Heillaður af Íslandi 26. ágúst 2006 09:30 Glatt á hjalla Geir Haarde forsætisráðherra segir Gary Doer, fylkisstjóra Manitoba, einhverja afar skemmtilega sögu á fundi þeirra í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum á fimmtudagskvöld MYND/Gunnar vigfússon „Það er ákaflega gaman að eiga í samskiptum við land þar sem er svona mikill uppgangur og hér er uppgangurinn og bjartsýnin svo greinileg að maður sér þau á byggingakrönunum um alla borg,“ sagði Gary Doer, fylkisstjóri Manitobafylkis í Kanada, í samtali við blaðamann Fréttablaðsins í gær. Doer er staddur hér á landi í opinberri heimsókn í annað sinn á ferli sínum sem fylkisstjóri, en hann kom hingað fyrst fyrir fimm árum. Opinberum heimsóknum milli Manitoba og Íslands hefur farið fjölgandi undanfarin ár, enda er þar að finna langstærsta hóp fólks af íslenskum ættum þegar litið er út fyrir Íslandsstrendur. Það er því vel viðeigandi að Doer er hér staddur ásamt félaga sínum Eric Stefanson, fyrrverandi þingmanni í Kanada, en hann er af íslensku bergi brotinn. „Samskipti Manitoba við Ísland eru ákaflega mikilvæg, því svo margir Manitoba-búar geta rakið ættir sínar hingað,“ sagði Doer. „En ég er ekki hér bara til að ræða um fortíðina, heldur einnig um framtíðina.“ Hann vonast til þess að heimsóknin leiði til aukinna viðskipta milli landanna, sem og að Kanadamenn og Íslendingar samnýti enn frekar vísindaþekkingu landanna. Eitt af málunum sem hann er hér staddur til að ræða við Íslendinga um eru strætisvagnar sem ganga fyrir vetni, en líkt og í Reykjavík er verið að prófa slíka strætisvagna í Manitoba. Þegar er mikið samstarf meðþjóðunum og má þar nefna skiptinemaverkefnið Snorra, sem styrkir íslenska og kanadíska námsmenn til náms í hinu landinu. „Þetta verkefni veitir ungu fólki frá báðum löndum frábært tækifæri til að kynnast menningarheimi hinnar þjóðarinnar, tungumáli og lífsháttum,“ sagði Doer. „Og það er vel þess virði að styðja þetta samstarf.“ Doer hitti, auk annarra, forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde, á fimmtudagskvöld, og bauð hann Geir að sækja Manitoba heim næsta sumar þegar Íslendingadagurinn verður haldinn hátíðlegur með pompi og prakt. Doer vonast til þess að beint flug hefjist innan tíðar milli Íslands og Manitoba, sem myndi að sjálfsögðu auðvelda samskipti millum landanna tveggja. Þetta er mál sem liggur hjarta hans nærri, enda segist Doer vera afar heillaður af Íslandi. „Það hljómar eins og klisja, að segja að Ísland sé ákaflega fallegt land og að dást að því hversu opið og hlýtt fólk Íslendingar eru, en það er samt satt,“ sagði Doer með bros á vör, og bætti svo hlæjandi við, „Þó ekkert íslenskt blóð renni í æðum mínum, kallar Eric mig „eftirhermu-Íslending“.“ Þeir félagar fljúga heim á morgun. Erlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
„Það er ákaflega gaman að eiga í samskiptum við land þar sem er svona mikill uppgangur og hér er uppgangurinn og bjartsýnin svo greinileg að maður sér þau á byggingakrönunum um alla borg,“ sagði Gary Doer, fylkisstjóri Manitobafylkis í Kanada, í samtali við blaðamann Fréttablaðsins í gær. Doer er staddur hér á landi í opinberri heimsókn í annað sinn á ferli sínum sem fylkisstjóri, en hann kom hingað fyrst fyrir fimm árum. Opinberum heimsóknum milli Manitoba og Íslands hefur farið fjölgandi undanfarin ár, enda er þar að finna langstærsta hóp fólks af íslenskum ættum þegar litið er út fyrir Íslandsstrendur. Það er því vel viðeigandi að Doer er hér staddur ásamt félaga sínum Eric Stefanson, fyrrverandi þingmanni í Kanada, en hann er af íslensku bergi brotinn. „Samskipti Manitoba við Ísland eru ákaflega mikilvæg, því svo margir Manitoba-búar geta rakið ættir sínar hingað,“ sagði Doer. „En ég er ekki hér bara til að ræða um fortíðina, heldur einnig um framtíðina.“ Hann vonast til þess að heimsóknin leiði til aukinna viðskipta milli landanna, sem og að Kanadamenn og Íslendingar samnýti enn frekar vísindaþekkingu landanna. Eitt af málunum sem hann er hér staddur til að ræða við Íslendinga um eru strætisvagnar sem ganga fyrir vetni, en líkt og í Reykjavík er verið að prófa slíka strætisvagna í Manitoba. Þegar er mikið samstarf meðþjóðunum og má þar nefna skiptinemaverkefnið Snorra, sem styrkir íslenska og kanadíska námsmenn til náms í hinu landinu. „Þetta verkefni veitir ungu fólki frá báðum löndum frábært tækifæri til að kynnast menningarheimi hinnar þjóðarinnar, tungumáli og lífsháttum,“ sagði Doer. „Og það er vel þess virði að styðja þetta samstarf.“ Doer hitti, auk annarra, forsætisráðherra Íslands, Geir H. Haarde, á fimmtudagskvöld, og bauð hann Geir að sækja Manitoba heim næsta sumar þegar Íslendingadagurinn verður haldinn hátíðlegur með pompi og prakt. Doer vonast til þess að beint flug hefjist innan tíðar milli Íslands og Manitoba, sem myndi að sjálfsögðu auðvelda samskipti millum landanna tveggja. Þetta er mál sem liggur hjarta hans nærri, enda segist Doer vera afar heillaður af Íslandi. „Það hljómar eins og klisja, að segja að Ísland sé ákaflega fallegt land og að dást að því hversu opið og hlýtt fólk Íslendingar eru, en það er samt satt,“ sagði Doer með bros á vör, og bætti svo hlæjandi við, „Þó ekkert íslenskt blóð renni í æðum mínum, kallar Eric mig „eftirhermu-Íslending“.“ Þeir félagar fljúga heim á morgun.
Erlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira