Þrjár af hverjum fjórum konum kunna ekki á farsímann sinn, samkvæmt rannsókn breska fyrirtækisins Comet, sem fjallað er um á fréttasíðu skoska blaðsins Evening Times.
Rannsóknin náði til eitt þúsund manna og kvenna, og í henni kom fram að 75 prósent kvennanna sem þátt tóku sögðust bara geta framkvæmt einföldustu aðgerðirnar á farsímunum sínum, svo sem að hringja og að senda SMS-skilaboð.
Sjö af hverjum tíu konum biðja aðra um að hlaða tónlist inn á MP3-spilarana, og fæstar skilja stafrænar myndavélar.
Ástæðan er sú að menn lesa leiðbeiningarbæklinginn sem kemur með tækjunum, á meðan konur gera það ekki, að því er fram kemur í frétt Evening Times.