Innanlandsflugið til Keflavíkur 3. febrúar 2005 00:01 Helgi Hjörvar, vararborgarfulltrúi R-listans og þingmaður Samfylkingarinnar, segir að engin sátt muni skapast um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri og eina raunhæfa leiðin sé sú að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir borgarstjóra hafa stigið jákvætt skref með yfirlýsingu sinni í gær. Nú eigi menn að einhenda sér í málið og lenda því með sátt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær afar mikilvægt að ríki og borg næðu sátt um framtíð Vatnsmýrar og að einhvers konar flugstarfsemi gæti farið þar fram, hugsanlega í minnkaðri mynd. Um leið myndi vera þar íbúða- og atvinnubyggð. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir þetta mjög jákvætt skref því hingað til hafi verið umræðan frekar snúist um að flugvöllurinn ætti hreinlega að fara. Hann segir líka að nást verði sátt um málið. Samgönguráðherra býður fram þá sátt að minnstu flugbrautinni verði lokað en áfram verði tvær brautir. Í tillögum sem hann kynnti fyrir fjórum árum var miðað við að einkaflugið færi burt, öll flugvallarstarfsemi yrði flutt á eitt svæði austan brauta og flugstöð sem jafnframt yrði umferðarmiðstöð risi við Loftleiðahótelið. Þar yrði skrifstofu- og þjónustukjarni, Landhelgigæslan yrði áfram á sínum stað en flugvöllurinn myndi gefa eftir svæði undir nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði, svæðið þar sem afgreiðsla innanlandsflugsins er nú færi bæði undir háskólstarfsemi og íbúðir, og svæði sunnan Landspítalans undir marghliða starfsemi. Svo virðist sem sátt sé að nást milli ríkis og borgar um samgöngumiðstöð við Loftleiðahótelið. En mun sátt nást um völl með tveimur flugbrautum? Helgi Hjörvar segir svo ekki vera og það hafi þegar legið fyrir. Hann telur raunhæfustu og einföldusti leiðina vera þá að innanlandsflugið fari allt til Keflavíkur, m.a. vegna þess að Íslendingar séu að taka við rekstri millilandaflugvallarins þar af Bandaríkjamönnum. Flutningur til Keflavíkur myndi þýða 35 prósenta samdrátt innanlandsflugs að mati Flugfélags Íslands og segist Jón Karl þá ekki sjá rekstrargrundvöll fyrir fluginu. Helgi rifjar upp að hann hafi fyrir fimm árum talað fyrir hugmynd um eina braut en því hafi flugrekendur hafnað. Jón Karl segir það ekki hægt því það sé eins og að reka hálfan flugvöll sem ekki gangi eftir með hliðsjón af margbreytilegum vindáttum á svæðinu. Það væri hins vegar hægt að taka þriðju brautina sem er á vellinum og byggja þannig nær flugvellinum. Einnig væri mögulegt að lengja eða stytta brautir og því ýmsir möguleikar í stöðunni. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Helgi Hjörvar, vararborgarfulltrúi R-listans og þingmaður Samfylkingarinnar, segir að engin sátt muni skapast um Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri og eina raunhæfa leiðin sé sú að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir borgarstjóra hafa stigið jákvætt skref með yfirlýsingu sinni í gær. Nú eigi menn að einhenda sér í málið og lenda því með sátt. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær afar mikilvægt að ríki og borg næðu sátt um framtíð Vatnsmýrar og að einhvers konar flugstarfsemi gæti farið þar fram, hugsanlega í minnkaðri mynd. Um leið myndi vera þar íbúða- og atvinnubyggð. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir þetta mjög jákvætt skref því hingað til hafi verið umræðan frekar snúist um að flugvöllurinn ætti hreinlega að fara. Hann segir líka að nást verði sátt um málið. Samgönguráðherra býður fram þá sátt að minnstu flugbrautinni verði lokað en áfram verði tvær brautir. Í tillögum sem hann kynnti fyrir fjórum árum var miðað við að einkaflugið færi burt, öll flugvallarstarfsemi yrði flutt á eitt svæði austan brauta og flugstöð sem jafnframt yrði umferðarmiðstöð risi við Loftleiðahótelið. Þar yrði skrifstofu- og þjónustukjarni, Landhelgigæslan yrði áfram á sínum stað en flugvöllurinn myndi gefa eftir svæði undir nýtt íbúðahverfi í Skerjafirði, svæðið þar sem afgreiðsla innanlandsflugsins er nú færi bæði undir háskólstarfsemi og íbúðir, og svæði sunnan Landspítalans undir marghliða starfsemi. Svo virðist sem sátt sé að nást milli ríkis og borgar um samgöngumiðstöð við Loftleiðahótelið. En mun sátt nást um völl með tveimur flugbrautum? Helgi Hjörvar segir svo ekki vera og það hafi þegar legið fyrir. Hann telur raunhæfustu og einföldusti leiðina vera þá að innanlandsflugið fari allt til Keflavíkur, m.a. vegna þess að Íslendingar séu að taka við rekstri millilandaflugvallarins þar af Bandaríkjamönnum. Flutningur til Keflavíkur myndi þýða 35 prósenta samdrátt innanlandsflugs að mati Flugfélags Íslands og segist Jón Karl þá ekki sjá rekstrargrundvöll fyrir fluginu. Helgi rifjar upp að hann hafi fyrir fimm árum talað fyrir hugmynd um eina braut en því hafi flugrekendur hafnað. Jón Karl segir það ekki hægt því það sé eins og að reka hálfan flugvöll sem ekki gangi eftir með hliðsjón af margbreytilegum vindáttum á svæðinu. Það væri hins vegar hægt að taka þriðju brautina sem er á vellinum og byggja þannig nær flugvellinum. Einnig væri mögulegt að lengja eða stytta brautir og því ýmsir möguleikar í stöðunni.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira