Tókst að koma í veg fyrir hryðjuverk í Danmörku 6. september 2006 07:30 á Aðallestarstöðinni í Kaupmannahöfn Farþegar námu staðar í gær til þess að fylgjast með fréttum af handtökunum. MYND/AP Níu manns voru handteknir í Óðinsvéum í Danmörku í gær, grunaðir um að hafa haft í bígerð að fremja hryðjuverk. Tveir þeirra voru látnir lausir síðar um daginn. Stjórnvöld í Danmörku fullyrtu að lögreglunni hefði tekist að koma í veg fyrir alvarlega árás á danskri grund. "Þetta er alvarlegasta málið sem komið hefur til minna kasta þann tíma sem ég hef verið dómsmálaráðherra," sagði Lene Espersen dómsmálaráðherra í viðtali við AP fréttastofuna. "Lögreglan fór inn og stöðvaði hópinn meðan hann var að búa sig undir árás." Lögreglan segist ekki vita hve langt á veg undirbúningur mannanna hafi verið kominn, en ákveðið var að ráðast til atlögu gegn þeim áður en það yrði of seint. Fylgst hafði verið með þeim um hríð. "Vísbendingar sem lögreglan fann benda til þess að þeir hafi mjög líklega verið að undirbúa árás einhvers staðar í Danmörku," sagði Espersen. Mennirnir níu eru allir danskir ríkisborgarar, á aldrinum átján ára til 33. Lars Findsen, yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, sagði átta þeirra vera af erlendum uppruna en sagði ekkert um frá hvaða löndum þeir væru. Hann sagði þó að lögregluaðgerðirnar í gær hefðu ekki tengst rannsókn í Þýskalandi, þar sem fjórir líbanskir menn eru í haldi lögreglu, grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Í þýskum fjölmiðlum var fullyrt að einn þessara fjögurra manna, Youssef Mohamad el Hajdib, hefði verið á leiðinni til Danmerkur. Einnig höfðu danskir og þýskir fjölmiðlar sagt frá því að í fórum hans hefði fundist símanúmer hjá Abu Bashar, íslömskum trúarleiðtoga sem búsettur er í Óðinsvéum. Abu Bashar neitar því að þekkja Hadjib, en segir það einungis tímaspursmál hvenær hryðjuverk verði framið í Danmörku. "Osama bin Laden sagði fyrir þremur árum að hann myndi refsa þeim löndum sem hafa her í Írak," sagði Bashar í viðtali við AP fréttastofuna. "Danmörk er á listanum." Um það bil 500 danskir hermenn eru í Írak undir breskri stjórn og 360 danskir hermenn eru í Afganistan á vegum Nató. Bashar sagðist þekkja mennina níu sem handteknir voru í gær. Þeir tilheyrðu samfélagi múslima í Óðinsvéum. Hann sagðist hins vegar sannfærður um að þeir væru saklausir. "Ég trúi því að þeir verði látnir lausir mjög fljótt," sagði hann. Hryðjuverk hefur ekki verið framið í Danmörku síðan 1985, þegar sprengja sprakk fyrir utan skrifstofur flugfélags í Kaupmannahöfn. Einn maður lést og sextán særðust. Þrír Palestínumenn, búsettir í Svíþjóð, voru dæmdir fyrir það og hlutu ævilangt fangelsi. Erlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Níu manns voru handteknir í Óðinsvéum í Danmörku í gær, grunaðir um að hafa haft í bígerð að fremja hryðjuverk. Tveir þeirra voru látnir lausir síðar um daginn. Stjórnvöld í Danmörku fullyrtu að lögreglunni hefði tekist að koma í veg fyrir alvarlega árás á danskri grund. "Þetta er alvarlegasta málið sem komið hefur til minna kasta þann tíma sem ég hef verið dómsmálaráðherra," sagði Lene Espersen dómsmálaráðherra í viðtali við AP fréttastofuna. "Lögreglan fór inn og stöðvaði hópinn meðan hann var að búa sig undir árás." Lögreglan segist ekki vita hve langt á veg undirbúningur mannanna hafi verið kominn, en ákveðið var að ráðast til atlögu gegn þeim áður en það yrði of seint. Fylgst hafði verið með þeim um hríð. "Vísbendingar sem lögreglan fann benda til þess að þeir hafi mjög líklega verið að undirbúa árás einhvers staðar í Danmörku," sagði Espersen. Mennirnir níu eru allir danskir ríkisborgarar, á aldrinum átján ára til 33. Lars Findsen, yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, sagði átta þeirra vera af erlendum uppruna en sagði ekkert um frá hvaða löndum þeir væru. Hann sagði þó að lögregluaðgerðirnar í gær hefðu ekki tengst rannsókn í Þýskalandi, þar sem fjórir líbanskir menn eru í haldi lögreglu, grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Í þýskum fjölmiðlum var fullyrt að einn þessara fjögurra manna, Youssef Mohamad el Hajdib, hefði verið á leiðinni til Danmerkur. Einnig höfðu danskir og þýskir fjölmiðlar sagt frá því að í fórum hans hefði fundist símanúmer hjá Abu Bashar, íslömskum trúarleiðtoga sem búsettur er í Óðinsvéum. Abu Bashar neitar því að þekkja Hadjib, en segir það einungis tímaspursmál hvenær hryðjuverk verði framið í Danmörku. "Osama bin Laden sagði fyrir þremur árum að hann myndi refsa þeim löndum sem hafa her í Írak," sagði Bashar í viðtali við AP fréttastofuna. "Danmörk er á listanum." Um það bil 500 danskir hermenn eru í Írak undir breskri stjórn og 360 danskir hermenn eru í Afganistan á vegum Nató. Bashar sagðist þekkja mennina níu sem handteknir voru í gær. Þeir tilheyrðu samfélagi múslima í Óðinsvéum. Hann sagðist hins vegar sannfærður um að þeir væru saklausir. "Ég trúi því að þeir verði látnir lausir mjög fljótt," sagði hann. Hryðjuverk hefur ekki verið framið í Danmörku síðan 1985, þegar sprengja sprakk fyrir utan skrifstofur flugfélags í Kaupmannahöfn. Einn maður lést og sextán særðust. Þrír Palestínumenn, búsettir í Svíþjóð, voru dæmdir fyrir það og hlutu ævilangt fangelsi.
Erlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira