15 prósenta launahækkun hafnað 22. október 2004 00:01 Sáttatillaga ríkissáttasemjara í kennaradeilunni hefði falið í sér um 25 prósenta útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin eða ríflega 15 prósenta launahækkun fyrir velflesta kennara. Samninganefnd sveitarfélaganna samþykkti fyrir sitt leyti þessa sáttatillögu en kennarar höfnuðu henni. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar skyndilega slitnaði upp úr viðræðum gunnskólakennara og sveitarfélaga undir kvöld í gær. Vonir höfðu verið bundnar við að málamiðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari lagði fyrir deiluaðila í gær, yrði samþykkt, enda væri þar verið að fara bil beggja. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var tillaga sáttasemjara tvíþætt: Annars vegar var fjallað um vinnutímaákvæði, sem nokkur sátt ríkti um, og hins vegar launaliðinn. Það var þar sem upp úr slitnaði. Samninganefnd kennara lagði upp í þetta verkfall með kröfur sem hefðu þýtt um 30-35% kostnaðarauka fyrir sveitafélögin en fréttastofa hefur upplýsingar um það að sáttatillaga ríkissáttasemjara hafi hljóðað upp á um 25% kostnaðarauka sveitafélaganna vegna kjarasamningsins. Þá er verið að tala um heildarkostnaðarauka, með vinnutímabreytingu og tilheyrandi. Þetta hefði skilað sér í 15,5% launahækkun kennara yfir þrítugu. Rétt er að taka fram að deiluaðilar eru sammála um það markmið að hækka laun kennara undir þrítugu mun meira en annarra, enda gekk þessi sáttatillaga út frá því að þeir myndu bera meira úr bítum. Samninganefnd sveitarfélaga samþykkti þessa tillögu fyrir sitt leyti en telur sig hafa farið út á ystu nöf hvað varðar bolmagn til að fjármagna slíkan samning. Nefndin hefur nú dregið í land og ætlar ekki að gera þessa sáttatillögu að tilboði sínu í framhaldinu. Samninganefnd kennara taldi sig hins vegar alls ekki geta samþykkt þessa tillögu sáttasemjara á þeirri forsendu að kennarar myndu aldrei samþykkja hana í atkvæðagreiðslu, enda hafi tillagan ekki farið alveg bil beggja og lægi nær launahugmyndum sveitafélaganna en kennara. Að auki krefjast kennarar þess að uppsagnarákvæði verði sett inn í samninginn. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Sáttatillaga ríkissáttasemjara í kennaradeilunni hefði falið í sér um 25 prósenta útgjaldaauka fyrir sveitarfélögin eða ríflega 15 prósenta launahækkun fyrir velflesta kennara. Samninganefnd sveitarfélaganna samþykkti fyrir sitt leyti þessa sáttatillögu en kennarar höfnuðu henni. Það kom mörgum í opna skjöldu þegar skyndilega slitnaði upp úr viðræðum gunnskólakennara og sveitarfélaga undir kvöld í gær. Vonir höfðu verið bundnar við að málamiðlunartillaga, sem ríkissáttasemjari lagði fyrir deiluaðila í gær, yrði samþykkt, enda væri þar verið að fara bil beggja. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var tillaga sáttasemjara tvíþætt: Annars vegar var fjallað um vinnutímaákvæði, sem nokkur sátt ríkti um, og hins vegar launaliðinn. Það var þar sem upp úr slitnaði. Samninganefnd kennara lagði upp í þetta verkfall með kröfur sem hefðu þýtt um 30-35% kostnaðarauka fyrir sveitafélögin en fréttastofa hefur upplýsingar um það að sáttatillaga ríkissáttasemjara hafi hljóðað upp á um 25% kostnaðarauka sveitafélaganna vegna kjarasamningsins. Þá er verið að tala um heildarkostnaðarauka, með vinnutímabreytingu og tilheyrandi. Þetta hefði skilað sér í 15,5% launahækkun kennara yfir þrítugu. Rétt er að taka fram að deiluaðilar eru sammála um það markmið að hækka laun kennara undir þrítugu mun meira en annarra, enda gekk þessi sáttatillaga út frá því að þeir myndu bera meira úr bítum. Samninganefnd sveitarfélaga samþykkti þessa tillögu fyrir sitt leyti en telur sig hafa farið út á ystu nöf hvað varðar bolmagn til að fjármagna slíkan samning. Nefndin hefur nú dregið í land og ætlar ekki að gera þessa sáttatillögu að tilboði sínu í framhaldinu. Samninganefnd kennara taldi sig hins vegar alls ekki geta samþykkt þessa tillögu sáttasemjara á þeirri forsendu að kennarar myndu aldrei samþykkja hana í atkvæðagreiðslu, enda hafi tillagan ekki farið alveg bil beggja og lægi nær launahugmyndum sveitafélaganna en kennara. Að auki krefjast kennarar þess að uppsagnarákvæði verði sett inn í samninginn.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira