ÍR og HK mætast í úrslitaleiknum 12. febrúar 2005 00:01 ÍR-ingar og HK-menn tryggðu sér í dag sæti í úrslitum SS-bikars karla í handknattleik en leikurinn fer fram í Laugardalshöll 26. febrúar næstkomandi. ÍR-ingar lögðu Eyjamenn að velli, 34-27, í hörkuleik í Austurbergi þar sem afar slök dómgæsla setti svip sinn á leikinn. Það er varlega sagt að heldur hafi hallað á gestina frá hendi dómaranna og áttu Eyjamenn við ramman reip að draga allan leikinn. ÍR leiddi með þremur mörkum, 18-15, í hálfleik og náði mest níu marka forystu í síðari hálfleik. Roland Eradze, markvörður ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að mótmæla dómi ansi harkalega og þótt sigur ÍR-inga hafi verið öruggur og sanngjarn þá fengu þeir full mikla hjálp frá dómurum leiksins, þeim Gísla Hlyni Jóhannssyni og Hafsteini Ingibergssyni. Það vakti athygli að stór hópur stuðningsmanna ÍBV yfirgaf húsið þegar tólf mínútur voru til leiksloka eftir að hafa látið ófriðlega í stúkunni. HK-menn fóru með sigur af hólmi gegn Gróttu/KR á Seltjarnarnesi, 29-25. HK leiddu allan tímann og var sigur þeirra öruggari en tölurnar gefa til kynna. Björgvin Gústavsson átti stórkostlegan leik í marki HK og varði 29 skot. Íslenski handboltinn Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira
ÍR-ingar og HK-menn tryggðu sér í dag sæti í úrslitum SS-bikars karla í handknattleik en leikurinn fer fram í Laugardalshöll 26. febrúar næstkomandi. ÍR-ingar lögðu Eyjamenn að velli, 34-27, í hörkuleik í Austurbergi þar sem afar slök dómgæsla setti svip sinn á leikinn. Það er varlega sagt að heldur hafi hallað á gestina frá hendi dómaranna og áttu Eyjamenn við ramman reip að draga allan leikinn. ÍR leiddi með þremur mörkum, 18-15, í hálfleik og náði mest níu marka forystu í síðari hálfleik. Roland Eradze, markvörður ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að mótmæla dómi ansi harkalega og þótt sigur ÍR-inga hafi verið öruggur og sanngjarn þá fengu þeir full mikla hjálp frá dómurum leiksins, þeim Gísla Hlyni Jóhannssyni og Hafsteini Ingibergssyni. Það vakti athygli að stór hópur stuðningsmanna ÍBV yfirgaf húsið þegar tólf mínútur voru til leiksloka eftir að hafa látið ófriðlega í stúkunni. HK-menn fóru með sigur af hólmi gegn Gróttu/KR á Seltjarnarnesi, 29-25. HK leiddu allan tímann og var sigur þeirra öruggari en tölurnar gefa til kynna. Björgvin Gústavsson átti stórkostlegan leik í marki HK og varði 29 skot.
Íslenski handboltinn Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira