Bandaríkjanna samþykkti á mánudag að taka til meðferðar mál, sem snýst um það hvort ríkisstjórn Bandaríkjanna beri skylda til að setja hömlur á losun gróðurhúsalofttegunda.
Bandarísk stjórnvöld hafa ekki viljað setja reglur um losun gróðurhúsalofttegunda, og beita þeim rökum að þessar lofttegundir mengi ekki andrúmsloftið, jafnvel þótt þær valdi hlýnun. Þess vegna hljóti það að vera á ábyrgð einstakra fyrirtækja hvort þau dragi úr notkun þessara lofttegunda og hjálpi þannig til við að draga úr gróðurhúsaáhrifunum.