Fyrir viðskiptavininn 10. október 2004 00:01 Sæll Egill Ég las grein þína Hvarf litla mannsins sem birtist í DV 25. sept síðastliðinn á Vísi.is rétt áðan og finnst skrýtið hvernig þú dregur upp englamynd smákaupmannsins á horninu á kostnað stórkaupmannsins í súpermarkaðnum, segjandi að smákaupmaðurinn sé góð sál sem hugsar um viðskiptavini sína á meðan súpermarkaðurinn (þú minnist ekki á eigendurna) sé vont fyrirbæri sem færi störf úr landi og hafi bara vond áhrif á samfélagið. Ég er nú ekki tilbúinn að kaupa þetta þar sem t.d. stofnendur stærstu verslanakeðja á Íslandi, Pálmi í Hagkaup og Jóhannes í Bónus eru einmitt í hópi dáðustu manna samfélagsins fyrr og síðar útaf því hvað þeir gerðu mikið fyrir viðskiptavina sína. Jú, þeir kannski báru og bera enn ábyrgð á því að störf hafa flust úr landi en vöruverð hefur lækkað út á það. Fyrir viðskiptavininn. Sam Walton var einnig mjög dáður kaupmaður sem innleiddi nýja stefnu í magninnkaupum og afsláttarverslun. Jú, hann græddi fullt á því, en neytandinn græddi líka og féll vel við Walton fyrir vikið. Wal Mart er stærsta fyrirtæki í heiminum og eitt það umdeildasta vegna aðferða sinna í viðskiptum. En það býður upp á lægsta vöruverðið. Fyrir viðskiptavininn. Smákaupmennirnir á horninu eru ágætiskaupmenn og sinna starfi sínu vel, sérstaklega þeir sem ennþá tóra í bullandi samkeppni. En þeir eru ekki þeir einu sem er góðir kaupmenn, verslunarstjórar stóru keðjanna eru oft á tíðum miklir kaupmenn og prýðismenn sem hugsa vel um sína viðskiptavini sína þó svo að þeir eigi ekki verslunina sjálfir. Og eigendurnir eru ekkert síðri. Og þá kemur að bílaborginni Reykjavík. Ég túlka það á skrifum þínum að það sé Kringlunni og Smáralind að kenna eða einkaframtakinu. Það er að sjálfsögðu rétt að miðborgarbragurinn hefur breyst á undanförnum árum en ég hafna því algjörlega að það sé stóru verslunarmiðstöðvunum að kenna. Það var sagt að þegar Kringlan opnaði þá myndi verslun á Laugaveginum leggjast niður. Verslun á Laugavegi þreifst vel þangað til að Smáralindin opnaði en þá var fyllyrt að verslun á Laugavegi myndi leggjast niður. Hún lagðist þó ekki niður en hefur átt undir högg að sækja. En er það eigendum verslunarmiðstöðvana að kenna? Er það þá ekki frekar borgaryfirvöldum að kenna? Byggðin er náttúrlega fáránlega dreifð og uppbygging hefur verið lítil í miðbænum nema fyrir skrifstofur hins opinbera. Er það rétt að eyða dýrmætum stöðum eins og Héraðsdómshúsinu eða Hafnarhúsinu í skrifstofur fyrir hið opinbera? Ég hef alltaf séð fyrir mér Héraðsdómshúsið sem high end magasín eins og Magasin du Nord, Illum eða Harvey Nicholson. Væri það ekki betra fyrir miðborgarlífið? Gera Austurstræti að göngugötu aftur, væri það ekki betra fyrir miðborgarlífið? Einkaaðilar gætu unnið þetta í samvinnu og komið með peninga inní batteríð. Vissirðu að það kostar 12 þúsund krónur á dag í leyfisgjöld til að fá að setja upp sölubás á Lækjartorgi og selja lopapeysur eða tálgaða lunda og það er bara leyft um helgar! Margt er hægt að gera fyrir miðborgina okkar en ég held að staða hennar í dag sé ekki stórmörkuðunum að kenna. Vandinn liggur hjá borgaryfirvöldum, þeir verða að gera miðborgina meira aðlaðandi fyrir einkaframtakið. Með bestu kveðju og þökk fyrir prýðisþátt og vefsíðu Sigurður Sigurbjörnsson sps1@hradbraut.