Er ofbeldið einkamál? 23. júní 2005 00:01 Þegar dómur fellur yfir barnaníðingi birtast af því fréttir í fjölmiðlum og allir eru á eitt sáttir um að birta eigi frétt af slíkum dómi. Hversu miklar upplýsingar um málið eiga að birtast er hins vegar eitthvað sem fólk deilir um. Deilt hefur verið um hvort birta eigi nafn glæpamannsins. Ef birt er nafn glæpamanns sem rænir banka af hverju á þá ekki að birta nafn manns sem framdi glæp gegn börnum? Mál sem kemur fyrir dóm er sjaldnast einkamál fólks, því hlutverk dómstóla er að vera almenningur í óeiginlegum skilningi. Samfélagið setur skilyrði, m.a. með lögunum um það hvað er rétt og rangt og maður sem brýtur gegn lögum samfélagsins brýtur gegn samfélaginu og þar af leiðandi er það ekki einkamál hans og ætti hann ekki að njóta nafnleyndar. Annað sem er umdeilanlegt er það hversu nákvæmar lýsingar eigi að birtast af glæpnum. Helstu rökin gegn því að nákvæm lýsing sé birt í fjölmiðlum er fyrst og fremst sú að taka þurfi tillit til barnanna sem beitt voru kynferðislegu ofbeldi og aðstandenda þeirra. Önnur rök eru að vernda þurfi lesendur gegn glæpnum. Ef maður dansar við djöfulinn, breytir það honum ekkert en það breytir manni sjálfum að eilífu. Vitneskja um hræðilegan glæp getur haft djúpstæð sálræn áhrif á fólk,en mun engu breyta um hegðun glæpamanna. Þegar börn eru beitt kynferðilslegu ofbeldi þurfa lýsingarnar ekki að vera mjög nákvæmar, ekki þarf að láta mörg orð falla til að fólk átti sig á hvað átti sér stað. Að flestu fólki sækir hrollur þegar það les lýsingar á hrottafengnum glæp og það er hlutverk fjölmiðla að taka ekki á slíku með silkihönskum, en það er vel hægt án þess að fara í mjög nákvæmar lýsingar. Hvað varðar tillitssemi við börnin og aðstandendur ber fjölmiðlum siðferðisleg skylda til að fara vel með efnið og meta hverju sinni hvað sé rétt að gera. Nákvæmar lýsingar eru alltaf viðkvæmar, bæði gagnvart aðstandendum og lesendum. Ætíð ber að gæta virðingar í málum sem þessum og setja efnið fram á smekklegan máta, ef það er mögulegt. Orðalag og framsetning skiptir miklu máli, og eins þarf að gæta hlutleysis. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er alltaf alvarlegt og það eitt nægir að segja að maður hafi verið dæmdur fyrir að beita barn kynferðislegu ofbeldi. Hvað nákvæmlega gerðist er ekki þörf á að lýsa, vegna þess að það bætir í raun engu við fréttina. Ekki frekar en nákvæmar lýsingar af hvernig maður sem í alvarlegu bílslysi hlaut áverka sína, það nægir að segja að hann hafi slasast lífshættulega. Ofbeldi er ekki einkamál, þar sem samfélagið ber sameiginlega ábyrgð á því ofbeldi sem í því þrífst. Með fréttum af kynferðislegu ofbeldi gegn börnum er fólk vakið til vitundar um ofbeldið og í raun kallað til ábyrgðar. Spurning eins og , "hvað er það í okkar menningu sem veldur því að svona glæpir eiga sér stað?", ætti að vakna en ekki "hvað gerðist nákvæmlega?". Kristín Eva Þórhallsdóttir - kristineva@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar dómur fellur yfir barnaníðingi birtast af því fréttir í fjölmiðlum og allir eru á eitt sáttir um að birta eigi frétt af slíkum dómi. Hversu miklar upplýsingar um málið eiga að birtast er hins vegar eitthvað sem fólk deilir um. Deilt hefur verið um hvort birta eigi nafn glæpamannsins. Ef birt er nafn glæpamanns sem rænir banka af hverju á þá ekki að birta nafn manns sem framdi glæp gegn börnum? Mál sem kemur fyrir dóm er sjaldnast einkamál fólks, því hlutverk dómstóla er að vera almenningur í óeiginlegum skilningi. Samfélagið setur skilyrði, m.a. með lögunum um það hvað er rétt og rangt og maður sem brýtur gegn lögum samfélagsins brýtur gegn samfélaginu og þar af leiðandi er það ekki einkamál hans og ætti hann ekki að njóta nafnleyndar. Annað sem er umdeilanlegt er það hversu nákvæmar lýsingar eigi að birtast af glæpnum. Helstu rökin gegn því að nákvæm lýsing sé birt í fjölmiðlum er fyrst og fremst sú að taka þurfi tillit til barnanna sem beitt voru kynferðislegu ofbeldi og aðstandenda þeirra. Önnur rök eru að vernda þurfi lesendur gegn glæpnum. Ef maður dansar við djöfulinn, breytir það honum ekkert en það breytir manni sjálfum að eilífu. Vitneskja um hræðilegan glæp getur haft djúpstæð sálræn áhrif á fólk,en mun engu breyta um hegðun glæpamanna. Þegar börn eru beitt kynferðilslegu ofbeldi þurfa lýsingarnar ekki að vera mjög nákvæmar, ekki þarf að láta mörg orð falla til að fólk átti sig á hvað átti sér stað. Að flestu fólki sækir hrollur þegar það les lýsingar á hrottafengnum glæp og það er hlutverk fjölmiðla að taka ekki á slíku með silkihönskum, en það er vel hægt án þess að fara í mjög nákvæmar lýsingar. Hvað varðar tillitssemi við börnin og aðstandendur ber fjölmiðlum siðferðisleg skylda til að fara vel með efnið og meta hverju sinni hvað sé rétt að gera. Nákvæmar lýsingar eru alltaf viðkvæmar, bæði gagnvart aðstandendum og lesendum. Ætíð ber að gæta virðingar í málum sem þessum og setja efnið fram á smekklegan máta, ef það er mögulegt. Orðalag og framsetning skiptir miklu máli, og eins þarf að gæta hlutleysis. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er alltaf alvarlegt og það eitt nægir að segja að maður hafi verið dæmdur fyrir að beita barn kynferðislegu ofbeldi. Hvað nákvæmlega gerðist er ekki þörf á að lýsa, vegna þess að það bætir í raun engu við fréttina. Ekki frekar en nákvæmar lýsingar af hvernig maður sem í alvarlegu bílslysi hlaut áverka sína, það nægir að segja að hann hafi slasast lífshættulega. Ofbeldi er ekki einkamál, þar sem samfélagið ber sameiginlega ábyrgð á því ofbeldi sem í því þrífst. Með fréttum af kynferðislegu ofbeldi gegn börnum er fólk vakið til vitundar um ofbeldið og í raun kallað til ábyrgðar. Spurning eins og , "hvað er það í okkar menningu sem veldur því að svona glæpir eiga sér stað?", ætti að vakna en ekki "hvað gerðist nákvæmlega?". Kristín Eva Þórhallsdóttir - kristineva@frettabladid.is
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun