Neyðarástand í Líbanon 22. júlí 2006 09:00 Sjúkraliði kemur barni undan Móðir þessa barns særðist í sprengjuárás í þorpinu Jwaia í Líbanon. MYND/Nordicphotos/afp Ísraelar setja nú aukinn kraft í árásir sínar í Líbanon. Ísraelski herinn hefur kallað út varalið og ráðlagt íbúum Suður-Líbanons að hafa sig á brott. Talið er að herinn undirbúi nú innrás landgönguliða sem fjölmenntu við landamærin í gær. Rauði krossinn lýsti yfir neyðarástandi í Líbanon í gær og Sameinuðu þjóðirnar segja aðstæður í landinu fara snarversnandi og neyð almennra borgara aukast frá degi til dags. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna harmaði að vegna eyðileggingar vega og brúa einangraðist Líbanon óðum frá umheiminum og æ erfiðara yrði að sinna nauðsynlegu hjálparstarfi. Hann sagði að ýmsar lífsnauðsynjar, eins og til dæmis hreint vatn, væru nú af skornum skammti. Talsmaður skrifstofu mannúðarmála hjá SÞ segir að erfitt sé að meta þörfina fyrir aðstoð, en telur að allt að hálf milljón manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín eða orðið fyrir stórfelldum óþægindum á síðustu dögum. Birgðir neyðarvista fyrir fjögur þúsund manns eru til reiðu en dreifing þeirra hefur tafist vegna ástands vega. Rauði krossinn segir hættulegt fyrir sjúkrabíla að keyra um vegna sprengjuárásanna og óttast er að smitsjúkdómar eins og mislingar og ýmsar öndunarsýkingar breiðist út í þéttskipuðum neyðarskýlum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur einnig fjallað um ástandið í Líbanon og starfsmenn hennar segjast hafa miklar áhyggjur af mögulegu rafmagnsleysi á sjúkrahúsum. Sprengikúla lenti á eftirlitsturni Sameinuðu þjóðanna í gær, en SÞ hefur fylgst með landamærunum síðan Ísraelar drógu lið sitt út úr Líbanon árið 2000. Ísraelski herinn sagði Hizbollah hafa skotið á turninn en ónafngreindur liðsforingi SÞ sagði að sprengikúlan hefði komið úr skriðdreka Ísraela. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, greinir frá því á heimasíðu sinni að líklegt sé að þriðjungur særðra og látinna sé börn og ungmenni. UNICEF starfar ásamt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og heilbrigðisráðuneyti Líbanons að sérstakri neyðaraðstoð fyrir börnin í landinu, svo sem vegna langvinnra veikinda og bráðatilfella. Í sameiginlegri yfirlýsingu UNICEF og AHS segir að átökin í landinu hafi hrikaleg áhrif á andlega heilsu barnanna. Líbanski herinn hefur haldið að sér höndum hingað til en forseti Líbanons segir að það breytist um leið og Ísraelsmenn sendi landgönguliðana yfir landamærin. Erlent Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Ísraelar setja nú aukinn kraft í árásir sínar í Líbanon. Ísraelski herinn hefur kallað út varalið og ráðlagt íbúum Suður-Líbanons að hafa sig á brott. Talið er að herinn undirbúi nú innrás landgönguliða sem fjölmenntu við landamærin í gær. Rauði krossinn lýsti yfir neyðarástandi í Líbanon í gær og Sameinuðu þjóðirnar segja aðstæður í landinu fara snarversnandi og neyð almennra borgara aukast frá degi til dags. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna harmaði að vegna eyðileggingar vega og brúa einangraðist Líbanon óðum frá umheiminum og æ erfiðara yrði að sinna nauðsynlegu hjálparstarfi. Hann sagði að ýmsar lífsnauðsynjar, eins og til dæmis hreint vatn, væru nú af skornum skammti. Talsmaður skrifstofu mannúðarmála hjá SÞ segir að erfitt sé að meta þörfina fyrir aðstoð, en telur að allt að hálf milljón manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín eða orðið fyrir stórfelldum óþægindum á síðustu dögum. Birgðir neyðarvista fyrir fjögur þúsund manns eru til reiðu en dreifing þeirra hefur tafist vegna ástands vega. Rauði krossinn segir hættulegt fyrir sjúkrabíla að keyra um vegna sprengjuárásanna og óttast er að smitsjúkdómar eins og mislingar og ýmsar öndunarsýkingar breiðist út í þéttskipuðum neyðarskýlum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur einnig fjallað um ástandið í Líbanon og starfsmenn hennar segjast hafa miklar áhyggjur af mögulegu rafmagnsleysi á sjúkrahúsum. Sprengikúla lenti á eftirlitsturni Sameinuðu þjóðanna í gær, en SÞ hefur fylgst með landamærunum síðan Ísraelar drógu lið sitt út úr Líbanon árið 2000. Ísraelski herinn sagði Hizbollah hafa skotið á turninn en ónafngreindur liðsforingi SÞ sagði að sprengikúlan hefði komið úr skriðdreka Ísraela. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, greinir frá því á heimasíðu sinni að líklegt sé að þriðjungur særðra og látinna sé börn og ungmenni. UNICEF starfar ásamt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og heilbrigðisráðuneyti Líbanons að sérstakri neyðaraðstoð fyrir börnin í landinu, svo sem vegna langvinnra veikinda og bráðatilfella. Í sameiginlegri yfirlýsingu UNICEF og AHS segir að átökin í landinu hafi hrikaleg áhrif á andlega heilsu barnanna. Líbanski herinn hefur haldið að sér höndum hingað til en forseti Líbanons segir að það breytist um leið og Ísraelsmenn sendi landgönguliðana yfir landamærin.
Erlent Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira