Miami 3 - Detroit 3 5. júní 2005 00:01 Larry Brown, þjáfari Detroit Pistons, sýndi leikmönnum sínum vídeóupptökur af leikjum frá í fyrra til að minna þá á hvernig þeir fóru að því að verða meistarar - með baráttu og harðfylgi. Það virðist hafa skilað sér, því meistararnir unnu öruggan 91-66 sigur og jöfnuðu metin í einvíginu. Miami lék án Dwayne Wade sem þurftið að horfa á leikinn af bekknum í jakkafötum og það munaði svo sannarlega um minna. Shaquille O´Neal átti sinn besta leik í einvíginu hingað til og skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði 5 skot, en það dugði ekki til gegn einbeittu liði meistaranna að þessu sinni og nú verður oddaleikur í Miami á mánudagskvöld, þar sem ræðst hvort liðið mætir San Antonio Spurs í lokaúrslitunum. Þeir Shandon Anderson og Steve Smith léku báðir sinn fyrsta leik fyrir Miami í úrslitakeppninni, en gátu ekki afstýrt tapinu, því 66 stig liðsins voru það lægsta í sögu félagsins. Þrátt fyrir að meistararnir hafi átt nokkra slæma kafla í leiknum eins og þeir hafa verið að gera alla úrslitakeppnina, bættu þeir sér það upp með hörkubaráttu og söknuðu Dwayne Wade alveg örugglega ekki eins mikið og gestirnir frá Miami. "Í kvöld mættust tvö lið sem léku með það sem þau höfðu og þeir voru miklu betri í þetta sinn, punktur," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami, sem greinilega var að meina fjarveru Dwayne Wade. "Þeir hittu ekkert sérstaklega vel, við bara gáfum þeim allt of mörg stig eftir að hafa tapað boltanum," bætti Van Gundy við. "Það eina sem ég hef áhyggjur af í úrslitaleiknum á mánudagskvöldið er að mínir menn óttist að tapa. Þetta verður leikur tveggja sterkra liða og ég vona að betra liðið vinni. Það hjálpaði okkur tvímannalaust að Wade gat ekki verið með hjá Miami, en ég verð gríðarlega vonsvikinn ef hann verður ekki með í úrslitaleiknum. Hann er þeim mjög mikilvægur í vörn og sókn, rétt eins og Shaquille O´Neal," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Rip Hamilton 24 stig (6 frák, 6 stoðs), Tayshaun Prince 16 stig (9 frák), Chauncey Billups 14 stig (7 stoðs), Rasheed Wallace 11 stig (9 frák), Lindsay Hunter 9 stig (5 stoðs), Antonio McDyess 7 stig (8 frák), Ben Wallace 6 stig (7 frák, 5 varin).Atkvæðamestir í liði Miami:Shaquille O´Neal 24 stig (13 frák, 5 varin), Rasual Butler 13 stig, Keyon Dooling 10 stig, Udonis Haslem 8 stig (10 frák), Damon Jones 7 stig (6 stoðs), Eddie Jones 3 stig (hitti úr 1 af 9 skotum). NBA Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Larry Brown, þjáfari Detroit Pistons, sýndi leikmönnum sínum vídeóupptökur af leikjum frá í fyrra til að minna þá á hvernig þeir fóru að því að verða meistarar - með baráttu og harðfylgi. Það virðist hafa skilað sér, því meistararnir unnu öruggan 91-66 sigur og jöfnuðu metin í einvíginu. Miami lék án Dwayne Wade sem þurftið að horfa á leikinn af bekknum í jakkafötum og það munaði svo sannarlega um minna. Shaquille O´Neal átti sinn besta leik í einvíginu hingað til og skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði 5 skot, en það dugði ekki til gegn einbeittu liði meistaranna að þessu sinni og nú verður oddaleikur í Miami á mánudagskvöld, þar sem ræðst hvort liðið mætir San Antonio Spurs í lokaúrslitunum. Þeir Shandon Anderson og Steve Smith léku báðir sinn fyrsta leik fyrir Miami í úrslitakeppninni, en gátu ekki afstýrt tapinu, því 66 stig liðsins voru það lægsta í sögu félagsins. Þrátt fyrir að meistararnir hafi átt nokkra slæma kafla í leiknum eins og þeir hafa verið að gera alla úrslitakeppnina, bættu þeir sér það upp með hörkubaráttu og söknuðu Dwayne Wade alveg örugglega ekki eins mikið og gestirnir frá Miami. "Í kvöld mættust tvö lið sem léku með það sem þau höfðu og þeir voru miklu betri í þetta sinn, punktur," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami, sem greinilega var að meina fjarveru Dwayne Wade. "Þeir hittu ekkert sérstaklega vel, við bara gáfum þeim allt of mörg stig eftir að hafa tapað boltanum," bætti Van Gundy við. "Það eina sem ég hef áhyggjur af í úrslitaleiknum á mánudagskvöldið er að mínir menn óttist að tapa. Þetta verður leikur tveggja sterkra liða og ég vona að betra liðið vinni. Það hjálpaði okkur tvímannalaust að Wade gat ekki verið með hjá Miami, en ég verð gríðarlega vonsvikinn ef hann verður ekki með í úrslitaleiknum. Hann er þeim mjög mikilvægur í vörn og sókn, rétt eins og Shaquille O´Neal," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Rip Hamilton 24 stig (6 frák, 6 stoðs), Tayshaun Prince 16 stig (9 frák), Chauncey Billups 14 stig (7 stoðs), Rasheed Wallace 11 stig (9 frák), Lindsay Hunter 9 stig (5 stoðs), Antonio McDyess 7 stig (8 frák), Ben Wallace 6 stig (7 frák, 5 varin).Atkvæðamestir í liði Miami:Shaquille O´Neal 24 stig (13 frák, 5 varin), Rasual Butler 13 stig, Keyon Dooling 10 stig, Udonis Haslem 8 stig (10 frák), Damon Jones 7 stig (6 stoðs), Eddie Jones 3 stig (hitti úr 1 af 9 skotum).
NBA Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira