Kjarnorka til Indverja 28. júlí 2006 07:45 Kjarnorkueldflaugatilraunir PAkistana Pakistanar eru mótfallnir sérmeðferð þeirri sem Indverjar þykja fá hjá Bandaríkjamönnum og er viðbúið að þeir fari nú að leita ráða til að auka við kjarnorkuvígbúnað sinn. MYND/Nordicphotos/gettyimages Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta frumvarp um samstarf Bandaríkjamanna og Indverja að kjarnorkumálum. Veiti Öldungadeild Bandaríkjaþings Indverjum undanþágu frá banni um viðskipti með kjarnorku verður Indland í raun viðurkennt sem kjarnorkuveldi. Samkvæmt frumvarpinu fá Indverjar keypt kjarnorkueldsneyti, tækniaðstoð og þekkingu af Bandaríkjamönnum, gegn því að veita alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að fjórtán kjarnorkuverum á Indlandi. Indverjar eiga átta kjarnorkuver til viðbótar en þau eru skilgreind sem „hernaðarlega mikilvæg“ og verða lokuð umheiminum eftir sem áður. Frumvarpið var samþykkt með 359 atkvæðum gegn 69 og felur í sér kúvendingu áratuga gamallar stefnu Bandaríkjanna í kjarnorkumálum, því nú verður tekið upp kjarnorkusamstarf við ríki sem neitar að skrifa undir NPT-samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna. Andstæðingar frumvarpsins halda því fram að sala á bandarísku kjarnorkueldsneyti til Indlands myndi gefa Indverjum aukið svigrúm og færi á að hefja stórtæka vopnaframleiðslu og einn þingmaður demókrata, Ed Markey, líkti því við að hella „kjarnorkuolíu á vopnakapphlaupseldinn“ milli Indlands og Pakistans. Verið sé að verðlauna Indverja fyrir að hafa framleitt kjarnorku í trássi við alþjóðasamninga. Gagnrýnendur óttast einnig að verið sé að senda misvísandi skilaboð til annarra ríkja sem einnig ásælast kjarnorku og þá sérstaklega Írans, sem hefur lengi unnið að því leynt og ljóst að auðga úran til orkuframleiðslu, í óþökk kjarnorkuvelda heimsins. Bandaríkjamenn hafi stigið skref í átt að frjálsum heimsviðskiptum með kjarnorkutækni sem Rússar eða Kínverjar gætu einnig viljað stíga. Erlent Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta frumvarp um samstarf Bandaríkjamanna og Indverja að kjarnorkumálum. Veiti Öldungadeild Bandaríkjaþings Indverjum undanþágu frá banni um viðskipti með kjarnorku verður Indland í raun viðurkennt sem kjarnorkuveldi. Samkvæmt frumvarpinu fá Indverjar keypt kjarnorkueldsneyti, tækniaðstoð og þekkingu af Bandaríkjamönnum, gegn því að veita alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að fjórtán kjarnorkuverum á Indlandi. Indverjar eiga átta kjarnorkuver til viðbótar en þau eru skilgreind sem „hernaðarlega mikilvæg“ og verða lokuð umheiminum eftir sem áður. Frumvarpið var samþykkt með 359 atkvæðum gegn 69 og felur í sér kúvendingu áratuga gamallar stefnu Bandaríkjanna í kjarnorkumálum, því nú verður tekið upp kjarnorkusamstarf við ríki sem neitar að skrifa undir NPT-samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna. Andstæðingar frumvarpsins halda því fram að sala á bandarísku kjarnorkueldsneyti til Indlands myndi gefa Indverjum aukið svigrúm og færi á að hefja stórtæka vopnaframleiðslu og einn þingmaður demókrata, Ed Markey, líkti því við að hella „kjarnorkuolíu á vopnakapphlaupseldinn“ milli Indlands og Pakistans. Verið sé að verðlauna Indverja fyrir að hafa framleitt kjarnorku í trássi við alþjóðasamninga. Gagnrýnendur óttast einnig að verið sé að senda misvísandi skilaboð til annarra ríkja sem einnig ásælast kjarnorku og þá sérstaklega Írans, sem hefur lengi unnið að því leynt og ljóst að auðga úran til orkuframleiðslu, í óþökk kjarnorkuvelda heimsins. Bandaríkjamenn hafi stigið skref í átt að frjálsum heimsviðskiptum með kjarnorkutækni sem Rússar eða Kínverjar gætu einnig viljað stíga.
Erlent Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira