Ofbeldi allsstaðar 5. apríl 2005 00:01 Margoft hafa verið rædd áhrif ofbeldis á börn og fjöldinn allur af rannsóknum hefur sýnt það og sannað að börn sem horfa upp á ofbeldi í sjónvarpi, tölvuleikjum eða bíómyndum verða fyrir miklum áhrifum sem geta leitt til vanlíðunar og ofbeldishneigðar því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Öll umræðan og allar rannsóknirnar virðast litlu sem engu hafa skilað því ofbeldið er allstaðar. Umbúðir utan um bíómyndir og tölvuleiki eru merktar fyrir vissa aldurshópa og er það á valdi foreldra og forráðamanna að fylgja reglum og koma í veg fyrir að börnin sjái eitthvað sem þeim er ekki ætlað. Hinsvegar eru viðvararnir ekki alltaf til staðar og fyrirvararlaust getur ofbeldisfull auglýsing birst á sjónvarpsskjánum rétt áður en fréttir hefjast í sjónvarpinu. Foreldrar eru varnarlausir gegn þessu ef börnin sitja við sjónvarpið um sjöleytið á kvöldin, rétt fyrir fréttir þegar barnaefni er gjarna nýlokið. Eina ráð foreldranna virðist vera að kveikja aldrei á sjónvarpinu eða sitja sveitt með fjarstýringuna í lófanum reiðubúinn að skipta um leið og eitthvað vafasamt kemur á skjáinn. Spurningin er hinsvegar sú hvort ábyrgðin hvíli einungis á foreldrunum. Auðvitað geta þeir ákveðið að horfa bara aldrei á sjónvarpið en ekki er hægt að ætlast til þess að fólk með börn horfi aldrei á fréttir og útiloki sig þannig frá samfélaginu. Það sem gerir foreldrum erfitt fyrir er að auglýsingar eru allsstaðar og virðast ekki fylgja neinum reglum. Íslenskar stöðvar virðast fylgja sömu stefnu og þær bandarísku, þar sem allt er auglýst svo lengi sem það skilar inn peningum í kassann. En einhverja hluta vegna gerir maður þá kröfu til Ríkissjónvarpsins að stíga varlega til jarðar í þessum málum. Þess eru því miður mýmörg dæmi að sýnd séu brot úr ofbeldisfullu sjónvarpsefni eða kvikmyndum á tímum sem mörg börn sitja við sjónvarpið. Og sjóvarpsstöðvarnar eru ekki einu sökudólgarnir. Um daginn hringdi inn á Talstöðina kona sem hafði farið með ungan son sinn að sjá Bangsímon í bíó. Konan taldi sig hafa valið saklausa skemmtun fyrir barnið sitt, en henni til skelfingar var mjög ofbeldisfullur tölvuleikur auglýstur rétt áður en myndin hófst. Tölvuleikurinn snerist um ofbeldisfulla drápsleiki og tók sonurinn að þylja upp setningarnar í auglýsingunni sem voru eitthvað á þessa leið: Það eru engar reglur, allt er leyfilegt, það má tortíma öllum.... Hún hringdi í kvikmyndahúsið og lagði inn kvörtun sem var tekið kurteisislega en ekkert var aðhafst þrátt fyrir að fleiri kvartanir hefðu borist. Enda þarf kvikmyndahúsið ekkert að gera þó einhver kona hringi inn og kvarti nema að þakka henni fyrir ábendinguna. Það eru engin lög eða reglur til sem kveða á um hvernig auglýsingar má sýna á undan kvikmyndum ætluðum börnum. Í Bandaríkjunum hefur það komið í ljós að þeir sem markaðssetja bannaðar ofbeldismyndir reyna stöðugt að koma upplýsingum um þær til sífellt yngri barna og dæmi eru um að slíkar myndir séu auglýstar í kringum barnatímann í sjónvarpinu. Sjónvarpsstöðin Nickelodeon (þar sem Latibær er sýndur) virðist þó ein bandarískra sjónvarpsstöðva hafa stefnu í þessum málum og tekur ekki við auglýsingum á ofbeldissmyndum þó gull og grænir skógar séu í boði og hefur verið hampað í fjölmiðlum vestra af þeim sökum. Er ekki kominn tími á það að samfélagið taki sameiginlega ábyrgð á sínum yngstu meðlimum og myndi sér stefnu í þessum málum og setji reglur um hvað má auglýsa hvar og hvenær þannig að foreldrar geti rólegir kíkt á Bangsímon í bíó eða fylgst með stöðu heimsmála án þess að eiga það á hættu að drápsóðir menn birtist á skjánum og hræði úr þeim og börnum þeirra líftóruna? Kristín Eva Þórhallsdóttir -kristineva@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Margoft