Eradze segist heppinn 15. febrúar 2005 00:01 Roland Valur Eradze var dæmdur í tímabundið leikbann vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik ÍBV og ÍR. Það kemur verulega á óvart að Roland segir bannið of vægt og að hann sé í raun heppinn að sleppa svona vel. Upp úr sauð í leik ÍR og ÍBV í undanúrslitum SS-bikarsins um síðustu helgi. Landsliðsmarkverðinum Rolandi Val Eradze ofbauð frammistaða dómara leiksins, missti algjörlega stjórn á skapi sínu, þrumaði boltanum upp í loft og fékk fyrir vikið beint rautt spjald. Þá sveiflaði hann hendinni í átt að Gísla Jóhannssyni dómara og þegar hann var teymdur á brott hrækti hann í átt að Gísla. Aganefnd HSÍ tók málið fyrir í gær og eftir langa yfirlegu dæmdu þeir Roland í tímabundið bann frá 17. febrúar til 7. mars. Þetta tímabundna bann jafngildir þriggja leikja banni því Roland getur leikið með ÍBV gegn Þór í kvöld en missir af leikjum gegn KA, HK og Haukum. "Þetta er bara þriggja leikja bann þannig að ég get ekki kvartað," sagði Roland nánast hlæjandi í samtali við Fréttablaðið í gær en hann vandar dómurum leiksins ekki kveðjurnar. "Hegðun mín í leiknum var mjög slæm og langt frá því að vera til fyrirmyndar. Ástæðan fyrir þessari hegðun var sú að dómararnir voru skelfilegir og allir dómar féllu ÍR í hag. Ég fékk bara nóg af þessari vitleysu á endanum og sprakk. Það er ekki boðlegt að hafa svona lélega dómara í svona mikilvægum leik." Þeir voru margir sem áttu von á því að Roland myndi fá mjög þungan dóm og Roland sjálfur var einn þeirra. Hann segir dóm aganefndar vera mjög furðulegan. "Þessi dómur kemur mér verulega á óvart. Ég átti von á því að fá mun þyngri dóm þar sem ég missti algjörlega stjórn á mér. Ég get ekki neitað því að mér finnst ég hafa verið heppinn því ég slepp furðuvel frá þessu máli," sagði Roland Valur Eradze. Íslenski handboltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Roland Valur Eradze var dæmdur í tímabundið leikbann vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik ÍBV og ÍR. Það kemur verulega á óvart að Roland segir bannið of vægt og að hann sé í raun heppinn að sleppa svona vel. Upp úr sauð í leik ÍR og ÍBV í undanúrslitum SS-bikarsins um síðustu helgi. Landsliðsmarkverðinum Rolandi Val Eradze ofbauð frammistaða dómara leiksins, missti algjörlega stjórn á skapi sínu, þrumaði boltanum upp í loft og fékk fyrir vikið beint rautt spjald. Þá sveiflaði hann hendinni í átt að Gísla Jóhannssyni dómara og þegar hann var teymdur á brott hrækti hann í átt að Gísla. Aganefnd HSÍ tók málið fyrir í gær og eftir langa yfirlegu dæmdu þeir Roland í tímabundið bann frá 17. febrúar til 7. mars. Þetta tímabundna bann jafngildir þriggja leikja banni því Roland getur leikið með ÍBV gegn Þór í kvöld en missir af leikjum gegn KA, HK og Haukum. "Þetta er bara þriggja leikja bann þannig að ég get ekki kvartað," sagði Roland nánast hlæjandi í samtali við Fréttablaðið í gær en hann vandar dómurum leiksins ekki kveðjurnar. "Hegðun mín í leiknum var mjög slæm og langt frá því að vera til fyrirmyndar. Ástæðan fyrir þessari hegðun var sú að dómararnir voru skelfilegir og allir dómar féllu ÍR í hag. Ég fékk bara nóg af þessari vitleysu á endanum og sprakk. Það er ekki boðlegt að hafa svona lélega dómara í svona mikilvægum leik." Þeir voru margir sem áttu von á því að Roland myndi fá mjög þungan dóm og Roland sjálfur var einn þeirra. Hann segir dóm aganefndar vera mjög furðulegan. "Þessi dómur kemur mér verulega á óvart. Ég átti von á því að fá mun þyngri dóm þar sem ég missti algjörlega stjórn á mér. Ég get ekki neitað því að mér finnst ég hafa verið heppinn því ég slepp furðuvel frá þessu máli," sagði Roland Valur Eradze.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira