Ísraelskir hermenn skutu þrjá Palestínumenn til bana á Gaza-ströndinni aðfaranótt þriðjudags. AP hefur eftir talsmanni hersins að skothríð hafi verið gerð að mönnunum því þeir hafi talist „grunsamlegir, á göngu við landamærin með stóra poka“. Skriðdrekar skutu einnig í átt að mönnunum.
Palestínskir læknar komu að líkum mannanna eftir dagrenningu og sögðu erfitt að bera kennsl á sundurskotin líkin. Engin vopn fundust á líkunum né í nágrenni þeirra.
Haft er eftir palestínskum öryggisvörðum að mennirnir hafi tilheyrt herskáum samtökum, en samtökin staðfestu það ekki.