hafa verið rædd áhrif ofbeldis á börn og fjöldinn allur af rannsóknum hefur sýnt það og sannað að börn sem horfa upp á ofbeldi í sjónvarpi, tölvuleikjum eða bíómyndum verða fyrir miklum áhrifum sem geta leitt til vanlíðunar og ofbeldishneigðar því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Öll umræðan og allar rannsóknirnar virðast litlu sem engu hafa skilað því ofbeldið er allstaðar. Umbúðir utan um bíómyndir og tölvuleiki eru merktar fyrir vissa aldurshópa og er það á valdi foreldra og forráðamanna að fylgja reglum og koma í veg fyrir að börnin sjái eitthvað sem þeim er ekki ætlað. Hinsvegar eru viðvararnir ekki alltaf til staðar og fyrirvararlaust getur ofbeldisfull auglýsing birst á sjónvarpsskjánum rétt áður en fréttir hefjast í sjónvarpinu. Foreldrar eru varnarlausir gegn þessu ef börnin sitja við sjónvarpið um sjöleytið á kvöldin, rétt fyrir fréttir þegar barnaefni er gjarna nýlokið. Eina ráð foreldranna virðist vera að kveikja aldrei á sjónvarpinu eða sitja sveitt með fjarstýringuna í lófanum reiðubúinn að skipta um leið og eitthvað vafasamt kemur á skjáinn. Spurningin er hinsvegar sú hvort ábyrgðin hvíli einungis á foreldrunum. Auðvitað geta þeir ákveðið að horfa bara aldrei á sjónvarpið en ekki er hægt að ætlast til þess að fólk með börn horfi aldrei á fréttir og útiloki sig þannig frá samfélaginu. Það sem gerir foreldrum erfitt fyrir er að auglýsingar eru allsstaðar og virðast ekki fylgja neinum reglum. Íslenskar stöðvar virðast fylgja sömu stefnu og þær bandarísku, þar sem allt er auglýst svo lengi sem það skilar inn peningum í kassann. En einhverja hluta vegna gerir maður þá kröfu til Ríkissjónvarpsins að stíga varlega til jarðar í þessum málum. Þess eru því miður mýmörg dæmi að sýnd séu brot úr ofbeldisfullu sjónvarpsefni eða kvikmyndum á tímum sem mörg börn sitja við sjónvarpið. Og sjóvarpsstöðvarnar eru ekki einu sökudólgarnir. Um daginn hringdi inn á Talstöðina kona sem hafði farið með ungan son sinn að sjá Bangsímon í bíó. Konan taldi sig hafa valið saklausa skemmtun fyrir barnið sitt, en henni til skelfingar var mjög ofbeldisfullur tölvuleikur auglýstur rétt áður en myndin hófst. Tölvuleikurinn snerist um ofbeldisfulla drápsleiki og tók sonurinn að þylja upp setningarnar í auglýsingunni sem voru eitthvað á þessa leið: Það eru engar reglur, allt er leyfilegt, það má tortíma öllum.... Hún hringdi í kvikmyndahúsið og lagði inn kvörtun sem var tekið kurteisislega en ekkert var aðhafst þrátt fyrir að fleiri kvartanir hefðu borist. Enda þarf kvikmyndahúsið ekkert að gera þó einhver kona hringi inn og kvarti nema að þakka henni fyrir ábendinguna. Það eru engin lög eða reglur til sem kveða á um hvernig auglýsingar má sýna á undan kvikmyndum ætluðum börnum. Í Bandaríkjunum hefur það komið í ljós að þeir sem markaðssetja bannaðar ofbeldismyndir reyna stöðugt að koma upplýsingum um þær til sífellt yngri barna og dæmi eru um að slíkar myndir séu auglýstar í kringum barnatímann í sjónvarpinu. Sjónvarpsstöðin Nickelodeon (þar sem Latibær er sýndur) virðist þó ein bandarískra sjónvarpsstöðva hafa stefnu í þessum málum og tekur ekki við auglýsingum á ofbeldissmyndum þó gull og grænir skógar séu í boði og hefur verið hampað í fjölmiðlum vestra af þeim sökum. Er ekki kominn tími á það að samfélagið taki sameiginlega ábyrgð á sínum yngstu meðlimum og myndi sér stefnu í þessum málum og setji reglur um hvað má auglýsa hvar og hvenær þannig að foreldrar geti rólegir kíkt á Bangsímon í bíó eða fylgst með stöðu heimsmála án þess að eiga það á hættu að drápsóðir menn birtist á skjánum og hræði úr þeim og börnum þeirra líftóruna? Kristín Eva Þórhallsdóttir -kristineva@frettabladid.is
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun