Mourinho hrósar Eiði Smára 15. júlí 2005 00:01 José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hrósaði Eiði Smára Guðjohnsen í hástert eftir fyrsta æfingaleik félagsins á tímabilinu gegn Wycombe Wanderers, en honum lauk með 5-1 sigri Chelsea. "Við höfum framherjana Carlton Cole, Didier Drogba og Hernan Crespo, og við getum að auki notað Eið Smára allsstaðar þar sem við viljum. Hann var mjög góður í hlutverki sínu á miðjunni á síðustu leiktíð. Þar fær hann njóta sín. Hann er fljótur að aðlagast ólíkum hlutverkum og gefur liðinu mikið sem miðjumaður." Allt stefnir í að Eiður Smári verði notaður sem fremsti miðjumaður hjá Chelsea en í því hlutverki hefur hann spilað sína bestu leiki fyrir félagið. Í leiknum gegn Wycombe byrjaði Eiður vinstra megin á miðjunni, en færði sig svo alveg inn á miðju þegar líða tók á leikinn. Carlton Cole, sem spilaði sem lánsmaður hjá Aston Villa á síðustu leiktíð, var á skotskónum í þessum leik og skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið í tvö ár. Tékkinn Jirí Jarosik skoraði tvö mörk fyrir Chelsea, en hann lék inni á miðjunni í fjarveru Claude Makalele sem fékk lengra sumarfrí en aðrir leikmenn félagsins. Damien Duff og Joe Cole gerðu sitt markið hvor, en þeir þóttu báðir leika vel í leiknum. Færri leikmenn hafa komið til félagsins í sumar en búist var við, en Mourinho er ánægður með þá leikmenn sem eru hjá félaginu. "Kannski koma tveir leikmenn til viðbótar en það er ekkert víst í því. Ég kvarta ekki yfir þeim leikmönnum sem eru hérna og tel okkur ekkert nauðsynlega þurfa fleiri leikmenn. En góðir leikmenn eru alltaf velkomnir hingað." Næsti leikur Chelsea á undirbúningstímabilinu er gegn Benfica á sunnudaginn í Bandaríkjaför liðsins og verður hann sýndur á Sýn. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hrósaði Eiði Smára Guðjohnsen í hástert eftir fyrsta æfingaleik félagsins á tímabilinu gegn Wycombe Wanderers, en honum lauk með 5-1 sigri Chelsea. "Við höfum framherjana Carlton Cole, Didier Drogba og Hernan Crespo, og við getum að auki notað Eið Smára allsstaðar þar sem við viljum. Hann var mjög góður í hlutverki sínu á miðjunni á síðustu leiktíð. Þar fær hann njóta sín. Hann er fljótur að aðlagast ólíkum hlutverkum og gefur liðinu mikið sem miðjumaður." Allt stefnir í að Eiður Smári verði notaður sem fremsti miðjumaður hjá Chelsea en í því hlutverki hefur hann spilað sína bestu leiki fyrir félagið. Í leiknum gegn Wycombe byrjaði Eiður vinstra megin á miðjunni, en færði sig svo alveg inn á miðju þegar líða tók á leikinn. Carlton Cole, sem spilaði sem lánsmaður hjá Aston Villa á síðustu leiktíð, var á skotskónum í þessum leik og skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið í tvö ár. Tékkinn Jirí Jarosik skoraði tvö mörk fyrir Chelsea, en hann lék inni á miðjunni í fjarveru Claude Makalele sem fékk lengra sumarfrí en aðrir leikmenn félagsins. Damien Duff og Joe Cole gerðu sitt markið hvor, en þeir þóttu báðir leika vel í leiknum. Færri leikmenn hafa komið til félagsins í sumar en búist var við, en Mourinho er ánægður með þá leikmenn sem eru hjá félaginu. "Kannski koma tveir leikmenn til viðbótar en það er ekkert víst í því. Ég kvarta ekki yfir þeim leikmönnum sem eru hérna og tel okkur ekkert nauðsynlega þurfa fleiri leikmenn. En góðir leikmenn eru alltaf velkomnir hingað." Næsti leikur Chelsea á undirbúningstímabilinu er gegn Benfica á sunnudaginn í Bandaríkjaför liðsins og verður hann sýndur á Sýn.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira