Ísraelar áforma stóraukinn landhernað 10. ágúst 2006 07:00 Hjálpargögn handlönguð Sjálfboðaliðar handlanga hjálpargögn á vegum Lækna án landamæra yfir Litani-ána norður af hafnarborginni Týrus í gær. MYND/AP Þjóðaröryggisráð Ísraels samþykkti nær einróma í gær að senda fleiri hermenn lengra inn í Líbanon. Um 10.000 hermenn eru þar nú þegar, en er búist við því að þeim kunni að vera fjölgað um allt að 30.000 til viðbótar. Er ákvörðunin álitin endurspegla viðleitni af hálfu Ísraela til að ganga milli bols og höfuðs á skæruliðasveitum Hizbollah áður en viðleitni alþjóðasamfélagsins til að koma á friði ber árangur. En með ákvörðuninni taka ísraelsk stjórnvöld jafnframt þá áhættu að vera gagnrýnd fyrir að spilla fyrir tilraunum til að koma á friði, einkum og sér í lagi eftir að Líbanonstjórn bauðst til að láta líbanska herinn taka sér stöðu á átakasvæðinu norðan við landamærin. Víðtækari landhernaður er heldur engin trygging fyrir því að sprengiflaugaárásum Hizbollah á Ísrael linni, en með honum stóreykst aftur á móti hættan á að mannfall aukist í liði Ísraela. Arabískar sjónvarpsstöðvar fullyrtu að ellefu ísraelskir hermenn hefðu verið felldir í gær, en sé það rétt væri það mesta mannfall sem Ísraelsher hefur orðið fyrir á einum degi frá því átökin hófust fyrir fjórum vikum. Auk þess var yfir 160 sprengiflaugum skotið suður yfir landamærin. Samkvæmt áætlun Ísraelshers er markmiðið að hernema allt land norður að Litani-ánni, sem er um 30 kílómetra frá landamærunum. Ehud Olmert forsætisráðherra og Amir Peretz varnarmálaráðherra munu taka ákvörðunina um hvenær ráðist verður í þessa sókn, að því er Eli Yishai viðskiptaráðherra, sem á sæti í ísraelska öryggisráðinu, greindi frá. Í fyrradag var hershöfðingjanum sem stýrði aðgerðum Ísraelshers í Líbanon skipt út fyrir annan, en það þykir merki um óánægju innan hersins og utan með hve erfiðlega gengur að draga úr getu Hizbollah til að halda áfram sprengiflaugahríðinni. David Welch, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Beirút í gær og átti þar viðræður við forsætisráðherra Líbanons, Fuad Saniora. Að fundinum loknum sagði Saniora að hann vænti þess ekki að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna afgreiddi fyrir vikulokin ályktun um vopnahlésáætlun. Welch hitti líka Nabih Berri, forseta Líbanonsþings, sem er stuðningsmaður Hizbollah-hreyfingarinnar. Í ummælum eftir fundinn dró Berri enga dul á að hann væri ekki bjartsýnn á að úr rættist alveg á næstunni. Erlent Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Þjóðaröryggisráð Ísraels samþykkti nær einróma í gær að senda fleiri hermenn lengra inn í Líbanon. Um 10.000 hermenn eru þar nú þegar, en er búist við því að þeim kunni að vera fjölgað um allt að 30.000 til viðbótar. Er ákvörðunin álitin endurspegla viðleitni af hálfu Ísraela til að ganga milli bols og höfuðs á skæruliðasveitum Hizbollah áður en viðleitni alþjóðasamfélagsins til að koma á friði ber árangur. En með ákvörðuninni taka ísraelsk stjórnvöld jafnframt þá áhættu að vera gagnrýnd fyrir að spilla fyrir tilraunum til að koma á friði, einkum og sér í lagi eftir að Líbanonstjórn bauðst til að láta líbanska herinn taka sér stöðu á átakasvæðinu norðan við landamærin. Víðtækari landhernaður er heldur engin trygging fyrir því að sprengiflaugaárásum Hizbollah á Ísrael linni, en með honum stóreykst aftur á móti hættan á að mannfall aukist í liði Ísraela. Arabískar sjónvarpsstöðvar fullyrtu að ellefu ísraelskir hermenn hefðu verið felldir í gær, en sé það rétt væri það mesta mannfall sem Ísraelsher hefur orðið fyrir á einum degi frá því átökin hófust fyrir fjórum vikum. Auk þess var yfir 160 sprengiflaugum skotið suður yfir landamærin. Samkvæmt áætlun Ísraelshers er markmiðið að hernema allt land norður að Litani-ánni, sem er um 30 kílómetra frá landamærunum. Ehud Olmert forsætisráðherra og Amir Peretz varnarmálaráðherra munu taka ákvörðunina um hvenær ráðist verður í þessa sókn, að því er Eli Yishai viðskiptaráðherra, sem á sæti í ísraelska öryggisráðinu, greindi frá. Í fyrradag var hershöfðingjanum sem stýrði aðgerðum Ísraelshers í Líbanon skipt út fyrir annan, en það þykir merki um óánægju innan hersins og utan með hve erfiðlega gengur að draga úr getu Hizbollah til að halda áfram sprengiflaugahríðinni. David Welch, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Beirút í gær og átti þar viðræður við forsætisráðherra Líbanons, Fuad Saniora. Að fundinum loknum sagði Saniora að hann vænti þess ekki að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna afgreiddi fyrir vikulokin ályktun um vopnahlésáætlun. Welch hitti líka Nabih Berri, forseta Líbanonsþings, sem er stuðningsmaður Hizbollah-hreyfingarinnar. Í ummælum eftir fundinn dró Berri enga dul á að hann væri ekki bjartsýnn á að úr rættist alveg á næstunni.
Erlent Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira