Allir nýnemar fá skólavist 27. júní 2005 00:01 Allir nýir umsækjendur um vist í framhaldsskólum landsins fá skólavist, þrátt fyrir að aldrei hafi jafnhátt hlutfall árgangs nýnema sótt um. Í fyrra beið fjöldi nýnema í óvissu svo vikum skipti. Nýtt innritunarkerfi er helsta ástæða þess að þetta endurtók sig ekki. Um 95% árgangsins sem var að ljúka tíunda bekk sótti um að hefja framhaldsskólanám í haust. Er það hærra hlutfall en nokkru sinni fyrr. Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra segir að allir þessir nemendur fái skólavist í haust. Þó að Verslunarskólinn, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Kvennaskólinn hafi þurft að hafna töluverðum fjölda nemenda, bjóðist öllum að hefja nám í þeim skólum sem sótt var um til vara. Í fyrra beið stór hópur nýnema í óvissu langt fram eftir sumri, þar sem hreinlega lá ekki ljóst fyrir hvort allir fengju að hefja nám í framhaldsskólum sem eftir því óskuðu. Ekki lá fyrir hve margir höfðu tvískráð sig og enginn virtist hafa næga yfirsýn yfir skráningarnar til að geta svarað því hvort skólarnir önnuðu öllum nemendunum. Steingrímur segir stórbætt innritunarkerfi helstu ástæðuna fyrir því að þetta hafi ekki endurtekið sig. Nú sæki allir um rafrænt og því hafi ráðuneytið heildstæða yfirsýn yfir allar umsóknir og eins hvaða skóla hafi verið sótt um til vara. Enn liggur þó ekki fyrir hvort framhaldsskólarnir geti tekið við eldri nemendum, sem vilja hefja nám á nýjan leik. Það er í höndum einstakra skóla að taka um það ákvörðun. Þegar líða tekur á sumarið liggur væntanlega fyrir hvort hægt verði að finna pláss fyrir þá líka. Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Allir nýir umsækjendur um vist í framhaldsskólum landsins fá skólavist, þrátt fyrir að aldrei hafi jafnhátt hlutfall árgangs nýnema sótt um. Í fyrra beið fjöldi nýnema í óvissu svo vikum skipti. Nýtt innritunarkerfi er helsta ástæða þess að þetta endurtók sig ekki. Um 95% árgangsins sem var að ljúka tíunda bekk sótti um að hefja framhaldsskólanám í haust. Er það hærra hlutfall en nokkru sinni fyrr. Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra segir að allir þessir nemendur fái skólavist í haust. Þó að Verslunarskólinn, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Kvennaskólinn hafi þurft að hafna töluverðum fjölda nemenda, bjóðist öllum að hefja nám í þeim skólum sem sótt var um til vara. Í fyrra beið stór hópur nýnema í óvissu langt fram eftir sumri, þar sem hreinlega lá ekki ljóst fyrir hvort allir fengju að hefja nám í framhaldsskólum sem eftir því óskuðu. Ekki lá fyrir hve margir höfðu tvískráð sig og enginn virtist hafa næga yfirsýn yfir skráningarnar til að geta svarað því hvort skólarnir önnuðu öllum nemendunum. Steingrímur segir stórbætt innritunarkerfi helstu ástæðuna fyrir því að þetta hafi ekki endurtekið sig. Nú sæki allir um rafrænt og því hafi ráðuneytið heildstæða yfirsýn yfir allar umsóknir og eins hvaða skóla hafi verið sótt um til vara. Enn liggur þó ekki fyrir hvort framhaldsskólarnir geti tekið við eldri nemendum, sem vilja hefja nám á nýjan leik. Það er í höndum einstakra skóla að taka um það ákvörðun. Þegar líða tekur á sumarið liggur væntanlega fyrir hvort hægt verði að finna pláss fyrir þá líka.
Fréttir Innlent Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira