Óábyrgt að hækka ekki skatta 7. desember 2004 00:01 Það væri óábyrgt að hækka ekki skatta til að auka tekjur borgarinnar og tryggja borgarbúum aukna þjónustu, segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Merki um óráðsíu og það óefni sem R-listinn er kominn í segja Sjálfstæðismenn í borgarstjórn. Steinunn Valdís mælti í dag fyrir fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2005. Hún sagði að mörku að hyggja í stóru sveitarfélagi og undirstrikaði að borgarbúar skynjuðu þá ábyrgð sem þeim væri falin. Þrátt fyrir ábyrga stjórnun í rekstri borgarinnar væru ýmis teikn á lofti sem taka bæri alvarlega og kölluðu á aðhald. Steinunn sagði að það hefði ekki reynst erfið ákvörðun að hækka útsvar og fasteignaskatt. Þetta snerist einfaldlega um ábyrgð og festu í fjármálum. Sveitarfélögin hafi verið í viðræðum við ríkið um aukna tekjustofna og ríkið hafi bent á að þau hafi ekki fullnýtt tekjustofnana. „Við erum að taka við fjölmörgum verkefnum og auka þjónustu og því væri það ábyrgðarleysi að auka ekki tekjur sínar eins og við erum að gera nú,“ sagði borgarstjóri. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, sagðist gefa lítið fyrir svona málflutning. R-listinn hefði komið sér í slík óefni vegna óráðsíu í fjármálum og vegna aukinnar skuldasöfnunar. „Ef hann hefði hagað sér þokkalega í fjármálastjórninni á undanförnum árum hefði hann ekki þurft að nýta þessa heimild,“ sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur sagði skattahækkanir skjóta skökku við því árið 2002 hafi þáverandi borgarstjóri lofað að hækka ekki álögur á borgarbúa á næstu fjórum árum vegna skuldasöfnunar. Steinunn Valdís segir forsendur hafa breyst síðan þá. Ýmislegt hafi breyst sem á þeim tíma hafi ekki verið fyrirséð, t.d. aukning einkahlutafélaga og hækkun húsaleigubóta sem hafi komið verulega illa við Reykjavíkurborg. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Það væri óábyrgt að hækka ekki skatta til að auka tekjur borgarinnar og tryggja borgarbúum aukna þjónustu, segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Merki um óráðsíu og það óefni sem R-listinn er kominn í segja Sjálfstæðismenn í borgarstjórn. Steinunn Valdís mælti í dag fyrir fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2005. Hún sagði að mörku að hyggja í stóru sveitarfélagi og undirstrikaði að borgarbúar skynjuðu þá ábyrgð sem þeim væri falin. Þrátt fyrir ábyrga stjórnun í rekstri borgarinnar væru ýmis teikn á lofti sem taka bæri alvarlega og kölluðu á aðhald. Steinunn sagði að það hefði ekki reynst erfið ákvörðun að hækka útsvar og fasteignaskatt. Þetta snerist einfaldlega um ábyrgð og festu í fjármálum. Sveitarfélögin hafi verið í viðræðum við ríkið um aukna tekjustofna og ríkið hafi bent á að þau hafi ekki fullnýtt tekjustofnana. „Við erum að taka við fjölmörgum verkefnum og auka þjónustu og því væri það ábyrgðarleysi að auka ekki tekjur sínar eins og við erum að gera nú,“ sagði borgarstjóri. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, sagðist gefa lítið fyrir svona málflutning. R-listinn hefði komið sér í slík óefni vegna óráðsíu í fjármálum og vegna aukinnar skuldasöfnunar. „Ef hann hefði hagað sér þokkalega í fjármálastjórninni á undanförnum árum hefði hann ekki þurft að nýta þessa heimild,“ sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur sagði skattahækkanir skjóta skökku við því árið 2002 hafi þáverandi borgarstjóri lofað að hækka ekki álögur á borgarbúa á næstu fjórum árum vegna skuldasöfnunar. Steinunn Valdís segir forsendur hafa breyst síðan þá. Ýmislegt hafi breyst sem á þeim tíma hafi ekki verið fyrirséð, t.d. aukning einkahlutafélaga og hækkun húsaleigubóta sem hafi komið verulega illa við Reykjavíkurborg.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira