Innlent

Flugvöllurinn áfram í Reykjavík

Tekist var á um það á flokksþingi framsóknarmanna hvort álykta ætti um það að flytja innanlandsflugið burt úr miðborginni. Niðurstöðurnar voru þær að miðstöð innanlandsflugsins yrði áfram rekin í Reykjavík. Leitað skyldi leiða til að skipuleggja flugvallarsvæðið og næsta nágrenni þess þannig að landsvæði sem undir hann fer minnkaði og stuðlaði að eðlilegri byggðarþróun í Reykjavík. Fyrstu drög ályktunarinnar gengu út á að Reykjavíkurflugvöllur yrði aflagður og innanlandsflug yrði flutt til Keflavíkur. Með niðurstöðunni er því ekki lokað fyrir þann möguleika að Reykjavíkurflugvöllur verði starfræktur í breyttri mynd; að flugbrautir verði lagðar út í Skerjafjörð svo nýta megi til frekari uppbyggingar landsvæði sem nú fer undir flugbrautir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×