Ísraelsher ræðst inn í Suður-Líbanon 13. júlí 2006 07:15 Brú eyðilögð Ungur líbanskur maður sýndi friðarmerkið með fingrunum þegar ljósmyndara bar að garði. Maðurinn var að skoða rústir Qassmieh-brúarinnar sem Ísraelsher sprengdi í loft upp í gær í hefndarskyni fyrir handtöku Hezbollah á tveimur ísraelskum hermönnum. MYND/AP Liðsmenn Hezbollah handsömuðu tvo ísraelska hermenn í gærmorgun og varð það til þess að Ísraelsher svaraði fyrir sig með umfangsmiklum árásum úr herflugvélum, skriðdrekum og fallbyssubátum í Suður-Líbanon, á meðan ísraelskir landgönguliðar flykktust yfir landamærin í leit að föngunum tveim. Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, kallaði handtökuna "stríðsaðgerð" og sagði líbönsku ríkisstjórnina ábyrga. Hann sagði jafnframt að viðbrögð Ísraela "myndu verða öguð, en afar, afar sársaukafull". Ísraelsher á þegar í afar umdeildum átökum við Palestínumenn á Gaza-ströndinni, þar sem hermenn reyna að frelsa einn félaga sinn sem handsamaður var 25. júní af aðilum sem taldir eru tengjast Hamas-hreyfingunni. Þau átök hafa vakið mikil viðbrögð alþjóðlega, og hafa ráðamenn valdamestu ríkja heims hvatt Ísraelsher til að draga sig til baka. Einn ísraelskur hermaður hefur farist í þeim átökum, en minnst 60 Palestínumenn, þar af fjölmörg börn og unglingar. Hermaðurinn var skotinn af félögum sínum fyrir mistök. En í stað þess að draga úr átökunum, jók Ísraelsher umfang árásanna á Gaza í gærmorgun og sprengdi heimahús skömmu fyrir dögun í þeirri trú að þar væri að finna háttsettan leiðtoga Hamas-hreyfingarinnar. Svo var þó ekki og fórust níu meðlimir einnar palestínskrar fjölskyldu í árásinni, þar af sjö börn. Talsmenn Hezbollah segjast hafa handtekið hermennina í þeim tilgangi að fá ísraelsk yfirvöld til að leysa líbanska fanga úr haldi í Ísrael. Uppreisnarmennirnir sem halda hermanninum í Palestínu hafa einnig farið fram á fangaskipti, en Ísraelar hafa neitað þeim skiptum, þó þeir hafi áður skipst á föngum við Hezbollah. Ísraelar halda minnst níu þúsund Palestínumönnum í fangelsi í Ísrael, körlum, konum og börnum. Bæði talsmenn Hezbollah og heimastjórnar Palestínu sögðust í gær vonast eftir friðsamlegri lausn á deilunum. En hernaðaraðgerðir Ísraela í gærdag sýndu enn frekar að Ísraelar hafa lítinn áhuga á samningaviðræðum um fangaskipti í þetta sinn. Fórust minnst tveir óbreyttir líbanskir borgarar í átökunum, auk sjö ísraelskra hermanna. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt árásir Ísraelsmanna á Gaza-svæðið og sagt þá beita of miklum herafla. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, fordæmdi viðbrögð Ísraela gegn Líbanon, og kallaði eftir tafarlausri lausn ísraelsku hermannanna. Talsmenn Bandaríkjastjórnar sögðust halda Íran og Sýrland ábyrg fyrir handtöku hermannanna. Erlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Liðsmenn Hezbollah handsömuðu tvo ísraelska hermenn í gærmorgun og varð það til þess að Ísraelsher svaraði fyrir sig með umfangsmiklum árásum úr herflugvélum, skriðdrekum og fallbyssubátum í Suður-Líbanon, á meðan ísraelskir landgönguliðar flykktust yfir landamærin í leit að föngunum tveim. Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, kallaði handtökuna "stríðsaðgerð" og sagði líbönsku ríkisstjórnina ábyrga. Hann sagði jafnframt að viðbrögð Ísraela "myndu verða öguð, en afar, afar sársaukafull". Ísraelsher á þegar í afar umdeildum átökum við Palestínumenn á Gaza-ströndinni, þar sem hermenn reyna að frelsa einn félaga sinn sem handsamaður var 25. júní af aðilum sem taldir eru tengjast Hamas-hreyfingunni. Þau átök hafa vakið mikil viðbrögð alþjóðlega, og hafa ráðamenn valdamestu ríkja heims hvatt Ísraelsher til að draga sig til baka. Einn ísraelskur hermaður hefur farist í þeim átökum, en minnst 60 Palestínumenn, þar af fjölmörg börn og unglingar. Hermaðurinn var skotinn af félögum sínum fyrir mistök. En í stað þess að draga úr átökunum, jók Ísraelsher umfang árásanna á Gaza í gærmorgun og sprengdi heimahús skömmu fyrir dögun í þeirri trú að þar væri að finna háttsettan leiðtoga Hamas-hreyfingarinnar. Svo var þó ekki og fórust níu meðlimir einnar palestínskrar fjölskyldu í árásinni, þar af sjö börn. Talsmenn Hezbollah segjast hafa handtekið hermennina í þeim tilgangi að fá ísraelsk yfirvöld til að leysa líbanska fanga úr haldi í Ísrael. Uppreisnarmennirnir sem halda hermanninum í Palestínu hafa einnig farið fram á fangaskipti, en Ísraelar hafa neitað þeim skiptum, þó þeir hafi áður skipst á föngum við Hezbollah. Ísraelar halda minnst níu þúsund Palestínumönnum í fangelsi í Ísrael, körlum, konum og börnum. Bæði talsmenn Hezbollah og heimastjórnar Palestínu sögðust í gær vonast eftir friðsamlegri lausn á deilunum. En hernaðaraðgerðir Ísraela í gærdag sýndu enn frekar að Ísraelar hafa lítinn áhuga á samningaviðræðum um fangaskipti í þetta sinn. Fórust minnst tveir óbreyttir líbanskir borgarar í átökunum, auk sjö ísraelskra hermanna. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt árásir Ísraelsmanna á Gaza-svæðið og sagt þá beita of miklum herafla. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, fordæmdi viðbrögð Ísraela gegn Líbanon, og kallaði eftir tafarlausri lausn ísraelsku hermannanna. Talsmenn Bandaríkjastjórnar sögðust halda Íran og Sýrland ábyrg fyrir handtöku hermannanna.
Erlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira