Segir stjórnvöld geta sveipað söguna blæju 5. ágúst 2006 08:15 Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sendi erindi til dómsmálaráðuneytis, þjóðskjalasafns og héraðsdóms Reykjavíkur í lok maí, þess efnis að hann fengi aðgang að skýrslum um símahleranir stjórnvalda á árunum 1949 til 1968. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hafði birt upplýsingar um þessar hleranir fyrr í mánuðinum. Ragnar segist munu fara með málið fyrir dómstóla ef lausn fæst ekki á því. „Ráðuneytið neitaði mér tvívegis um aðgang að gögnunum. Ég gerði því kröfu um að dómsmálaráðherra viki sæti, en ráðuneytið brást við því með því að senda gögnin frá sér upp í Þjóðskjalasafn, nokkrum dögum áður en beiðninni var hafnað á þeim forsendum að gögnin væru ekki í ráðuneytinu,“ segir Ragnar. Ráðuneytið tók ekki afstöðu til málsins, en vísaði til þingsályktunartillögu Alþingis varðandi stofnun þingnefndar sem fjalla ætti um hvernig aðgangi fræðimanna að gögnunum yrði háttað. Ragnar segir þetta ekki vera lögfræðilegan rökstuðning fyrir synjuninni. „Ég vil vita í hvers konar samfélagi ég bý. Það er hægt að sveipa söguna blæju ef fjölmiðlar og fræðimenn hafa ekki aðgang að svona gögnum,“ segir Ragnar. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður segir að Þjóðskjalasafni hafi ekki borist formleg beiðni frá Ragnari um aðgang að nýju gögnunum frá ráðuneytinu. „Við erum með gögn frá dómstólum sem hafa verið nokkuð lengi hjá okkur. Við veittum Ragnari takmarkaðan aðgang, eins og Guðna. Ráðuneytið skilaði okkur svo gögnum núna í júlí, þar á meðal umræddum gögnum um hleranir, en þau hefðu átt að vera komin fyrir löngu, þar sem 30 ára skilaskylda er á þeim. Þau yngstu eru frá 1968.“ Ólafur segir ástæðu þess að aðgangur að gögnunum sé ekki almennur vera persónuverndarsjónarmið, en lög um þetta séu óskýr eða ekki til staðar. „Mér finnst sjálfsagt að hver sem er fái að skoða þessi gögn fyrir sjálfan sig,“ segir Guðni. „Auðvitað á að láta þá sem voru hleraðir, eða aðstandendur þeirra, séu þeir látnir, vita af því að það var gert. Enginn þeirra hefur verið látinn vita, þótt margir hafi gert sér grein fyrir því engu að síður að verið var að hlera þá.“ Hvorki náðist í dómsmálaráðherra né ráðuneytisstjóra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sendi erindi til dómsmálaráðuneytis, þjóðskjalasafns og héraðsdóms Reykjavíkur í lok maí, þess efnis að hann fengi aðgang að skýrslum um símahleranir stjórnvalda á árunum 1949 til 1968. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hafði birt upplýsingar um þessar hleranir fyrr í mánuðinum. Ragnar segist munu fara með málið fyrir dómstóla ef lausn fæst ekki á því. „Ráðuneytið neitaði mér tvívegis um aðgang að gögnunum. Ég gerði því kröfu um að dómsmálaráðherra viki sæti, en ráðuneytið brást við því með því að senda gögnin frá sér upp í Þjóðskjalasafn, nokkrum dögum áður en beiðninni var hafnað á þeim forsendum að gögnin væru ekki í ráðuneytinu,“ segir Ragnar. Ráðuneytið tók ekki afstöðu til málsins, en vísaði til þingsályktunartillögu Alþingis varðandi stofnun þingnefndar sem fjalla ætti um hvernig aðgangi fræðimanna að gögnunum yrði háttað. Ragnar segir þetta ekki vera lögfræðilegan rökstuðning fyrir synjuninni. „Ég vil vita í hvers konar samfélagi ég bý. Það er hægt að sveipa söguna blæju ef fjölmiðlar og fræðimenn hafa ekki aðgang að svona gögnum,“ segir Ragnar. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður segir að Þjóðskjalasafni hafi ekki borist formleg beiðni frá Ragnari um aðgang að nýju gögnunum frá ráðuneytinu. „Við erum með gögn frá dómstólum sem hafa verið nokkuð lengi hjá okkur. Við veittum Ragnari takmarkaðan aðgang, eins og Guðna. Ráðuneytið skilaði okkur svo gögnum núna í júlí, þar á meðal umræddum gögnum um hleranir, en þau hefðu átt að vera komin fyrir löngu, þar sem 30 ára skilaskylda er á þeim. Þau yngstu eru frá 1968.“ Ólafur segir ástæðu þess að aðgangur að gögnunum sé ekki almennur vera persónuverndarsjónarmið, en lög um þetta séu óskýr eða ekki til staðar. „Mér finnst sjálfsagt að hver sem er fái að skoða þessi gögn fyrir sjálfan sig,“ segir Guðni. „Auðvitað á að láta þá sem voru hleraðir, eða aðstandendur þeirra, séu þeir látnir, vita af því að það var gert. Enginn þeirra hefur verið látinn vita, þótt margir hafi gert sér grein fyrir því engu að síður að verið var að hlera þá.“ Hvorki náðist í dómsmálaráðherra né ráðuneytisstjóra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira