Afstaða ráðherra hefur ekki áhrif 22. júlí 2005 00:01 Ekki er áformað samkvæmt þeim hugmyndum sem Reykjavíkurborg kynnti Háskólanum í Reykjavík að byggja innan flugvallargirðingarinnar næstu tíu til fimmtán árin. Afstaða samgönguráðherra hefur því engin áhrif á framkvæmdir fram að þeim tíma. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Samgöngurráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að engar byggingar myndu rísa innan öryggisgirðingar Reykjavíkurflugvallar og sagði furðulegt að ekkert samráð hefði verið haft við samgönguyfirvöld þegar Reykjavíkurborg bauð Háskólanum í Reykjavík (HR) lóð undir byggingar sem ná inn fyrir girðingar Reykjavíkurflugvallar. Dagur segir að settur sé fyrirvari við afstöðu samgönguráðherra í tilboði sem kynnt var háskólanum. Hann segir afstöðu ráðherrans þó koma á óvart þar sem hann hafi setið á fundi með mönnum frá ráðuneytinu þar sem þetta hafi komið fram. Þeir hafi þó nefnt að þeim þætti betra að vita af hugmyndunum áður en þær væru kynntar opinberlega. „Kannski hefur ekki verið nægilega skýrt af okkar hálfu þessi skýri fyrirvari sem var gerður og að þetta er svæðið sem er hugsað til framtíðarnýtingar eftir tíu til fimmtán ár,“ segir Dagur. Dagur segir ennfremur að verið sé að gera þarfagreiningu fyrir háskólann og þá sé formlegum samningum ekki lokið. Hann hafi talið rétt að ljúka þessu áður en hann leitaði samþykkis samgönguyfirvalda. Hann er ósáttur við það orðalag Félags atvinnuflugmanna að kalla girðinguna umhverfis flugvöllinn öryggisgirðingu þar sem öryggissvæðið sé mun þrengra. Skilgreining Alþjóðaflugmálastofnunarinnar sé alveg skýr. Þar sé miðað við 150 metra frá miðlínu flugbrauta og fyrirhugað byggingarsvæði HR sé lengra frá en það, og raunar tvöfalt lengra frá heldur en núverandi byggð í Skerjafirði er frá flugbrautinni sem þar er. „Mér finnst þetta óþarfa, kannski, yfirlýsing af hálfu atvinnuflugmanna og hefði þótt betra að þeir leituðu upplýsinga hjá okkur hvað væri raunverulega á ferðinni,“ segir Dagur. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ekki er áformað samkvæmt þeim hugmyndum sem Reykjavíkurborg kynnti Háskólanum í Reykjavík að byggja innan flugvallargirðingarinnar næstu tíu til fimmtán árin. Afstaða samgönguráðherra hefur því engin áhrif á framkvæmdir fram að þeim tíma. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Samgöngurráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að engar byggingar myndu rísa innan öryggisgirðingar Reykjavíkurflugvallar og sagði furðulegt að ekkert samráð hefði verið haft við samgönguyfirvöld þegar Reykjavíkurborg bauð Háskólanum í Reykjavík (HR) lóð undir byggingar sem ná inn fyrir girðingar Reykjavíkurflugvallar. Dagur segir að settur sé fyrirvari við afstöðu samgönguráðherra í tilboði sem kynnt var háskólanum. Hann segir afstöðu ráðherrans þó koma á óvart þar sem hann hafi setið á fundi með mönnum frá ráðuneytinu þar sem þetta hafi komið fram. Þeir hafi þó nefnt að þeim þætti betra að vita af hugmyndunum áður en þær væru kynntar opinberlega. „Kannski hefur ekki verið nægilega skýrt af okkar hálfu þessi skýri fyrirvari sem var gerður og að þetta er svæðið sem er hugsað til framtíðarnýtingar eftir tíu til fimmtán ár,“ segir Dagur. Dagur segir ennfremur að verið sé að gera þarfagreiningu fyrir háskólann og þá sé formlegum samningum ekki lokið. Hann hafi talið rétt að ljúka þessu áður en hann leitaði samþykkis samgönguyfirvalda. Hann er ósáttur við það orðalag Félags atvinnuflugmanna að kalla girðinguna umhverfis flugvöllinn öryggisgirðingu þar sem öryggissvæðið sé mun þrengra. Skilgreining Alþjóðaflugmálastofnunarinnar sé alveg skýr. Þar sé miðað við 150 metra frá miðlínu flugbrauta og fyrirhugað byggingarsvæði HR sé lengra frá en það, og raunar tvöfalt lengra frá heldur en núverandi byggð í Skerjafirði er frá flugbrautinni sem þar er. „Mér finnst þetta óþarfa, kannski, yfirlýsing af hálfu atvinnuflugmanna og hefði þótt betra að þeir leituðu upplýsinga hjá okkur hvað væri raunverulega á ferðinni,“ segir Dagur.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira