Ratzinger verður Benedikt XVI 19. apríl 2005 00:01 Mikil fagnaðarlæti brutust út á Péturstorginu í Róm síðdegis þegar hvítur reykur steig upp úr reykháfi á Sixtínsku kapellunni. Skömmu síðast hringdu kirkjuklukkur inn nýjan páfa, Benedikt sextánda. Aðeins rétt rúmum sólarhring eftir að páfakjörið hófst brutust út fagnaðarlæti utan Sixtínsku kapellunnar. Ástæðan var sú að þvert á það sem búist hafði verið við virtist sem hvítur reykur stigi upp frá reykháfnum á þaki kapellunnar en það þýddi að nýr páfi hafði verið kjörinn. Í fyrstu var óljóst hvort að reykurinn væri í raun hvítur en þegar kirkjuklukkur hringdu fór ekki á milli mála að kjörinu var lokið. Innan stundar birtist svo chíleski kardinálinn Jorge Arturo Medina Estevez sem tilkynnti val páfa. Hann sagði að Ratzinger kardínáli hefði orðið fyrir valinu við mikinn fögnuð viðstaddra. Hundrað þúsund manns fylgdust með og fögnuðu á Péturstorginu og milljónir manna fylgdust með beinni útsendingu í sjónvarpi. Joseph Ratzinger tekur sér nafnið Benedikt sextándi og hann ávarpaði mannfjöldann. Hann sagði:„Kæru bræður og systur. Á eftir hinum mikla páfa Jóhannesi Páli öðrum hafa kardínálar valið mig, einfaldan og auðmjúkan verkamann, í víngarði drottins.“ Að Joseph Ratzinger skyldi verða kjörinn páfi kom ekki endilega á óvart en að ekki þyrfti lengri tíma til bendir til þess að íhaldssamir kardinálar hafi haft töluvert forskot á þá frjálslyndari við páfakjörið. Hann var meðal þeirra sem oftast voru nefndir fyrir páfakjörið en talið var að hann væri of einstrengingslegur til þess að hljóta tvo þriðju hluta atkvæða og að lokum yrði fundin málamiðlum sem allir gætu sætt sig við. Val hans á nafninu Benedikt kemur nokkuð á óvart því að síðasti Benedikt páfi þótti frjálslyndur og diplómatískur, reyndi að binda enda á fyrri heimsstyrjöldina og lét senda svo mikið af hjálpargögnum til Tyrklands að stytta var reist þar honum til heiðurs. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Innsetningarmessa Leós páfá Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Mikil fagnaðarlæti brutust út á Péturstorginu í Róm síðdegis þegar hvítur reykur steig upp úr reykháfi á Sixtínsku kapellunni. Skömmu síðast hringdu kirkjuklukkur inn nýjan páfa, Benedikt sextánda. Aðeins rétt rúmum sólarhring eftir að páfakjörið hófst brutust út fagnaðarlæti utan Sixtínsku kapellunnar. Ástæðan var sú að þvert á það sem búist hafði verið við virtist sem hvítur reykur stigi upp frá reykháfnum á þaki kapellunnar en það þýddi að nýr páfi hafði verið kjörinn. Í fyrstu var óljóst hvort að reykurinn væri í raun hvítur en þegar kirkjuklukkur hringdu fór ekki á milli mála að kjörinu var lokið. Innan stundar birtist svo chíleski kardinálinn Jorge Arturo Medina Estevez sem tilkynnti val páfa. Hann sagði að Ratzinger kardínáli hefði orðið fyrir valinu við mikinn fögnuð viðstaddra. Hundrað þúsund manns fylgdust með og fögnuðu á Péturstorginu og milljónir manna fylgdust með beinni útsendingu í sjónvarpi. Joseph Ratzinger tekur sér nafnið Benedikt sextándi og hann ávarpaði mannfjöldann. Hann sagði:„Kæru bræður og systur. Á eftir hinum mikla páfa Jóhannesi Páli öðrum hafa kardínálar valið mig, einfaldan og auðmjúkan verkamann, í víngarði drottins.“ Að Joseph Ratzinger skyldi verða kjörinn páfi kom ekki endilega á óvart en að ekki þyrfti lengri tíma til bendir til þess að íhaldssamir kardinálar hafi haft töluvert forskot á þá frjálslyndari við páfakjörið. Hann var meðal þeirra sem oftast voru nefndir fyrir páfakjörið en talið var að hann væri of einstrengingslegur til þess að hljóta tvo þriðju hluta atkvæða og að lokum yrði fundin málamiðlum sem allir gætu sætt sig við. Val hans á nafninu Benedikt kemur nokkuð á óvart því að síðasti Benedikt páfi þótti frjálslyndur og diplómatískur, reyndi að binda enda á fyrri heimsstyrjöldina og lét senda svo mikið af hjálpargögnum til Tyrklands að stytta var reist þar honum til heiðurs.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Innsetningarmessa Leós páfá Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira