Keflavík jafnaði Evrópumet Skagans 28. júlí 2005 00:01 Keflavík komst í gær áfram í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða með 2-0 sigri á Etzella frá Lúxemborg og jafnaði um leið Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun. Keflvíkingar fóru inn í síðari leikinn gegn Etzella í gær með fjögurra marka forskot og því ljóst að eitthvað mikið þurfti að gerast í Laugardalnum ef þeir áttu að falla úr keppni. Fyrri hálfleikurinn var fremur tíðindalítill en Keflvíkingar sáu um að eiga færin og voru óheppnir að ná ekki að skora þegar Guðmundur Steinarsson og Hörður Sveinsson áttu tvö þrumuskot í tréverkið úr sömu sókninni. Auk þess fengu þeir nokkur góð skallafæri, það besta fékk Guðmundur eftir frábæran undirbúning Hólmars Arnar Rúnarssonar. Etzella byrjaði síðari hálfleikinn af nokkrum krafti en gekk illa að halda boltanum innan liðsins og sóknir Keflvíkinga voru hættulegri. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiktímanum kom fyrra markið en það skoraði Hörður Sveinsson. Guðjón Antoníusson fékk að líta rauða spjaldið tíu mínútum fyrir leikslok en þrátt fyrir að vera einum færri bættu Keflvíkingar við. Gunnar Hilmar Kristinsson gerði síðan síðara markið eftir sendingu frá Herði. Þetta var fyrsta mark Gunnars fyrir Keflavík en hann kom inn á sem varamaður í leiknum. „Það var mögnuð tilfinning að ná að skora mitt fyrsta mark. Það er mjög góð reynsla að fá að taka þátt í Evrópukeppninni og sérstaklega þegar okkur gengur svona vel. Etzella er með alveg þokkalegt lið en vörnin er mjög léleg og þá voru þeir fullgrófir. Áherslan var lögð á að halda hreinu í þessum leik og það tókst," sagði Gunnar Hilmar. Hörður Sveinsson var ánægður með sigurinn. „Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust sem kemur sér vel fyrir komandi leiki í deildinni og einnig fyrir næsta Evrópuleik," sagði Hörður, sem bætti við sitt eigið met með því að skora fimm mörk í umferðinni. Keflavíkurliðið jafnaði einnig Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun. Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Keflavík komst í gær áfram í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða með 2-0 sigri á Etzella frá Lúxemborg og jafnaði um leið Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun. Keflvíkingar fóru inn í síðari leikinn gegn Etzella í gær með fjögurra marka forskot og því ljóst að eitthvað mikið þurfti að gerast í Laugardalnum ef þeir áttu að falla úr keppni. Fyrri hálfleikurinn var fremur tíðindalítill en Keflvíkingar sáu um að eiga færin og voru óheppnir að ná ekki að skora þegar Guðmundur Steinarsson og Hörður Sveinsson áttu tvö þrumuskot í tréverkið úr sömu sókninni. Auk þess fengu þeir nokkur góð skallafæri, það besta fékk Guðmundur eftir frábæran undirbúning Hólmars Arnar Rúnarssonar. Etzella byrjaði síðari hálfleikinn af nokkrum krafti en gekk illa að halda boltanum innan liðsins og sóknir Keflvíkinga voru hættulegri. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiktímanum kom fyrra markið en það skoraði Hörður Sveinsson. Guðjón Antoníusson fékk að líta rauða spjaldið tíu mínútum fyrir leikslok en þrátt fyrir að vera einum færri bættu Keflvíkingar við. Gunnar Hilmar Kristinsson gerði síðan síðara markið eftir sendingu frá Herði. Þetta var fyrsta mark Gunnars fyrir Keflavík en hann kom inn á sem varamaður í leiknum. „Það var mögnuð tilfinning að ná að skora mitt fyrsta mark. Það er mjög góð reynsla að fá að taka þátt í Evrópukeppninni og sérstaklega þegar okkur gengur svona vel. Etzella er með alveg þokkalegt lið en vörnin er mjög léleg og þá voru þeir fullgrófir. Áherslan var lögð á að halda hreinu í þessum leik og það tókst," sagði Gunnar Hilmar. Hörður Sveinsson var ánægður með sigurinn. „Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust sem kemur sér vel fyrir komandi leiki í deildinni og einnig fyrir næsta Evrópuleik," sagði Hörður, sem bætti við sitt eigið met með því að skora fimm mörk í umferðinni. Keflavíkurliðið jafnaði einnig Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun.
Íslenski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira