NBA - Iverson fer enn á kostum 16. apríl 2005 00:01 Tólf leikir fóru fram í NBA í nótt og þar bar hæst að Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers átti enn einn stórleikinn og ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni sem hefst eftir viku. Iverson var maðurinn á bak við sigur Philadelphia á Indiana í nótt, 90-86 og skoraði 43 stig í leiknum. Liðin tvö eru í harðri baráttu um síðustu sætin í úrslitakeppninni og því var sigur Philadelphia mjög mikilvægur. Washington Wizards eru í svipaðri stöðu og þeir unnu afar mikilvægan sigur á Cleveland Cavaliers í nótt, 119-111, en sæti Cleveland í úrsiltakeppninni hangir nú á bláþræði eftir enn eitt tapið. LeBron James skoraði 38 stig fyrir liðið, en það nægði ekki gegn öflugri sókn Wizards, þar sem þrír aðalskorarar liðsins fóru mikinn í leiknum. Gilbert Arenas var atkvæðamestur í liði Wizards með 33 stig og hitti frábærlega í leiknum. Boston Celtics unnu mjög góðan sigur á liði Miami Heat, sem var að tapa sínum fjórða leik í röð í fyrsta skipti í vetur og hafa aldeilis slakað á í síðustu leikjum. Shaquille O´Neal átti ágætan leik fyrir Heat og er að ná sér af magavírusnum sem var að plaga hann í síðustu viku, en það dugði ekki gegn frísku liði heimamanna í Boston. O´Neal skoraði 34 stig fyrir Miami, en hjá Boston var Paul Pierce maðurinn á bak við sigurinn og skoraði 22 stig, þar af mikilvægar körfur á lokasekúndum leikisins. Vince Carter gerði góða ferð á gamla heimavöll sinn í Toronto og kafsigldi fyrrum félaga sína í Raptors með 39 stigum og hans menn í New Jersey Nets eru nú hársbreidd frá því að stela síðasta sætinu inn í úrslitakeppni af Cleveland. Nets unnu leikinn nokkuð örugglega, 101-90. Meistarar Detroit Pistons eru á góðum skriði þessa dagana og komnir í úrslitagírinn. Þeir unnu stórsigur á Milwaukee Bucks í nótt, 99-73, en þetta var níundi sigur meistaranna í röð. Chicago Bulls hreinlega völtuðu yfir Orlando Magic í nótt, 117-77, þar sem þrír menn í liði Chicago skoruðu 17 stig. Liðið verður án Eddie Curry í úrslitakeppninni, en það virtist svo sannarlega ekki koma að sök í nótt og liðið verður óárennilegt í úrslitakeppninni. Phoenix Suns tryggðu sér annað 60 sigurleikja tímabilið í sögu félagsins í nótt þegar þeir sigruðu LA Clippers á heimavelli 98-91, þar sem Amare Stoudemire fór mikinn að venju og skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Golden State Warriors sigruðu Portland Trailblazers örugglega 108-88, þar sem Damon Stoudamire hjá Portland, náði ekki aðeins sinni sjöttu þrennu á ferlinum með 18 stigum, 12 fráköstum og 11 stoðsendingum, heldur setti hann NBA met með því að reyna 21 þriggja stiga skot í leiknum. Hann hitti þó aðeins úr fimm þeirra og niðurstaðan enn eitt tapið hjá vængbrotnu liði Blazers. Mike Dunleavy var stigahæstur í liði Warriors með 20 stig. Seattle tryggði sér sigurinn í Norðvestur riðlinum með sigri á liði New Orleans, 97-72. Ray Allen var stigahæstur í liði Seattle með 32 stig. Að lokum vann Sacramento sigur á liði Los Angeles Lakers, 115-106, þar sem Mike Bibby var stigahæstur í liði Sacramento með 26 stig. NBA Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA í nótt og þar bar hæst að Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers átti enn einn stórleikinn og ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni sem hefst eftir viku. Iverson var maðurinn á bak við sigur Philadelphia á Indiana í nótt, 90-86 og skoraði 43 stig í leiknum. Liðin tvö eru í harðri baráttu um síðustu sætin í úrslitakeppninni og því var sigur Philadelphia mjög mikilvægur. Washington Wizards eru í svipaðri stöðu og þeir unnu afar mikilvægan sigur á Cleveland Cavaliers í nótt, 119-111, en sæti Cleveland í úrsiltakeppninni hangir nú á bláþræði eftir enn eitt tapið. LeBron James skoraði 38 stig fyrir liðið, en það nægði ekki gegn öflugri sókn Wizards, þar sem þrír aðalskorarar liðsins fóru mikinn í leiknum. Gilbert Arenas var atkvæðamestur í liði Wizards með 33 stig og hitti frábærlega í leiknum. Boston Celtics unnu mjög góðan sigur á liði Miami Heat, sem var að tapa sínum fjórða leik í röð í fyrsta skipti í vetur og hafa aldeilis slakað á í síðustu leikjum. Shaquille O´Neal átti ágætan leik fyrir Heat og er að ná sér af magavírusnum sem var að plaga hann í síðustu viku, en það dugði ekki gegn frísku liði heimamanna í Boston. O´Neal skoraði 34 stig fyrir Miami, en hjá Boston var Paul Pierce maðurinn á bak við sigurinn og skoraði 22 stig, þar af mikilvægar körfur á lokasekúndum leikisins. Vince Carter gerði góða ferð á gamla heimavöll sinn í Toronto og kafsigldi fyrrum félaga sína í Raptors með 39 stigum og hans menn í New Jersey Nets eru nú hársbreidd frá því að stela síðasta sætinu inn í úrslitakeppni af Cleveland. Nets unnu leikinn nokkuð örugglega, 101-90. Meistarar Detroit Pistons eru á góðum skriði þessa dagana og komnir í úrslitagírinn. Þeir unnu stórsigur á Milwaukee Bucks í nótt, 99-73, en þetta var níundi sigur meistaranna í röð. Chicago Bulls hreinlega völtuðu yfir Orlando Magic í nótt, 117-77, þar sem þrír menn í liði Chicago skoruðu 17 stig. Liðið verður án Eddie Curry í úrslitakeppninni, en það virtist svo sannarlega ekki koma að sök í nótt og liðið verður óárennilegt í úrslitakeppninni. Phoenix Suns tryggðu sér annað 60 sigurleikja tímabilið í sögu félagsins í nótt þegar þeir sigruðu LA Clippers á heimavelli 98-91, þar sem Amare Stoudemire fór mikinn að venju og skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Golden State Warriors sigruðu Portland Trailblazers örugglega 108-88, þar sem Damon Stoudamire hjá Portland, náði ekki aðeins sinni sjöttu þrennu á ferlinum með 18 stigum, 12 fráköstum og 11 stoðsendingum, heldur setti hann NBA met með því að reyna 21 þriggja stiga skot í leiknum. Hann hitti þó aðeins úr fimm þeirra og niðurstaðan enn eitt tapið hjá vængbrotnu liði Blazers. Mike Dunleavy var stigahæstur í liði Warriors með 20 stig. Seattle tryggði sér sigurinn í Norðvestur riðlinum með sigri á liði New Orleans, 97-72. Ray Allen var stigahæstur í liði Seattle með 32 stig. Að lokum vann Sacramento sigur á liði Los Angeles Lakers, 115-106, þar sem Mike Bibby var stigahæstur í liði Sacramento með 26 stig.
NBA Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti