Titringur í borgarstjórn 2. nóvember 2004 00:01 Titringur er í borgarstjórn vegna aðildar Þórólfs Árnasonar borgarstjóra að samráði olíufélaganna. R-listinn lýsti fullu trausti á Þórólf í dag en fulltrúar í minnihlutanum hafa efasemdir um framtíð hans í borgarstjórastólnum. Þórólfur segist eiga málið við eigin samvisku. Þórólfur Árnason borgarstjóri boðaði fulltrúa R-listans á fund í dag til þess að ræða meðal annars stöðu sína í kjölfar skýrslu Samkeppnisráðs um ólöglegt samráð olíufélaganna. Titringur er í borgarstjórn vegna málsins og hafa spurningar vaknað um það hvort borgarstjóra sé stætt á því að gegna embættinu áfram. Minnihluti Sjálfstæðisflokksins sagði skýrslu samkeppnisráðs ljóta skýrslu og óumdeilt væri að olíufélögin hefðu farið illa með borgina. Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna, minnti á samþykkt borgarráðs frá því í fyrra þar sem fram kemur að kanna þyrfti bótaskylduna ef í ljós kæmi að borgarfyrirtæki hefðu verið hlunnfarin. Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi R-listns, líkti ásökunum á hendur borgarstjóra vegna samráðs olíufélaganna við galdraofsóknir. Eftir fundinn í Ráðhúsinu sagði Þórólfur að ekkert hefði í raun breyst í kjölfar skýrslu samkeppnisráðs og aðspurður um framtíð sína innan R-listans sagði hann það ótímabæra spurningu. Hann hafi alltaf sagt að það sé seinni tíma mál. Borgarstjóri kveðst aldrei hafa íhugað að segja af sér vegna málsins og segir það ekki í sínum verkahring að svara fyrir olíufélögin, aðeins fyrir sinn þátt sem hann segist hafa gert. Anna Kristinsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks R-listans, sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu gagnvart Þórólfi og að einhugur væri um það innan flokksins að hann bæri fullt traust til borgarstjóra. Aðeins klukkustund áður en R-listinn lýsti fullum stuðningi við Þórólf sagði Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar að ýmislegt hefði breyst frá því borgarstjóri skýrði sinn þátt í samráði olíufélaganna í fyrra. Nú þegar lokaskýrslan liggur fyrir er nokkuð ný staða komin upp að mati Árna Þórs og því þurfi að fara rækilega yfir málin. Þórólfur segir að fram hafi komið á fundinum að engan skugga bæri á samstarf R-listans og hann væri þakklátur fyrir það. Hann segist eiga málið við eigin samvisku en hann sé samur maður. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Titringur er í borgarstjórn vegna aðildar Þórólfs Árnasonar borgarstjóra að samráði olíufélaganna. R-listinn lýsti fullu trausti á Þórólf í dag en fulltrúar í minnihlutanum hafa efasemdir um framtíð hans í borgarstjórastólnum. Þórólfur segist eiga málið við eigin samvisku. Þórólfur Árnason borgarstjóri boðaði fulltrúa R-listans á fund í dag til þess að ræða meðal annars stöðu sína í kjölfar skýrslu Samkeppnisráðs um ólöglegt samráð olíufélaganna. Titringur er í borgarstjórn vegna málsins og hafa spurningar vaknað um það hvort borgarstjóra sé stætt á því að gegna embættinu áfram. Minnihluti Sjálfstæðisflokksins sagði skýrslu samkeppnisráðs ljóta skýrslu og óumdeilt væri að olíufélögin hefðu farið illa með borgina. Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna, minnti á samþykkt borgarráðs frá því í fyrra þar sem fram kemur að kanna þyrfti bótaskylduna ef í ljós kæmi að borgarfyrirtæki hefðu verið hlunnfarin. Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi R-listns, líkti ásökunum á hendur borgarstjóra vegna samráðs olíufélaganna við galdraofsóknir. Eftir fundinn í Ráðhúsinu sagði Þórólfur að ekkert hefði í raun breyst í kjölfar skýrslu samkeppnisráðs og aðspurður um framtíð sína innan R-listans sagði hann það ótímabæra spurningu. Hann hafi alltaf sagt að það sé seinni tíma mál. Borgarstjóri kveðst aldrei hafa íhugað að segja af sér vegna málsins og segir það ekki í sínum verkahring að svara fyrir olíufélögin, aðeins fyrir sinn þátt sem hann segist hafa gert. Anna Kristinsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks R-listans, sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu gagnvart Þórólfi og að einhugur væri um það innan flokksins að hann bæri fullt traust til borgarstjóra. Aðeins klukkustund áður en R-listinn lýsti fullum stuðningi við Þórólf sagði Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar að ýmislegt hefði breyst frá því borgarstjóri skýrði sinn þátt í samráði olíufélaganna í fyrra. Nú þegar lokaskýrslan liggur fyrir er nokkuð ný staða komin upp að mati Árna Þórs og því þurfi að fara rækilega yfir málin. Þórólfur segir að fram hafi komið á fundinum að engan skugga bæri á samstarf R-listans og hann væri þakklátur fyrir það. Hann segist eiga málið við eigin samvisku en hann sé samur maður.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira