Innlent

Rafræn innritun í framhaldsskóla

Menntamálaráðuneytið hefur að undanförnu unnið að breytingum á innritun í framhaldsskóla og hefur ráðuneytið ákveðið að taka upp rafræna innritun. Nemendur sem ljúka 10. bekk grunnskóla í vor munu sækja um á Netinu og verða þar með þeir fyrstu sem innritast þannig í framhaldsskóla. Aðrir umsækjendur sækja um á eyðublaði sem sent er útfyllt til viðkomandi skóla ásamt afritum af einkunnum úr fyrra námi. Það er mat menntamálaráðuneytisins að með þessu sé stigið stórt skref í þá átt að gera alla innritun í framhaldsskóla á Íslandi rafræna, til hagsbóta fyrir bæði umsækjendur og skólana. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu hefur aðsókn að framhaldsskólum landsins verið að aukast jafnt og þétt. Þannig hófu 93% 16 ára unglinga nám í framhaldsskólum síðastliðið haust og hefur það hlutfall aldrei verið hærra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×