"Unnum við ekki leikinn?" spurði Mourinho fréttamann kaldhæðnislega eftir leikinn. "Mér sýndist við skora tvö mörk, falleg mörk. Við áttum leikinn og skoruðum tvö mörk. Það nægir okkur venjulega til sigurs, svo að ég á frekar erfitt með að tjá mig um leikinn," sagði Mourinho og bætti við að hann vildi ekki sjá atvikið á myndbandi.
"Ég treysti viðbrögðum leikmanna minna, þeir vissu að þetta mark var gott og gilt og mér fannst við eiga skilið að vinna þennan leik, jafnvel þó við hefðum ekki skorað þetta mark," sagði Mourinho.