Viðræðurnar þróast í takt við vonir Geirs 20. september 2006 07:30 Geir H. Haarde Forsætisráðherra segir varnarviðræðurnar við Bandaríkjamenn hafa þróast í takt við væntingar sínar. Búist er við að niðurstöður viðræðna Íslendinga og Bandaríkjamanna um varnir Íslands verði kynntar fyrir helgi. Viðræðunefndir ríkjanna hittust síðast á fundi í húsakynnum bandaríska utanríkisráðuneytisins í Washington á fimmtudag og ræddu málin í um þrjár klukkustundir. Mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðunum og nefndarmenn og ráðherra varist allra frétta. Yfirlýsingar og tilkynningar eftir fundi nefndanna hafa jafnan verið varfærnar en eftir fundinn á fimmtudag kvað við nýjan tón. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sagði að gert væri ráð fyrir að samkomulag lægi fyrir fljótlega. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær enn vonast til að geta skýrt frá niðurstöðunum fyrir helgi. Ég geri mér vonir um að það dragi til tíðinda í þessari viku, sagði Geir en tók jafnframt fram að hann gæti ekki fullyrt um það. Aðspurður svaraði Geir því játandi að viðræðurnar hefðu þróast í takt við væntingar sínar. Já, upp á síðkastið hafa þær gert það. En auðvitað erum við að bregðast við ákveðnum breytingum sem við hefðum kosið að ekki hefðu orðið. Stjórnvöld hafa legið undir ámæli fyrir að upplýsa ekki stjórnarandstöðuna og utanríkismálanefnd Alþingis um gang mála í viðræðunum. Geir segir leyndina hafa verið nauðsynlega og boðar kynningu á málinu innan tíðar. Leyndin hefur verið nauðsynleg, meðal annars vegna þess að við þurfum að taka tillit til Bandaríkjamanna. Ég greindi stjórnarandstöðunni frá þessu í sumar og ég mun eiga fund með henni aftur við fyrsta tækifæri og jafnframt utanríkismálanefnd áður en málið verður gert opinbert. Geir segir ekki ljóst hvort viðræðunefndirnar þurfi að hittast á ný. Bandaríkjamenn tilkynntu um brotthvarf varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli þann 15. mars. Tveimur vikum síðar hittust viðræðunefndir ríkjanna á fundi í Reykjavík og síðan hafa verið haldnir fjórir fundir. Rætt hefur verið jöfnum höndum um varnir Íslands og yfirtöku Íslendinga á rekstri og viðhaldi Keflavíkurflugvallar. Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Búist er við að niðurstöður viðræðna Íslendinga og Bandaríkjamanna um varnir Íslands verði kynntar fyrir helgi. Viðræðunefndir ríkjanna hittust síðast á fundi í húsakynnum bandaríska utanríkisráðuneytisins í Washington á fimmtudag og ræddu málin í um þrjár klukkustundir. Mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðunum og nefndarmenn og ráðherra varist allra frétta. Yfirlýsingar og tilkynningar eftir fundi nefndanna hafa jafnan verið varfærnar en eftir fundinn á fimmtudag kvað við nýjan tón. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sagði að gert væri ráð fyrir að samkomulag lægi fyrir fljótlega. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagðist í samtali við Fréttablaðið í gær enn vonast til að geta skýrt frá niðurstöðunum fyrir helgi. Ég geri mér vonir um að það dragi til tíðinda í þessari viku, sagði Geir en tók jafnframt fram að hann gæti ekki fullyrt um það. Aðspurður svaraði Geir því játandi að viðræðurnar hefðu þróast í takt við væntingar sínar. Já, upp á síðkastið hafa þær gert það. En auðvitað erum við að bregðast við ákveðnum breytingum sem við hefðum kosið að ekki hefðu orðið. Stjórnvöld hafa legið undir ámæli fyrir að upplýsa ekki stjórnarandstöðuna og utanríkismálanefnd Alþingis um gang mála í viðræðunum. Geir segir leyndina hafa verið nauðsynlega og boðar kynningu á málinu innan tíðar. Leyndin hefur verið nauðsynleg, meðal annars vegna þess að við þurfum að taka tillit til Bandaríkjamanna. Ég greindi stjórnarandstöðunni frá þessu í sumar og ég mun eiga fund með henni aftur við fyrsta tækifæri og jafnframt utanríkismálanefnd áður en málið verður gert opinbert. Geir segir ekki ljóst hvort viðræðunefndirnar þurfi að hittast á ný. Bandaríkjamenn tilkynntu um brotthvarf varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli þann 15. mars. Tveimur vikum síðar hittust viðræðunefndir ríkjanna á fundi í Reykjavík og síðan hafa verið haldnir fjórir fundir. Rætt hefur verið jöfnum höndum um varnir Íslands og yfirtöku Íslendinga á rekstri og viðhaldi Keflavíkurflugvallar.
Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira