Dermot Gallagher dæmdi á Íslandi 24. júlí 2005 00:01 Dermot Gallagher hefur tveggja áratuga reynslu af dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni og var staddur hér á Íslandi um helgina til að dæma á Rey Cup mótinu. Fréttablaðið náði tali af kappanum á laugardaginn. Blaðamaður spurði Gallagher hvernig stæði á því að úrvalsdeildardómari væri kominn til Íslands að dæma yngriflokkaleiki. "Mótshaldararnir höfðu samband við Gylfa Orrason og spurðu hann hvort hann gæti útvegað dómara úr ensku úrvalsdeildinni til að koma og dæma á mótinu. Hann hafði í framhaldi af því samband við mig, því við höfum þekkst í nokkur ár og ég sló til af því þessi tímasetning hentaði mér prýðilega. Ég er búinn að vera í löngum og ströngum æfingabúðum á síðustu vikum, einsskonar herbúðum eiginlega. Þar er vaknað eldsnemma á morgnana og púlað fram eftir degi, svo að ég leit á það að koma hingað og dæma nokkra leiki til að ná mér niður eftir æfingabúðirnar. Þær eru samt bara ný yfirstaðnar og ég er því hálf slapplegur ennþá," sagði Gallagher hlæjandi. "Það er gaman að koma hingað aftur. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem til Íslands, ég hef dæmt einn Evrópuleik hérna og svo dæmdi ég landsleik hérna ekki fyrir löngu. Mér líst ágætlega á þessa krakka sem eru að spila hérna og mér þótti sérstaklega ánægjulegt að dæma stúlknaleikinn. Þessir krakkar eru allir í þessu til að hafa gaman af þessu og það sem ég tók helst eftir var hve skipulögð liðin og þjálfararnir eru. Ef ég hefði verið að dæma hliðstæðan leik í Bretlandi, er ég smeykur um að ef boltinn hefði borist út í hornið á vellinum hefði maður séð tuttugu krakka í þvögu að berjast um hann, en hérna eru þau öll mjög vel skipulögð og meðvituð um sín hlutverk í liðunum. Ég hef nú ekki séð mikið af leikjum ennþá, en ég sá aðeins af strákunum í liðinu frá Kaupmannahöfn og þeir eru mjög efnilegir." Blaðamaður spurði Gallagher hvort hann kannaðist við íslensku leikmennina sem spila í enska boltanum. "Að sjálfssögðu þekki ég nokkra. Ég þekki auðvitað Eið Guðjohnsen sem lék með Bolton og er núna enskur meistari með Chelsea. Svo man ég eftir Heiðari Helgusyni hjá Watford, sem nú er genginn í raðir Fulham. Það er sómapiltur. Hann gaf mér einu sinni treyjuna sína eftir landsleik. Ég hitti líka Sigurð Jónsson í gær, sem er að þjálfa Víking. Ég man eftir því þegar hann lék með Arsenal og Sheffield Wednesday. Synir Guðjóns Þórðarsonar hafa líka allir verið að leika á Englandi og ekki má gleyma Guðna Bergssyni, hann er mjög fínn náungi. Það athyglisverða við innrás þessara íslensku leikmanna í enska boltanum er að mínu mati að þeir hafa allir staðið sig ágætlega og enginn þeirra hefur verið lélegur ef þannig má að orði komast, enda væri auðvitað óeðlilegt að kæmu annað en frambærilegustu leikmennirnir héðan að spila í jafn sterkri deild." Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira
Dermot Gallagher hefur tveggja áratuga reynslu af dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni og var staddur hér á Íslandi um helgina til að dæma á Rey Cup mótinu. Fréttablaðið náði tali af kappanum á laugardaginn. Blaðamaður spurði Gallagher hvernig stæði á því að úrvalsdeildardómari væri kominn til Íslands að dæma yngriflokkaleiki. "Mótshaldararnir höfðu samband við Gylfa Orrason og spurðu hann hvort hann gæti útvegað dómara úr ensku úrvalsdeildinni til að koma og dæma á mótinu. Hann hafði í framhaldi af því samband við mig, því við höfum þekkst í nokkur ár og ég sló til af því þessi tímasetning hentaði mér prýðilega. Ég er búinn að vera í löngum og ströngum æfingabúðum á síðustu vikum, einsskonar herbúðum eiginlega. Þar er vaknað eldsnemma á morgnana og púlað fram eftir degi, svo að ég leit á það að koma hingað og dæma nokkra leiki til að ná mér niður eftir æfingabúðirnar. Þær eru samt bara ný yfirstaðnar og ég er því hálf slapplegur ennþá," sagði Gallagher hlæjandi. "Það er gaman að koma hingað aftur. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem til Íslands, ég hef dæmt einn Evrópuleik hérna og svo dæmdi ég landsleik hérna ekki fyrir löngu. Mér líst ágætlega á þessa krakka sem eru að spila hérna og mér þótti sérstaklega ánægjulegt að dæma stúlknaleikinn. Þessir krakkar eru allir í þessu til að hafa gaman af þessu og það sem ég tók helst eftir var hve skipulögð liðin og þjálfararnir eru. Ef ég hefði verið að dæma hliðstæðan leik í Bretlandi, er ég smeykur um að ef boltinn hefði borist út í hornið á vellinum hefði maður séð tuttugu krakka í þvögu að berjast um hann, en hérna eru þau öll mjög vel skipulögð og meðvituð um sín hlutverk í liðunum. Ég hef nú ekki séð mikið af leikjum ennþá, en ég sá aðeins af strákunum í liðinu frá Kaupmannahöfn og þeir eru mjög efnilegir." Blaðamaður spurði Gallagher hvort hann kannaðist við íslensku leikmennina sem spila í enska boltanum. "Að sjálfssögðu þekki ég nokkra. Ég þekki auðvitað Eið Guðjohnsen sem lék með Bolton og er núna enskur meistari með Chelsea. Svo man ég eftir Heiðari Helgusyni hjá Watford, sem nú er genginn í raðir Fulham. Það er sómapiltur. Hann gaf mér einu sinni treyjuna sína eftir landsleik. Ég hitti líka Sigurð Jónsson í gær, sem er að þjálfa Víking. Ég man eftir því þegar hann lék með Arsenal og Sheffield Wednesday. Synir Guðjóns Þórðarsonar hafa líka allir verið að leika á Englandi og ekki má gleyma Guðna Bergssyni, hann er mjög fínn náungi. Það athyglisverða við innrás þessara íslensku leikmanna í enska boltanum er að mínu mati að þeir hafa allir staðið sig ágætlega og enginn þeirra hefur verið lélegur ef þannig má að orði komast, enda væri auðvitað óeðlilegt að kæmu annað en frambærilegustu leikmennirnir héðan að spila í jafn sterkri deild."
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira