R-listinn hækkar gjöld á borgarbúa 3. desember 2004 00:01 R-listinn hefur samþykkt að hækka ýmiss gjöld sem snúa að sorphirðu, frístundarmálum, félagsþjónustu og menningarmálum. Borgarráð samþykkti á fimmtudaginn að hækka sorphirðugjald fyrir heimili um 30 prósent. Samkvæmt því mun til dæmis gjald fyrir vikulega tæmingu á ruslatunnu hækka úr 7.478 krónum á ári í 9.700 krónur. Gjaldið er hækkað til að það standi undir meðalraunkostnaði við meðhöndlun úrgangs að því er fram kemur í bréfi forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Borgaryfirvöld samþykktu líka að hækka gjald fyrir hverja unna vinnustund í heimaþjónustu úr 350 krónum 500 krónur eða um rúm 40 prósent. "Það er um verulegar hækkanir að ræða og meiri en við höfum séð oftast áður," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. "Þessar hækkanir eru að vissu leyti afleiðing veikrar fjármálastjórnar R-listans á undanförnum árum. Þetta er ein leiðin, ásamt miklum skattahækkunum, að mæta þeim fjárhagsvanda sem R-listinn stendur frammi fyrir." Gjaldskrá í sundlaugar Reykjavíkur verður hækkuð að jafnaði um tíu prósent. Þannig hækkar stakt gjald fyrir fullorðna úr 230 krónum í 250 krónur og fyrir börn úr 100 krónum í 110 krónur. Tíu miða kort hækkar úr 1.650 krónum í 1.900 krónur og árskort úr 19.500 krónum í 21.500 krónur. Á höfuðborgarsvæðinu er dýrast að fara í sund í Reykjavík. R-listinn hefur samþykkt að hækka gjald fyrir barn í frístundarheimili úr 6.500 krónum á mánuði í 7.150. Frístundarheimili bjóða sex til níu ára börnum upp á tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi lýkur. Meirihluti borgarstjórnar hefur einnig samþykkt að hækka gjaldskrá skólahljómsveita og bókasafna. Gjald vegna grunnáms barns í skólahljómsveit fyrir veturinn hækkar úr 14.000 krónum í 15.000. Bókasafnsskírteini fyrir fullorðan hækkar úr 1.000 krónum á ári í 1.200 krónur. Í bréfi frá menningarmálastjóra kemur fram að gjaldið hafi ekki hækkað í þrjú ár. Þá hækkar aðgangseyrir í Árbæjarsafn úr 500 krónum í 600 krónur. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
R-listinn hefur samþykkt að hækka ýmiss gjöld sem snúa að sorphirðu, frístundarmálum, félagsþjónustu og menningarmálum. Borgarráð samþykkti á fimmtudaginn að hækka sorphirðugjald fyrir heimili um 30 prósent. Samkvæmt því mun til dæmis gjald fyrir vikulega tæmingu á ruslatunnu hækka úr 7.478 krónum á ári í 9.700 krónur. Gjaldið er hækkað til að það standi undir meðalraunkostnaði við meðhöndlun úrgangs að því er fram kemur í bréfi forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Borgaryfirvöld samþykktu líka að hækka gjald fyrir hverja unna vinnustund í heimaþjónustu úr 350 krónum 500 krónur eða um rúm 40 prósent. "Það er um verulegar hækkanir að ræða og meiri en við höfum séð oftast áður," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. "Þessar hækkanir eru að vissu leyti afleiðing veikrar fjármálastjórnar R-listans á undanförnum árum. Þetta er ein leiðin, ásamt miklum skattahækkunum, að mæta þeim fjárhagsvanda sem R-listinn stendur frammi fyrir." Gjaldskrá í sundlaugar Reykjavíkur verður hækkuð að jafnaði um tíu prósent. Þannig hækkar stakt gjald fyrir fullorðna úr 230 krónum í 250 krónur og fyrir börn úr 100 krónum í 110 krónur. Tíu miða kort hækkar úr 1.650 krónum í 1.900 krónur og árskort úr 19.500 krónum í 21.500 krónur. Á höfuðborgarsvæðinu er dýrast að fara í sund í Reykjavík. R-listinn hefur samþykkt að hækka gjald fyrir barn í frístundarheimili úr 6.500 krónum á mánuði í 7.150. Frístundarheimili bjóða sex til níu ára börnum upp á tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi lýkur. Meirihluti borgarstjórnar hefur einnig samþykkt að hækka gjaldskrá skólahljómsveita og bókasafna. Gjald vegna grunnáms barns í skólahljómsveit fyrir veturinn hækkar úr 14.000 krónum í 15.000. Bókasafnsskírteini fyrir fullorðan hækkar úr 1.000 krónum á ári í 1.200 krónur. Í bréfi frá menningarmálastjóra kemur fram að gjaldið hafi ekki hækkað í þrjú ár. Þá hækkar aðgangseyrir í Árbæjarsafn úr 500 krónum í 600 krónur.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira