Skortir grunnþekkingu varnarleiks 3. febrúar 2005 00:01 Jóhann Ingi Gunnarsson, formaður landsliðsnefndar HSÍ, segir flesta íslenska leikmenn eiga margt eftir ólært og skorti jafnvel grunnþekkingu um hvernig spila á vörn. "Það er spilaður mjög kerfisbundinn leikur í íslenskum handbolta og í varnarþjálfun sem slíkri er mikið lagt upp úr taktíkinni þar sem áherslan er á að æfa leikaðferðir. Það vantar að þjálfa leikmenn miskunnarlaust einn á móti einum og kenna mönnum hvernig þeir eiga að standa í vörn. Það er ljótt að segja það en ég er að sjá landsliðsmenn sem kunna það ekki,” segir Jóhann Ingi, sem sjálfur þjálfaði landslið Íslands á sínum tíma sem og þýsku stórliðin Essen og Kiel og ætti því að vita hvað hann syngur. Jóhann Ingi vill þó ekki ganga svo langt að segja að íslenskir leikmenn kunni ekki að spila vörn. “Það eru hins vegar margir sem eiga margt eftir ólært og skortir jafnvel grunnþekkingu í varnarleik.” Menn vita ekki sitt hlutverk Jóhann Ingi kveðst ekki geta kortlagt nákvæmlega hvar ábyrgðin liggur en segir ferlið ná langt aftur. “Þetta byrjar neðst niðri og menn marka sér ákveðna stefnu í þessum málum. Auðvitað verður hvert félag og hver þjálfari að mynda sér ákveðna afstöðu á hvað skuli leggja áherslu á en það þarf að sinna öllum þáttum handboltans. Menn þurfa að fara að hugsa hversu stórum hluta þjálfunarinnar þeir vilji verja í varnarþjálfun og þetta verður að byrja í yngri flokkunum,” segir Jóhann Ingi en minnir jafnframt á að þjálfarar eru eins misjafnir og þeir eru margir. “Þorbjörn Jensson var til dæmis heldur varnarsinnaður en Viggó Sigurðsson er meiri sóknarþjálfari, rétt eins og Bogdan Kowalczyk sem var ekki góður varnarþjálfari í mínum huga. Svona er þetta misjafnt; þegar ég þjálfaði sjálfur lagði ég meiri áherslu á sókn en vörn,” segir Jóhann Ingi en leggur áherslu á að það verði að huga að varnarþjálfun. “Viggó Sigurðsson sagði sjálfur í gær að nú þyrfti hann að fara að leita að varnarleiðtoga því hann væri ekki til. Þetta er mikið áhyggjuefni. Við eigum ekki góða varnarmenn og það hlýtur bara að þýða það að áherslan á vörnina hefur verið í orði en ekki á borði. Annars værum við að spila betri vörn. Menn er ekki einu sinni með á hreinu hvert hlutverk þeirra í vörninni er,” segir Jóhann Ingi en bendir á að það sé ekki hlutverk landsliðsþjálfara að kenna mönnum að spila vörn. “Landsliðsþjálfari á að ákveða hvaða vörn á að spila og hver hlutverk manna í vörninni er. Ekki að kenna þeim að spila vörn. Lélegur varnarleikur hefur verið helsta skýringin á því hvernig fór fyrir íslenska liðinu í Túnis og nú þurfa menn að hugsa um hvernig hægt er að laga það. Ég hef fulla trú á að Viggó komi með einhverjar hugmyndir um hvernig hægt er að gera það, hvort sem hann gerir það einn eða fær einhverja fleiri með sér í verkið.” Íslenski handboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Jóhann Ingi Gunnarsson, formaður landsliðsnefndar HSÍ, segir flesta íslenska leikmenn eiga margt eftir ólært og skorti jafnvel grunnþekkingu um hvernig spila á vörn. "Það er spilaður mjög kerfisbundinn leikur í íslenskum handbolta og í varnarþjálfun sem slíkri er mikið lagt upp úr taktíkinni þar sem áherslan er á að æfa leikaðferðir. Það vantar að þjálfa leikmenn miskunnarlaust einn á móti einum og kenna mönnum hvernig þeir eiga að standa í vörn. Það er ljótt að segja það en ég er að sjá landsliðsmenn sem kunna það ekki,” segir Jóhann Ingi, sem sjálfur þjálfaði landslið Íslands á sínum tíma sem og þýsku stórliðin Essen og Kiel og ætti því að vita hvað hann syngur. Jóhann Ingi vill þó ekki ganga svo langt að segja að íslenskir leikmenn kunni ekki að spila vörn. “Það eru hins vegar margir sem eiga margt eftir ólært og skortir jafnvel grunnþekkingu í varnarleik.” Menn vita ekki sitt hlutverk Jóhann Ingi kveðst ekki geta kortlagt nákvæmlega hvar ábyrgðin liggur en segir ferlið ná langt aftur. “Þetta byrjar neðst niðri og menn marka sér ákveðna stefnu í þessum málum. Auðvitað verður hvert félag og hver þjálfari að mynda sér ákveðna afstöðu á hvað skuli leggja áherslu á en það þarf að sinna öllum þáttum handboltans. Menn þurfa að fara að hugsa hversu stórum hluta þjálfunarinnar þeir vilji verja í varnarþjálfun og þetta verður að byrja í yngri flokkunum,” segir Jóhann Ingi en minnir jafnframt á að þjálfarar eru eins misjafnir og þeir eru margir. “Þorbjörn Jensson var til dæmis heldur varnarsinnaður en Viggó Sigurðsson er meiri sóknarþjálfari, rétt eins og Bogdan Kowalczyk sem var ekki góður varnarþjálfari í mínum huga. Svona er þetta misjafnt; þegar ég þjálfaði sjálfur lagði ég meiri áherslu á sókn en vörn,” segir Jóhann Ingi en leggur áherslu á að það verði að huga að varnarþjálfun. “Viggó Sigurðsson sagði sjálfur í gær að nú þyrfti hann að fara að leita að varnarleiðtoga því hann væri ekki til. Þetta er mikið áhyggjuefni. Við eigum ekki góða varnarmenn og það hlýtur bara að þýða það að áherslan á vörnina hefur verið í orði en ekki á borði. Annars værum við að spila betri vörn. Menn er ekki einu sinni með á hreinu hvert hlutverk þeirra í vörninni er,” segir Jóhann Ingi en bendir á að það sé ekki hlutverk landsliðsþjálfara að kenna mönnum að spila vörn. “Landsliðsþjálfari á að ákveða hvaða vörn á að spila og hver hlutverk manna í vörninni er. Ekki að kenna þeim að spila vörn. Lélegur varnarleikur hefur verið helsta skýringin á því hvernig fór fyrir íslenska liðinu í Túnis og nú þurfa menn að hugsa um hvernig hægt er að laga það. Ég hef fulla trú á að Viggó komi með einhverjar hugmyndir um hvernig hægt er að gera það, hvort sem hann gerir það einn eða fær einhverja fleiri með sér í verkið.”
Íslenski handboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira