfis sem var gengið sér til húðar streittust á móti. Vissulega getur verið erfitt að aðlagast nýjum tímum. Fjölbreytni er ógn einfaldrar heimsmyndar. Íslenskur almenningur er hins vegar jafnan fljótur að átta sig á nýjungum og margt sem menn horfðu á í forundran fyrir örfáum árum er hluti af daglegu lífi fólks í dag. Undanfarin misseri hefur verið mikið breytingarskeið í íslensku fjármálalífi. Einkavæðing bankakerfisins hleypti nýju lífi í fjármálakerfið. Kraftur og frumkvæði tók við af pólitísku skömmtunarkerfi. Afleiðingarnar eru byrjaðar að líta dagsins ljós. Hörð samkeppni bankanna birtist neytendum í nýjum lánum KB banka sem bera lægri vexti en menn hefði getað dreymt um fyrir örfáum mánuðum. Aðrar fjármálastofnanir svara fullum hálsi og munu bjóða svipuð kjör. Það er eðli samkeppninnar. Sá sem svarar ekki lifir ekki af. Þess vegna er ástæða til þess að hafa áhyggjur af sparisjóðunum sem einangraðir voru frá almennri þróun með lagasetningu Alþingis. Sú aðgerð var vanhugsuð og mótaðist af öðru en framsýni og skynsemi. Útspil KB banka er ánægjulegt. Ekki síst vegna þess að til skamms tíma var af ákveðnum öflum samfélagsins litið á forystumenn bankans sem holdgervinga hinnar ófyrirleitnu nýju kynslóðar íslenskra fjármálamanna. Kynslóðar sem lét lönd og leið gömul bandalög blóðtengsla og flokkshollustu. Andi þessarar kynslóðar svífur nú yfir vötnum alls fjármálakerfisins og ræður ákvörðunum í öllum bönkunum. Fylgifiskarnir eru minni rekstrarkostnaður og batnandi kjör fólksins í landinu. Stjórnendur íslenskra fjármálafyrirtækja komast ekki upp með annað en að beita allri þekkingu sinni og hugkvæmni til þess að skapa meiri verðmæti með vinnu sinni. Þessi kynslóð hefur að undanförnu tekið til í útlánum bankanna eftir áralöng afskipti stjórnmálamanna af ákvörðunum ríkisbankanna. Afskipti sem héldu áfram fram á síðasta dag í eigu ríkisins og jafnvel nokkru lengur. Viðskipti ganga út á að taka yfirvegaða áhættu. Yfirvegunin dregur úr áhættunni en eyðir henni ekki. Viðskiptalífið mun þurfa að takast á við erfiða tíma og rangar ákvarðanir. Það liggur í eðli viðskipta. Mistökin munu þó verða minni og færri en þekkt er af opinberum viðskiptaævintýrum. Óhætt er að fullyrða að miðstýrt fjármálakerfi hefði aldrei nýtt sér þau tækifæri sem bankarnir hafa séð til hagræðingar og útrásar undanfarin misseri. Tækifæri sem með beinum hætti eru farin að bæta lífskjör venjulegra Íslendinga.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun