Málaferli gegn borginni 18. október 2004 00:01 Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn telur fráleitt að líta svo á að hömlur sem settar voru á uppbyggingu matvöruverslana í Grafarvogi gildi enn. Engum geti dottið í hug að þær hafi átt að gilda að eilífu. Verið er að undirbúa málaferli gegn Reykjavíkurborg vegna samninga um einokun Baugs á matvöruverslun í hverfinu. Borgarráð samþykkti árið 1996 að setja ákveðnar kvaðir við uppbyggingu í Grafarvogi. Þar segir orðrétt: „Til að stuðla að því að nærþjónusta, matvöruverslun, geti byggst upp næstu árin samkvæmt aðalskipulagi þarf að sjá til þess að matvöruverslanir rísi ekki á nærliggjandi athafnasvæði í Gylfaflöt og Fossaleynismýri.“ Í lóðarleigusamninga á athafnasvæðinu voru í kjölfarið settir þeir skilmálar að óheimilt væri að starfrækja á lóðinni hvers konar verslanir með matvöru, svo sem stórverslanir og söluturna. Ekki verði veitt starfsleyfi af hálfu borgarinnar fyrir slíkan rekstur á þessum svæðum. Þetta var samþykkt einróma í borgaráði á sínum tíma. Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði í fréttum okkar í gærkvöld að ekki stæði til að aflétta þessum kvöðum. Þær væru ríkjandi um alla borg til að koma í veg fyrir óreiðu. Aðspurður hvort þetta skjóti skökku við hvað varðar frelsi í viðskiptum segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti D-lista í borgarstjórn, að borgaryfirvöld geti sett svona skilmála. Það tíðkist til að mynda í öðrum löndum en hann bendir á þetta hafi verið gert í verslunarkjarna uppi í Eddufelli fyrir nokkrum árum og ekki haldið. Vilhjálmi finnst að borgaryfirvöld eigi að gera sem allra minnst af þessu þó kannski sé í lagi að gera þetta til nokkura ára. Í þessu tilviki séu þau vissulega liðin. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fleiri fréttir Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Sjá meira
Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn telur fráleitt að líta svo á að hömlur sem settar voru á uppbyggingu matvöruverslana í Grafarvogi gildi enn. Engum geti dottið í hug að þær hafi átt að gilda að eilífu. Verið er að undirbúa málaferli gegn Reykjavíkurborg vegna samninga um einokun Baugs á matvöruverslun í hverfinu. Borgarráð samþykkti árið 1996 að setja ákveðnar kvaðir við uppbyggingu í Grafarvogi. Þar segir orðrétt: „Til að stuðla að því að nærþjónusta, matvöruverslun, geti byggst upp næstu árin samkvæmt aðalskipulagi þarf að sjá til þess að matvöruverslanir rísi ekki á nærliggjandi athafnasvæði í Gylfaflöt og Fossaleynismýri.“ Í lóðarleigusamninga á athafnasvæðinu voru í kjölfarið settir þeir skilmálar að óheimilt væri að starfrækja á lóðinni hvers konar verslanir með matvöru, svo sem stórverslanir og söluturna. Ekki verði veitt starfsleyfi af hálfu borgarinnar fyrir slíkan rekstur á þessum svæðum. Þetta var samþykkt einróma í borgaráði á sínum tíma. Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði í fréttum okkar í gærkvöld að ekki stæði til að aflétta þessum kvöðum. Þær væru ríkjandi um alla borg til að koma í veg fyrir óreiðu. Aðspurður hvort þetta skjóti skökku við hvað varðar frelsi í viðskiptum segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti D-lista í borgarstjórn, að borgaryfirvöld geti sett svona skilmála. Það tíðkist til að mynda í öðrum löndum en hann bendir á þetta hafi verið gert í verslunarkjarna uppi í Eddufelli fyrir nokkrum árum og ekki haldið. Vilhjálmi finnst að borgaryfirvöld eigi að gera sem allra minnst af þessu þó kannski sé í lagi að gera þetta til nokkura ára. Í þessu tilviki séu þau vissulega liðin.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fleiri fréttir Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Sjá meira