Þetta er algjört rugl 1. desember 2004 00:01 Leikur Þórs og Fram, sem var leikinn síðastliðinn laugardag, hefur svo sannarlega dregið dilk á eftir sér. Upp úr sauð undir lok leiksins og í kjölfarið var Framarinn Ingólfur Axelsson dæmdur í fjögurra leikja bann og tveir aðrir leikmenn fengu þrjú refsistig. Þór fékk þar að auki 25 þúsund króna sekt vegna hegðunar áhorfanda og ónógrar öryggisgæslu þar sem leikmönnum var ekki tryggð greið leið að búningsherbergjum. Bæði félög eru verulega ósátt við dóminn og sér ekki fyrir endann á þessu máli. "Þetta er algjört rugl," sagði Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, og vitnaði hann þar til bannsins sem Ingólfur fékk. Aganefnd HSÍ gaf Ingólfi tíu refsistig fyrir framkomu sína en leikmenn fá tíu refsistig fyrir ofbeldi utan vallar, fyrir, eftir og á meðan leik stendur. Að sögn vitna, og Ingólfs sjálfs, stjakaði Ingólfur við leikmanni 3. flokks Þórs, sem öskraði svívirðingar að honum, á leið sinni til búningsherbergja eftir að hafa fengið rautt spjald í leiknum. "Aganefndin virðist dæma út frá dómaraskýrslunni og það er furðulegt því dómararnir sögðu við mig persónulega að þar stæði ekkert sem gæfi tilefni til svona langs banns," sagði Ólafur. Fréttablaðið hafði samband við Bjarna Viggósson, annan dómara leiksins, og hann sagði að dómarar mættu ekki tjá sig um leiki við fjölmiðla. Ólafur er ekki bara ósáttur við bann Ingólfs heldur hefði hann líka viljað sjá harðar tekið á Þórsurunum. "Þeir voru búnir að fá aðvörun og fá 25 þúsund króna sekt núna. Aganefndin er búin að setja fordæmi fyrir önnur félög með þessum dómi. Núna er hægt að haga sér eins og vitleysingur í íþróttahúsum landsins og komast upp með það. Ég hefði viljað sjá 100 þúsund króna sekt á Þór sem og heimaleikjabann," sagði Ólafur sem ætlar að kæra dóminn þó það sé ekki hægt. Fyrst til HSÍ og að lokum til ÍSÍ. Þórsarar eru ekki sáttir við sektina sem þeir fengu og skilja ekki af hverju þeir fengu hana. Skapti Hallgrímsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, hafði lítið um málið að segja er eftir því var leitað en sagði þó eftirfarandi: "Ég er búinn að skrifa greinargerð til HSÍ því ég vil gjarnan fá nánari skýringar á því á hverju dómurinn er byggður. Við erum mjög ósáttir. Þetta er ekki í samræmi við annað og þetta mál er stormur í vatnsglasi. Niðurstaðan er alveg óskiljanleg. Sektin og refsistigin sem okkar maður fær er óskiljanlegt," sagði Skapti. Íslenski handboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Sjá meira
Leikur Þórs og Fram, sem var leikinn síðastliðinn laugardag, hefur svo sannarlega dregið dilk á eftir sér. Upp úr sauð undir lok leiksins og í kjölfarið var Framarinn Ingólfur Axelsson dæmdur í fjögurra leikja bann og tveir aðrir leikmenn fengu þrjú refsistig. Þór fékk þar að auki 25 þúsund króna sekt vegna hegðunar áhorfanda og ónógrar öryggisgæslu þar sem leikmönnum var ekki tryggð greið leið að búningsherbergjum. Bæði félög eru verulega ósátt við dóminn og sér ekki fyrir endann á þessu máli. "Þetta er algjört rugl," sagði Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, og vitnaði hann þar til bannsins sem Ingólfur fékk. Aganefnd HSÍ gaf Ingólfi tíu refsistig fyrir framkomu sína en leikmenn fá tíu refsistig fyrir ofbeldi utan vallar, fyrir, eftir og á meðan leik stendur. Að sögn vitna, og Ingólfs sjálfs, stjakaði Ingólfur við leikmanni 3. flokks Þórs, sem öskraði svívirðingar að honum, á leið sinni til búningsherbergja eftir að hafa fengið rautt spjald í leiknum. "Aganefndin virðist dæma út frá dómaraskýrslunni og það er furðulegt því dómararnir sögðu við mig persónulega að þar stæði ekkert sem gæfi tilefni til svona langs banns," sagði Ólafur. Fréttablaðið hafði samband við Bjarna Viggósson, annan dómara leiksins, og hann sagði að dómarar mættu ekki tjá sig um leiki við fjölmiðla. Ólafur er ekki bara ósáttur við bann Ingólfs heldur hefði hann líka viljað sjá harðar tekið á Þórsurunum. "Þeir voru búnir að fá aðvörun og fá 25 þúsund króna sekt núna. Aganefndin er búin að setja fordæmi fyrir önnur félög með þessum dómi. Núna er hægt að haga sér eins og vitleysingur í íþróttahúsum landsins og komast upp með það. Ég hefði viljað sjá 100 þúsund króna sekt á Þór sem og heimaleikjabann," sagði Ólafur sem ætlar að kæra dóminn þó það sé ekki hægt. Fyrst til HSÍ og að lokum til ÍSÍ. Þórsarar eru ekki sáttir við sektina sem þeir fengu og skilja ekki af hverju þeir fengu hana. Skapti Hallgrímsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, hafði lítið um málið að segja er eftir því var leitað en sagði þó eftirfarandi: "Ég er búinn að skrifa greinargerð til HSÍ því ég vil gjarnan fá nánari skýringar á því á hverju dómurinn er byggður. Við erum mjög ósáttir. Þetta er ekki í samræmi við annað og þetta mál er stormur í vatnsglasi. Niðurstaðan er alveg óskiljanleg. Sektin og refsistigin sem okkar maður fær er óskiljanlegt," sagði Skapti.
Íslenski handboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Sjá meira