Orðrómur um meinta kynferðislega áreitni forseta Ísraels, Moshe Katsav, tröllríður öllum fjölmiðlum í Ísrael og gæti tímasetningin varla verið verri fyrir Ísraela, sem sæta nú miklum alþjóðlegum ádeilum vegna innrása á Gaza-strönd og í Líbanon.
Tvær konur hafa komið fram í ísraelskum fjölmiðlum og saka Katsav um að hafa áreitt þær kynferðislega.
Engin kæra hefur verið lögð fram, en forsetinn, sem gegnt hefur embættinu í sex ár, hefur verið kallaður á fund ríkissaksóknara vegna málsins.