15 prósenta launahækkun hafnað 22. október 2004 00:01 Sáttatillaga ríkissáttasemjara í kennaradeilunni hefði falið í sér um 25 prósenta útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin eða ríflega 15 prósenta launahækkun fyrir velflesta kennara. Samninganefnd sveitarfélaganna samþykkti fyrir sitt leyti þessa sáttatillögu en kennarar höfnuðu henni. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar skyndilega slitnaði upp úr viðræðum gunnskólakennara og sveitarfélaga undir kvöld í gær. Vonir höfðu verið bundnar við að málamiðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari lagði fyrir deiluaðila í gær, yrði samþykkt, enda væri þar verið að fara bil beggja. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var tillaga sáttasemjara tvíþætt: Annars vegar var fjallað um vinnutímaákvæði, sem nokkur sátt ríkti um, og hins vegar launaliðinn. Það var þar sem upp úr slitnaði. Samninganefnd kennara lagði upp í þetta verkfall með kröfur sem hefðu þýtt um 30-35% kostnaðarauka fyrir sveitafélögin en fréttastofa hefur upplýsingar um það að sáttatillaga ríkissáttasemjara hafi hljóðað upp á um 25% kostnaðarauka sveitafélaganna vegna kjarasamningsins. Þá er verið að tala um heildarkostnaðarauka, með vinnutímabreytingu og tilheyrandi. Þetta hefði skilað sér í 15,5% launahækkun kennara yfir þrítugu. Rétt er að taka fram að deiluaðilar eru sammála um það markmið að hækka laun kennara undir þrítugu mun meira en annarra, enda gekk þessi sáttatillaga út frá því að þeir myndu bera meira úr bítum. Samninganefnd sveitarfélaga samþykkti þessa tillögu fyrir sitt leyti en telur sig hafa farið út á ystu nöf hvað varðar bolmagn til að fjármagna slíkan samning. Nefndin hefur nú dregið í land og ætlar ekki að gera þessa sáttatillögu að tilboði sínu í framhaldinu. Samninganefnd kennara taldi sig hins vegar alls ekki geta samþykkt þessa tillögu sáttasemjara á þeirri forsendu að kennarar myndu aldrei samþykkja hana í atkvæðagreiðslu, enda hafi tillagan ekki farið alveg bil beggja og lægi nær launahugmyndum sveitafélaganna en kennara. Að auki krefjast kennarar þess að uppsagnarákvæði verði sett inn í samninginn. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Sáttatillaga ríkissáttasemjara í kennaradeilunni hefði falið í sér um 25 prósenta útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin eða ríflega 15 prósenta launahækkun fyrir velflesta kennara. Samninganefnd sveitarfélaganna samþykkti fyrir sitt leyti þessa sáttatillögu en kennarar höfnuðu henni. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar skyndilega slitnaði upp úr viðræðum gunnskólakennara og sveitarfélaga undir kvöld í gær. Vonir höfðu verið bundnar við að málamiðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari lagði fyrir deiluaðila í gær, yrði samþykkt, enda væri þar verið að fara bil beggja. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var tillaga sáttasemjara tvíþætt: Annars vegar var fjallað um vinnutímaákvæði, sem nokkur sátt ríkti um, og hins vegar launaliðinn. Það var þar sem upp úr slitnaði. Samninganefnd kennara lagði upp í þetta verkfall með kröfur sem hefðu þýtt um 30-35% kostnaðarauka fyrir sveitafélögin en fréttastofa hefur upplýsingar um það að sáttatillaga ríkissáttasemjara hafi hljóðað upp á um 25% kostnaðarauka sveitafélaganna vegna kjarasamningsins. Þá er verið að tala um heildarkostnaðarauka, með vinnutímabreytingu og tilheyrandi. Þetta hefði skilað sér í 15,5% launahækkun kennara yfir þrítugu. Rétt er að taka fram að deiluaðilar eru sammála um það markmið að hækka laun kennara undir þrítugu mun meira en annarra, enda gekk þessi sáttatillaga út frá því að þeir myndu bera meira úr bítum. Samninganefnd sveitarfélaga samþykkti þessa tillögu fyrir sitt leyti en telur sig hafa farið út á ystu nöf hvað varðar bolmagn til að fjármagna slíkan samning. Nefndin hefur nú dregið í land og ætlar ekki að gera þessa sáttatillögu að tilboði sínu í framhaldinu. Samninganefnd kennara taldi sig hins vegar alls ekki geta samþykkt þessa tillögu sáttasemjara á þeirri forsendu að kennarar myndu aldrei samþykkja hana í atkvæðagreiðslu, enda hafi tillagan ekki farið alveg bil beggja og lægi nær launahugmyndum sveitafélaganna en kennara. Að auki krefjast kennarar þess að uppsagnarákvæði verði sett inn í samninginn.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira