Reykjanesbrautin ekki breikkuð? 17. desember 2004 00:01 Bæjarstjórn Garðabæjar hefur hafnað því að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi til að breikka Reykjanesbraut samkvæmt fyrirliggjandi tillögum. Bæjarstjórinn segir meðal annars hljóðmanir of háar en fundur verði með hagmunaðilum í næstu viku. Bæjarstjórinn efast ekki um að brautin verði breikkuð. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri lagði fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi þar sem lagt var til að fallast ekki á framkvæmdaleyfi fyrir Vegagerðina vegna breikkunar Reykjanesbrautar í landi Garðabæjar, samkvæmt þeim tillögum sem fyrir liggja. Ásdís Halla segir þær tillögur sem lágu fyrir frá Vegagerðinni mun betri en þær sem voru uppi á borðinu fyrir ári. Þá þurfi viðkomandi ráðherrar og þingmenn að leggja mat á málið, enda komi það í þeirra hlut að veita fjármunum til verksins. Ljóst sé að breyta þurfi þeim hugmyndum sem fyrir liggja. Sumar hljóðmanirnar séu t.d. enn of háar og spurning sé hvort vegurinn verði lækkaður. Ásdís segir töluverðan mun vera á kostnaðaráætlunum fyrir það verk, eða allt frá 500 til 1200 milljónir. Með lækkun brautarinnar opnast möguleiki á að leggja hana í stokk en Ásdís Halla segir ekki kröfu um slíkt núna, hvað sem verði síðar, til dæmis eftir einhverja áratugi en slíkt kosti um fjóra milljarða króna. Hún segir að samgönguráðherra ætli að boða í næstu viku til fundar með bæjaryfirvöldum, umhverfisráðherra, Vegagerðinni og þingmönnum kjördæmisins um framhaldið. Ásdís efast þrátt fyrir allt ekki um að Reykjanesbrautin verði breikkuð því hún gegni það miklu lykilhlutverki á höfuðborgarsvæðinu - það sé aðeins spurning með hvaða hætti það verði gert. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Bæjarstjórn Garðabæjar hefur hafnað því að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi til að breikka Reykjanesbraut samkvæmt fyrirliggjandi tillögum. Bæjarstjórinn segir meðal annars hljóðmanir of háar en fundur verði með hagmunaðilum í næstu viku. Bæjarstjórinn efast ekki um að brautin verði breikkuð. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri lagði fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi þar sem lagt var til að fallast ekki á framkvæmdaleyfi fyrir Vegagerðina vegna breikkunar Reykjanesbrautar í landi Garðabæjar, samkvæmt þeim tillögum sem fyrir liggja. Ásdís Halla segir þær tillögur sem lágu fyrir frá Vegagerðinni mun betri en þær sem voru uppi á borðinu fyrir ári. Þá þurfi viðkomandi ráðherrar og þingmenn að leggja mat á málið, enda komi það í þeirra hlut að veita fjármunum til verksins. Ljóst sé að breyta þurfi þeim hugmyndum sem fyrir liggja. Sumar hljóðmanirnar séu t.d. enn of háar og spurning sé hvort vegurinn verði lækkaður. Ásdís segir töluverðan mun vera á kostnaðaráætlunum fyrir það verk, eða allt frá 500 til 1200 milljónir. Með lækkun brautarinnar opnast möguleiki á að leggja hana í stokk en Ásdís Halla segir ekki kröfu um slíkt núna, hvað sem verði síðar, til dæmis eftir einhverja áratugi en slíkt kosti um fjóra milljarða króna. Hún segir að samgönguráðherra ætli að boða í næstu viku til fundar með bæjaryfirvöldum, umhverfisráðherra, Vegagerðinni og þingmönnum kjördæmisins um framhaldið. Ásdís efast þrátt fyrir allt ekki um að Reykjanesbrautin verði breikkuð því hún gegni það miklu lykilhlutverki á höfuðborgarsvæðinu - það sé aðeins spurning með hvaða hætti það verði gert.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira