Páfinn er látinn 2. apríl 2005 00:01 Jóhannes Páll páfi annar er látinn 84 ára að aldri. Joaquin Navarro-Valls, talsmaður Páfagarðs, tilkynnti þetta klukkan 19.37 að íslenskum tíma. Heilsu páfa hafði farið mjög hrakandi undanfarnar vikur. Undir það síðasta átti hann orðið erfitt með andardrátt. Hjarta- og nýrnabilun varð páfanum að aldurtila. Flaggað var í hálfa stöng um alla Ítalíu og í kaþólskum löndum víðsvegar um heim. "Englarnir bjóða þig velkominn," var sagt á sjónvarpsstöð Vatíkansins eftir að Navarro-Valls hafði tilkynnt um andlát páfans. Tugir ef ekki hundruð þúsunda manna komu saman á Péturstorginu í kjölfar tilkynningarinnar. Margir grétu af sorg, bjöllur glumdu og sálmar voru sungnir. Síðar brutust út fagnaðarlæti en það er ítalskur siður að votta merkum mönnum virðingu með lófaklappi. Skipun Pólverjans Karol Wojtyla í páfastól 16. október 1978 markaði að ýmsu leyti tímamót hjá kaþólsku kirkjunni. Fyrir utan að vera fyrsti Pólverjinn á páfastóli var Wojtyla jafnframt sá páfi 20. aldar sem var langyngstur er honum hlotnaðist sá heiður. Hann var þá 58 ára. Páfinn sat næstlengst allra páfa sögunnar á páfastóli eða í 27 ár. Aðeins einn páfi hefur setið lengur, það var Píus IX. Jóhannes Páll páfi annar hafði átt við veikindi að stríða í fjöldamörg ár. Ristilkrabbameinsæxli var skorið úr honum árið 1992. Hann fór úr axlarlið árið 1993, lærleggsbrotnaði árið 1994 og botnlanginn var fjarlægður árið 1996. Árið 2001, er páfi var kominn á níræðisaldurinn, var staðfest að hann þjáðist af Parkinsonsveiki. Ekki er vitað hver mun taka við af Jóhannesi Páli páfa öðrum. Mikil leynd liggur yfir öllu þegar nýr páfi er kosinn af kardinálum kaþólsku kirkjunnar. Siðareglurnar eru þekktar en enginn kardináli má ræða opinberlega um þá sem helst koma til greina eða hvern þeir munu kjósa. Andlát Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Pólland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Jóhannes Páll páfi annar er látinn 84 ára að aldri. Joaquin Navarro-Valls, talsmaður Páfagarðs, tilkynnti þetta klukkan 19.37 að íslenskum tíma. Heilsu páfa hafði farið mjög hrakandi undanfarnar vikur. Undir það síðasta átti hann orðið erfitt með andardrátt. Hjarta- og nýrnabilun varð páfanum að aldurtila. Flaggað var í hálfa stöng um alla Ítalíu og í kaþólskum löndum víðsvegar um heim. "Englarnir bjóða þig velkominn," var sagt á sjónvarpsstöð Vatíkansins eftir að Navarro-Valls hafði tilkynnt um andlát páfans. Tugir ef ekki hundruð þúsunda manna komu saman á Péturstorginu í kjölfar tilkynningarinnar. Margir grétu af sorg, bjöllur glumdu og sálmar voru sungnir. Síðar brutust út fagnaðarlæti en það er ítalskur siður að votta merkum mönnum virðingu með lófaklappi. Skipun Pólverjans Karol Wojtyla í páfastól 16. október 1978 markaði að ýmsu leyti tímamót hjá kaþólsku kirkjunni. Fyrir utan að vera fyrsti Pólverjinn á páfastóli var Wojtyla jafnframt sá páfi 20. aldar sem var langyngstur er honum hlotnaðist sá heiður. Hann var þá 58 ára. Páfinn sat næstlengst allra páfa sögunnar á páfastóli eða í 27 ár. Aðeins einn páfi hefur setið lengur, það var Píus IX. Jóhannes Páll páfi annar hafði átt við veikindi að stríða í fjöldamörg ár. Ristilkrabbameinsæxli var skorið úr honum árið 1992. Hann fór úr axlarlið árið 1993, lærleggsbrotnaði árið 1994 og botnlanginn var fjarlægður árið 1996. Árið 2001, er páfi var kominn á níræðisaldurinn, var staðfest að hann þjáðist af Parkinsonsveiki. Ekki er vitað hver mun taka við af Jóhannesi Páli páfa öðrum. Mikil leynd liggur yfir öllu þegar nýr páfi er kosinn af kardinálum kaþólsku kirkjunnar. Siðareglurnar eru þekktar en enginn kardináli má ræða opinberlega um þá sem helst koma til greina eða hvern þeir munu kjósa.
Andlát Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Pólland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira