San Antonio 2 - Denver 1 1. maí 2005 00:01 Það var ekki spilaður sérstaklega fallegur körfuknattleikur í Denver í gærkvöldi, þegar San Antonio Spurs náðu aftur heimavallarréttinum í einvígi liðanna með 86-78 sigri. Liði San Antonio er þó alveg sama og þeir eru nú komnir í ökumannssætið í seríunni. Þegar Denver náði óvænt forystunni í einvíginu í fyrsta leiknum, var það af því liðið náði að nýta sér styrkleika sína, sem höfðu tryggt liðinu svo gott gengi á síðari helmingi tímabilsins. Nú hefur liðið hinsvegar freistast til að leika að hætti San Antonio og á meðan svo er, eiga þeir litla möguleika. Leikurinn í gær var mjög harður og hægur, en það er einmitt leikur sem hentar Spurs mjög vel. Í stað þess að spila harða vörn og keyra hraðaupphlaup, fóru Denver að "slást" við andstæðinga sína og leika hægan bolta, en það hentar liði Denver engann veginn og nú verður liðið að vinna sigur í næsta leik ef ekki á illa að fara. Robert Horry setti naglann í kistu Denver í fjórða leikhlutanum, þegar hann skoraði tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili og kom Spurs í góða forystu, eftir að liðið hafði skorað aðeins 11 stig í þriðja leikhlutanum. Denver náði ekki að nýta sér að Tim Duncan átti hörmulegan leik sóknarlega, sem ekki gerist oft, en hann skoraði aðeins 11 stig í leiknum og hitti afar illa. Argentínski sprellikarlinn Manu Ginobili átti enn einn stórleikinn fyrir Spurs af varamannabekknum og skoraði 32 stig. Hann keyrði upp að körfu Denver við hvert tækifæri og sótti villur með hugrökkum tilþrifum sínum. Hann var keyrður í gólfið hvað eftir annað, en hélt áfram og var liði Spurs mikilvægur enn eina ferðina. "Ég þarf að láta son minn hafa spólu af þessum leik til að kenna honum hvernig á að leika körfubolta," sagði George Karl, þjálfari Denver kaldhæðnislega eftir leikinn. "Ginobili óð inn í teginn hjá okkur hvað eftri annað og lét okkur berja sig og barði okkur. Þetta var ekki sérlega fallegt, en ég býst við að þetta sé ný tegund af körfubolta," sagði Karl. "Þeir léku góða vörn á mig. Ég var að fá skot sem ég hefði átt að setja niður, en hitti illa. Það verður víst að skrifast á góða vörn þeirra, en ég verð nú að eigna mér eitthvað af heiðrinum," sagði Tim Duncan hæðnislega um slakan leik sinn. "Ég er stoltur af strákunum. Þeir léku góða vörn allan leikinn. Robert Horry skoraði mjög mikilvægar körfur í lokin og Manu var mjög harður allan leikinn," sagði Gregg Popovich. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 32 stig (9 frák), Robert Horry 13 stig, Tim Duncan 11 stig (11 frák), Tony Parker 10 stig, Beno Udrih 6 stig, Bruce Bowen 5 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Denver:Carmelo Anthony 19 stig (6 frák), Kenyon Martin 18 stig, Andre Miller 12 stig (7 stoðs, 6 frák), Marcus Camby 12 stig (14 frák, 5 varin), Earl Boykins 8 stig, DeMarr Johnson 6 stig. NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Sjá meira
Það var ekki spilaður sérstaklega fallegur körfuknattleikur í Denver í gærkvöldi, þegar San Antonio Spurs náðu aftur heimavallarréttinum í einvígi liðanna með 86-78 sigri. Liði San Antonio er þó alveg sama og þeir eru nú komnir í ökumannssætið í seríunni. Þegar Denver náði óvænt forystunni í einvíginu í fyrsta leiknum, var það af því liðið náði að nýta sér styrkleika sína, sem höfðu tryggt liðinu svo gott gengi á síðari helmingi tímabilsins. Nú hefur liðið hinsvegar freistast til að leika að hætti San Antonio og á meðan svo er, eiga þeir litla möguleika. Leikurinn í gær var mjög harður og hægur, en það er einmitt leikur sem hentar Spurs mjög vel. Í stað þess að spila harða vörn og keyra hraðaupphlaup, fóru Denver að "slást" við andstæðinga sína og leika hægan bolta, en það hentar liði Denver engann veginn og nú verður liðið að vinna sigur í næsta leik ef ekki á illa að fara. Robert Horry setti naglann í kistu Denver í fjórða leikhlutanum, þegar hann skoraði tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili og kom Spurs í góða forystu, eftir að liðið hafði skorað aðeins 11 stig í þriðja leikhlutanum. Denver náði ekki að nýta sér að Tim Duncan átti hörmulegan leik sóknarlega, sem ekki gerist oft, en hann skoraði aðeins 11 stig í leiknum og hitti afar illa. Argentínski sprellikarlinn Manu Ginobili átti enn einn stórleikinn fyrir Spurs af varamannabekknum og skoraði 32 stig. Hann keyrði upp að körfu Denver við hvert tækifæri og sótti villur með hugrökkum tilþrifum sínum. Hann var keyrður í gólfið hvað eftir annað, en hélt áfram og var liði Spurs mikilvægur enn eina ferðina. "Ég þarf að láta son minn hafa spólu af þessum leik til að kenna honum hvernig á að leika körfubolta," sagði George Karl, þjálfari Denver kaldhæðnislega eftir leikinn. "Ginobili óð inn í teginn hjá okkur hvað eftri annað og lét okkur berja sig og barði okkur. Þetta var ekki sérlega fallegt, en ég býst við að þetta sé ný tegund af körfubolta," sagði Karl. "Þeir léku góða vörn á mig. Ég var að fá skot sem ég hefði átt að setja niður, en hitti illa. Það verður víst að skrifast á góða vörn þeirra, en ég verð nú að eigna mér eitthvað af heiðrinum," sagði Tim Duncan hæðnislega um slakan leik sinn. "Ég er stoltur af strákunum. Þeir léku góða vörn allan leikinn. Robert Horry skoraði mjög mikilvægar körfur í lokin og Manu var mjög harður allan leikinn," sagði Gregg Popovich. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 32 stig (9 frák), Robert Horry 13 stig, Tim Duncan 11 stig (11 frák), Tony Parker 10 stig, Beno Udrih 6 stig, Bruce Bowen 5 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Denver:Carmelo Anthony 19 stig (6 frák), Kenyon Martin 18 stig, Andre Miller 12 stig (7 stoðs, 6 frák), Marcus Camby 12 stig (14 frák, 5 varin), Earl Boykins 8 stig, DeMarr Johnson 6 stig.
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Sjá meira