Walker dæmdur í eins leiks bann 30. apríl 2005 00:01 Antoine Walker, framherji Boston Celtics, var í gærkvöldi dæmdur í eins leiks bann, eftir að hafa stjakað við dómara í þriðja leik Boston og Indiana í fyrrakvöld og verður því ekki með liði sínu í kvöld þegar það sækir Indiana heim í fjórða leik einvígisins. Walker fékk dæmda á sig sína aðra tæknivillu undir lok leiksins, fyrir grófa villu á Jermaine O´Neal hjá Indiana. O´Neal stjakaði hressilega við Walker í kjölfarið og í riskingunum á milli leikmannana varð Walker á að rífa í hönd eins dómara leiksins þegar hann reyndi að ná til O´Neal. O´Neal slapp við bann, en hann fær engu að síður 10.000 dollara sekt fyrir að ýta við Walker. Þessi tíðindi eru liði Boston afar slæm, því eftir að hafa unnið stórsigur á Indiana í fyrsta leik liðanna, hefur hvorki gengið né rekið hjá þeim og þeir hafa nú tapað tveimur leikjum í röð í einvíginu. Doc Rivers, þjálfari Boston hefur mætt mikilli gagnrýni fyrir að vera undir í einvíginu, því eins og flestir vita sem fylgjast með NBA boltanum, er lið Indiana vængbrotið af meiðslum og forráðamönnum Boston þykir óásættanlegt að vera undir í rimmu við lið sem er keyrt áfram af gamalmennum, meiddum stjörnum og minni spámönnum. Það má þó alls ekki afskrifa lið Indiana þó það sé vissulega í erfiðleikum með mannskap sinn, því í liðinu eru miklir reynsluboltar og liðið er líka með einn besta þjálfara deildarinnar, Rick Carlisle, sem hefur náð ótrúlegum árangri með liðið í vetur þrátt fyrir að á ýmsu hafi gengið. NBA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Antoine Walker, framherji Boston Celtics, var í gærkvöldi dæmdur í eins leiks bann, eftir að hafa stjakað við dómara í þriðja leik Boston og Indiana í fyrrakvöld og verður því ekki með liði sínu í kvöld þegar það sækir Indiana heim í fjórða leik einvígisins. Walker fékk dæmda á sig sína aðra tæknivillu undir lok leiksins, fyrir grófa villu á Jermaine O´Neal hjá Indiana. O´Neal stjakaði hressilega við Walker í kjölfarið og í riskingunum á milli leikmannana varð Walker á að rífa í hönd eins dómara leiksins þegar hann reyndi að ná til O´Neal. O´Neal slapp við bann, en hann fær engu að síður 10.000 dollara sekt fyrir að ýta við Walker. Þessi tíðindi eru liði Boston afar slæm, því eftir að hafa unnið stórsigur á Indiana í fyrsta leik liðanna, hefur hvorki gengið né rekið hjá þeim og þeir hafa nú tapað tveimur leikjum í röð í einvíginu. Doc Rivers, þjálfari Boston hefur mætt mikilli gagnrýni fyrir að vera undir í einvíginu, því eins og flestir vita sem fylgjast með NBA boltanum, er lið Indiana vængbrotið af meiðslum og forráðamönnum Boston þykir óásættanlegt að vera undir í rimmu við lið sem er keyrt áfram af gamalmennum, meiddum stjörnum og minni spámönnum. Það má þó alls ekki afskrifa lið Indiana þó það sé vissulega í erfiðleikum með mannskap sinn, því í liðinu eru miklir reynsluboltar og liðið er líka með einn besta þjálfara deildarinnar, Rick Carlisle, sem hefur náð ótrúlegum árangri með liðið í vetur þrátt fyrir að á ýmsu hafi gengið.
NBA Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira