
Sport
Manchester United burstaði Wigan

Manchester United skaust í annað sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld með auðveldum sigri á Wigan 4-0. Wayne Rooney skoraði tvö mörk fyrir United í kvöld, Rio Ferdinand eitt og Ruud Van Nistelrooy bætti við því fjórða úr vítaspyrnu. Bobby Zamora tryggði West Ham góðan 2-1 útisigur á Everton eftir að jafnt var í hálfleik 1-1.