Tæplega 200 manns leituðu á slysavarðsstofu í borginni Lenz í Austurríki á miðvikudag vegna ótta við kóngulóarbit. Eingöngu átta voru greindir með „hugsanleg einkenni“ og segja læknar kóngulóarfælni hafa brotist út í landinu.
Gulsekkjakóngulóin er landlæg í Austurríki og þó að bit hennar sé ekki hættulegt getur það verið afar sársaukafullt.
Fyrr í sumar voru nokkrir bitnir og síðan hafa fréttir birst reglulega af kóngulónni í austurrískum fjölmiðlum og hundruð manna hafa hringt í neyðarþjónustu eiturefna í Vínarborg. Ríkisstjórnin hefur beðið landsmenn um að taka öllu með ró.