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Sæll Egill Ég las grein þína Hvarf litla mannsins sem birtist í DV 25. sept síðastliðinn á Vísi.is rétt áðan og finnst skrýtið hvernig þú dregur upp englamynd smákaupmannsins á horninu á kostnað stórkaupmannsins í súpermarkaðnum, segjandi að smákaupmaðurinn sé góð sál sem hugsar um viðskiptavini sína á meðan súpermarkaðurinn (þú minnist ekki á eigendurna) sé vont fyrirbæri sem færi störf úr landi og hafi bara vond áhrif á samfélagið. Ég er nú ekki tilbúinn að kaupa þetta þar sem t.d. stofnendur stærstu verslanakeðja á Íslandi, Pálmi í Hagkaup og Jóhannes í Bónus eru einmitt í hópi dáðustu manna samfélagsins fyrr og síðar útaf því hvað þeir gerðu mikið fyrir viðskiptavina sína. Jú, þeir kannski báru og bera enn ábyrgð á því að störf hafa flust úr landi en vöruverð hefur lækkað út á það. Fyrir viðskiptavininn. Sam Walton var einnig mjög dáður kaupmaður sem innleiddi nýja stefnu í magninnkaupum og afsláttarverslun. Jú, hann græddi fullt á því, en neytandinn græddi líka og féll vel við Walton fyrir vikið. Wal Mart er stærsta fyrirtæki í heiminum og eitt það umdeildasta vegna aðferða sinna í viðskiptum. En það býður upp á lægsta vöruverðið. Fyrir viðskiptavininn. Smákaupmennirnir á horninu eru ágætiskaupmenn og sinna starfi sínu vel, sérstaklega þeir sem ennþá tóra í bullandi samkeppni. En þeir eru ekki þeir einu sem er góðir kaupmenn, verslunarstjórar stóru keðjanna eru oft á tíðum miklir kaupmenn og prýðismenn sem hugsa vel um sína viðskiptavini sína þó svo að þeir eigi ekki verslunina sjálfir. Og eigendurnir eru ekkert síðri. Og þá kemur að bílaborginni Reykjavík. Ég túlka það á skrifum þínum að það sé Kringlunni og Smáralind að kenna eða einkaframtakinu. Það er að sjálfsögðu rétt að miðborgarbragurinn hefur breyst á undanförnum árum en ég hafna því algjörlega að það sé stóru verslunarmiðstöðvunum að kenna. Það var sagt að þegar Kringlan opnaði þá myndi verslun á Laugaveginum leggjast niður. Verslun á Laugavegi þreifst vel þangað til að Smáralindin opnaði en þá var fyllyrt að verslun á Laugavegi myndi leggjast niður. Hún lagðist þó ekki niður en hefur átt undir högg að sækja. En er það eigendum verslunarmiðstöðvana að kenna? Er það þá ekki frekar borgaryfirvöldum að kenna? Byggðin er náttúrlega fáránlega dreifð og uppbygging hefur verið lítil í miðbænum nema fyrir skrifstofur hins opinbera. Er það rétt að eyða dýrmætum stöðum eins og Héraðsdómshúsinu eða Hafnarhúsinu í skrifstofur fyrir hið opinbera? Ég hef alltaf séð fyrir mér Héraðsdómshúsið sem high end magasín eins og Magasin du Nord, Illum eða Harvey Nicholson. Væri það ekki betra fyrir miðborgarlífið? Gera Austurstræti að göngugötu aftur, væri það ekki betra fyrir miðborgarlífið? Einkaaðilar gætu unnið þetta í samvinnu og komið með peninga inní batteríð. Vissirðu að það kostar 12 þúsund krónur á dag í leyfisgjöld til að fá að setja upp sölubás á Lækjartorgi og selja lopapeysur eða tálgaða lunda og það er bara leyft um helgar! Margt er hægt að gera fyrir miðborgina okkar en ég held að staða hennar í dag sé ekki stórmörkuðunum að kenna. Vandinn liggur hjá borgaryfirvöldum, þeir verða að gera miðborgina meira aðlaðandi fyrir einkaframtakið. Með bestu kveðju og þökk fyrir prýðisþátt og vefsíðu Sigurður Sigurbjörnsson sps1@hradbraut.is
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun