Samstarfsmaður Zarqawis drepinn

Náinn samstarfsmaður hryðjuverkamannsins alræmda Abu Musabs al-Zarqawis hefur verið drepinn af írökskum öryggissveitum að sögn Iyads Alllawis, forsætisráðherra bráðbirgðastjórnarinnar í Írak. Maðurinn, Hassan Ibrahim Farhan að nafni, er meðlimur al-Kaída hryðjuverkasamtakanna og er sagður hafa staðið fyrir fjölda mannnrána og aftaka í Írak að undanförnu. Allawi gaf ekki upp hvar eða hvenær Farhan var drepinn en sagði að tveir samstarfsmenn hans hefðu verið handteknir á sama tíma.