Phoenix 1 - Dallas 1 12. maí 2005 00:01 Eftir stórsigur Phoenix í fyrsta leik liðanna, voru margir á því að lið Dallas ætti ekki möguleika á að veita þeim keppni í seríunni. Dallas minnti þó rækilega á sig í nótt þegar þeir náðu að sigra í öðrum leiknum í Phoenix 108-106 og jafna metin, ekki síst fyrir góðan leik fyrrum leikmanns Phoenix. Dirk Nowitzki og Michael Finley hjá Dallas voru ekki á því að láta fara svo illa með sig annan leikinn í röð og léku vel í gær. Finley, sem lék sín fyrstu ár í deildinni með Phoenix Suns, var frábær í gær og skoraði 31 stig, auk þess að eiga ágætar rispur í vörninni gegn Amare Stoudemire hjá Suns sem fór mikinn í fyrsta leiknum. Þá var Nowitzki ekki síður mikilvægur á lokasprettinum og setti niður sigurkörfuna nokkrum sekúndum fyrir leikslok."Ég vildi helst ná að taka mitt uppáhalds skot við endalínuna þarna í restina og þó það hafi ekki litið glæsilega út, datt það og ég er mjög sáttur," sagði Þjóðverjinn. "Ég náði bara nokkrum opnum skotum af því félagar mínir voru að leika mig uppi. Ég nýtti bara þau tækifæri sem ég fékk," sagði Finley, sem er öllum hnútum kunnugur í Arizona. Joe Johnson, leikmaður Phoenix, þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik, eftir grófa villu frá Jerry Stackhouse. Johnson lenti nánast á andlitinu eftir árekstur þeirra og kom ekki meira við sögu í leiknum. Phoenix liðið er með ansi þunnan varamannabekk og má illa við að missa menn í meiðsli, en Johnson hefur ekki misst úr leik í deildinni í 2 ár. Eric Dampier, miðherji Dallas, var skammaður af liðsfélögum sínum eftir hörmulega frammistöðu í fyrsta leiknum, en var öllu sprækari í gær. Hinn dagfarsprúði Nowitzki var fremstur í flokki í gagnrýninni á hinn silalega Dampier, sem var fenginn til Dallas í fyrra fyrir peningana sem félagið hafði eftir að hafa skipt Steve Nash frá félaginu. Eins og svo oft áður í vetur, brást Dampier við gagnrýninni og lék vel. Atkvæðamestir í Dallas:Michael Finley 31 stig (6 frák, hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum), Dirk Nowitzki 23 stig (12 frák), Erick Dampier 15 stig (12 frák), Jason Terry 12 stig, Josh Howard 10 stig, Marquis Daniels 9 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 8 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 30 stig (16 frák), Steve Nash 23 stig (13 stoðs), Shawn Marion 23 stig (15 frák, 6 varin), Quentin Richardson 12 stig (7 frák), Jimmy Jackson 9 stig (5 stolnir), Joe Johnson 8 stig. NBA Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Eftir stórsigur Phoenix í fyrsta leik liðanna, voru margir á því að lið Dallas ætti ekki möguleika á að veita þeim keppni í seríunni. Dallas minnti þó rækilega á sig í nótt þegar þeir náðu að sigra í öðrum leiknum í Phoenix 108-106 og jafna metin, ekki síst fyrir góðan leik fyrrum leikmanns Phoenix. Dirk Nowitzki og Michael Finley hjá Dallas voru ekki á því að láta fara svo illa með sig annan leikinn í röð og léku vel í gær. Finley, sem lék sín fyrstu ár í deildinni með Phoenix Suns, var frábær í gær og skoraði 31 stig, auk þess að eiga ágætar rispur í vörninni gegn Amare Stoudemire hjá Suns sem fór mikinn í fyrsta leiknum. Þá var Nowitzki ekki síður mikilvægur á lokasprettinum og setti niður sigurkörfuna nokkrum sekúndum fyrir leikslok."Ég vildi helst ná að taka mitt uppáhalds skot við endalínuna þarna í restina og þó það hafi ekki litið glæsilega út, datt það og ég er mjög sáttur," sagði Þjóðverjinn. "Ég náði bara nokkrum opnum skotum af því félagar mínir voru að leika mig uppi. Ég nýtti bara þau tækifæri sem ég fékk," sagði Finley, sem er öllum hnútum kunnugur í Arizona. Joe Johnson, leikmaður Phoenix, þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik, eftir grófa villu frá Jerry Stackhouse. Johnson lenti nánast á andlitinu eftir árekstur þeirra og kom ekki meira við sögu í leiknum. Phoenix liðið er með ansi þunnan varamannabekk og má illa við að missa menn í meiðsli, en Johnson hefur ekki misst úr leik í deildinni í 2 ár. Eric Dampier, miðherji Dallas, var skammaður af liðsfélögum sínum eftir hörmulega frammistöðu í fyrsta leiknum, en var öllu sprækari í gær. Hinn dagfarsprúði Nowitzki var fremstur í flokki í gagnrýninni á hinn silalega Dampier, sem var fenginn til Dallas í fyrra fyrir peningana sem félagið hafði eftir að hafa skipt Steve Nash frá félaginu. Eins og svo oft áður í vetur, brást Dampier við gagnrýninni og lék vel. Atkvæðamestir í Dallas:Michael Finley 31 stig (6 frák, hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum), Dirk Nowitzki 23 stig (12 frák), Erick Dampier 15 stig (12 frák), Jason Terry 12 stig, Josh Howard 10 stig, Marquis Daniels 9 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 8 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 30 stig (16 frák), Steve Nash 23 stig (13 stoðs), Shawn Marion 23 stig (15 frák, 6 varin), Quentin Richardson 12 stig (7 frák), Jimmy Jackson 9 stig (5 stolnir), Joe Johnson 8 stig.
NBA Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira