Uppreisnarmenn á Gaza hafa fallist á að hætta flugskeytaárásum á Ísrael og tók einhliða vopnahléð gildi aðfaranótt sunnudags, að sögn palestínsks embættismanns.
Vonir eru bundnar við að samkomulagið bindi enda á árásir Ísraela á Gaza-svæðið, sem staðið hafa yfir frá 28. júní síðastliðnum þegar palestínskir uppreisnarmenn drápu tvo ísraelska hermenn og tóku þann þriðja höndum.