Harry Kewell fær hér að kenna á því frá varnarmanni Sao PauloNordicPhotos/GettyImages
Brasilíska liðið Sao Paulo sigraði enska liðið Liverpool í úrslitum í heimsmeistarakeppni félagsliða í Japan nú rétt í þessu 1-0. Liverpool hafði mikla yfirburði í leiknum, en náði ekki að skora og fer því flestum að óvörum tómhent heim frá mótinu.